Kom Ronaldo til varnar: Er ekki í lagi að gráta? Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 07:00 Cristiano Ronaldo var í öngum sínum eftir að Jan Oblak varði vítaspyrnu hans í framlengingu gegn Slóveníu, en skoraði svo í vítaspyrnukeppninni þar sem Portúgal hafði betur. Getty/Justin Setterfield Fótboltaáhugafólk um allan heim sá Cristiano Ronaldo gjörsamlega brotna saman í leik Portúgals við Slóveníu í 16-liða úrslitum EM. Áminning um það að stærstu fótboltastjörnur heims eru líka mannlegar, segir liðsfélagi hans Bernardo Silva. Ronaldo fékk sinn skerf af gagnrýni vegna viðbragða sinna, eftir að Jan Oblak varði vítaspyrnu hans í lok fyrri hluta framlengingar. Þótti mörgum táraflóðið, þegar leiknum var enn hvergi nærri lokið, til marks um sjálfselsku en Silva er ekki sammála því. Vítaklúðrið kom ekki að sök og Ronaldo skoraði svo úr fyrstu spyrnu Portúgals í vítaspyrnukeppninni, þar sem liðið vann öruggan sigur þökk sé markverðinum Diogo Costa. Silva var spurður út í viðbrögð Ronaldos, á blaðamannafundi í dag, og sýndi þeim fullan skilning: „Við erum mannlegir og hann var tilfinningasamur eftir að vítaspyrnan klikkaði. Það er ásættanlegt, er það ekki? Stundum bregst maður við með hætti sem maður bjóst ekki við. Honum fannst að hann hefði getað gert betur á þessu augnabliki,“ sagði Silva og benti á að vítaspyrna Ronaldos hefði verið mjög góð, líkt og markvarsla Oblaks. „Síðan grætur hann í smástund, líkt og manneskjur gera stundum þegar þær eiga við tilfinningar sínar. Svo mér finnst engin ástæða vera fyrir fólk til að tala um þetta en auðvitað gerir fólk það samt, því þannig er bransinn,“ sagði Silva. Bernardo Silva defends Cristiano Ronaldo after his 'emotional moment' against Slovenia 💪 pic.twitter.com/ldSafyyekx— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 4, 2024 Eftir að hafa þurft að fara alla leið í vítaspyrnukeppni til þess að slá út Slóveníu hefur lið Portúgals fengið sinn skerf af gagnrýni, í aðdraganda stórleiksins við Frakka í dag. „Við skiljum það alveg. Það fylgir þessu. Þess vegna þénum við svona mikinn pening og getum gefið fjölskyldu okkar og vinum betra líf. Við kvörtum ekki yfir gagnrýni, hún getur verið góð og slæm. Þetta fylgir starfinu,“ sagði Silva og bætti við: „Þegar júní rennur upp og það er EM eða HM í gangi þá halda allir að þeir séu knattspyrnustjórar. Við skiljum það alveg og sættum okkur við það.“ EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Tengdar fréttir Fylgdust með hjartslætti Ronaldo í leiknum á móti Slóveníu Það voru ekki bara augu á Cristiano Ronaldo í leiknum við Slóvena í sextán liða úrslitum Evrópumótsins því einnig var fylgst náið með hjartslætti leikmannsins í þessum mikilvæga leik. 3. júlí 2024 10:00 Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48 Ronaldo staðfestir að Evrópumótið í ár verði hans síðasta Cristiano Ronaldo hefur nú staðfest það sem allmarga grunaði, Evrópumótið í ár verður hans síðasta á ferlinum. 2. júlí 2024 07:53 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
Ronaldo fékk sinn skerf af gagnrýni vegna viðbragða sinna, eftir að Jan Oblak varði vítaspyrnu hans í lok fyrri hluta framlengingar. Þótti mörgum táraflóðið, þegar leiknum var enn hvergi nærri lokið, til marks um sjálfselsku en Silva er ekki sammála því. Vítaklúðrið kom ekki að sök og Ronaldo skoraði svo úr fyrstu spyrnu Portúgals í vítaspyrnukeppninni, þar sem liðið vann öruggan sigur þökk sé markverðinum Diogo Costa. Silva var spurður út í viðbrögð Ronaldos, á blaðamannafundi í dag, og sýndi þeim fullan skilning: „Við erum mannlegir og hann var tilfinningasamur eftir að vítaspyrnan klikkaði. Það er ásættanlegt, er það ekki? Stundum bregst maður við með hætti sem maður bjóst ekki við. Honum fannst að hann hefði getað gert betur á þessu augnabliki,“ sagði Silva og benti á að vítaspyrna Ronaldos hefði verið mjög góð, líkt og markvarsla Oblaks. „Síðan grætur hann í smástund, líkt og manneskjur gera stundum þegar þær eiga við tilfinningar sínar. Svo mér finnst engin ástæða vera fyrir fólk til að tala um þetta en auðvitað gerir fólk það samt, því þannig er bransinn,“ sagði Silva. Bernardo Silva defends Cristiano Ronaldo after his 'emotional moment' against Slovenia 💪 pic.twitter.com/ldSafyyekx— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 4, 2024 Eftir að hafa þurft að fara alla leið í vítaspyrnukeppni til þess að slá út Slóveníu hefur lið Portúgals fengið sinn skerf af gagnrýni, í aðdraganda stórleiksins við Frakka í dag. „Við skiljum það alveg. Það fylgir þessu. Þess vegna þénum við svona mikinn pening og getum gefið fjölskyldu okkar og vinum betra líf. Við kvörtum ekki yfir gagnrýni, hún getur verið góð og slæm. Þetta fylgir starfinu,“ sagði Silva og bætti við: „Þegar júní rennur upp og það er EM eða HM í gangi þá halda allir að þeir séu knattspyrnustjórar. Við skiljum það alveg og sættum okkur við það.“
EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Tengdar fréttir Fylgdust með hjartslætti Ronaldo í leiknum á móti Slóveníu Það voru ekki bara augu á Cristiano Ronaldo í leiknum við Slóvena í sextán liða úrslitum Evrópumótsins því einnig var fylgst náið með hjartslætti leikmannsins í þessum mikilvæga leik. 3. júlí 2024 10:00 Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48 Ronaldo staðfestir að Evrópumótið í ár verði hans síðasta Cristiano Ronaldo hefur nú staðfest það sem allmarga grunaði, Evrópumótið í ár verður hans síðasta á ferlinum. 2. júlí 2024 07:53 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
Fylgdust með hjartslætti Ronaldo í leiknum á móti Slóveníu Það voru ekki bara augu á Cristiano Ronaldo í leiknum við Slóvena í sextán liða úrslitum Evrópumótsins því einnig var fylgst náið með hjartslætti leikmannsins í þessum mikilvæga leik. 3. júlí 2024 10:00
Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48
Ronaldo staðfestir að Evrópumótið í ár verði hans síðasta Cristiano Ronaldo hefur nú staðfest það sem allmarga grunaði, Evrópumótið í ár verður hans síðasta á ferlinum. 2. júlí 2024 07:53