Vaknaði með tíu ósvöruð símtöl og frétti svo af uppsögninni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. júlí 2024 19:16 Patrekur Orri Unnarsson, stálsmiður og trúbador. Vísir/Ívar Fannar Næstum hundrað og þrjátíu manns misstu vinnuna hjá fyrirtækinu Skaganum 3x, sem óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í dag. Uppsagnirnar eru áfall fyrir Akranesbæ segir bæjarstjórinn en starfsmaður segir fréttirnar hafa komið flatt upp á sig þegar hann vaknaði í morgun. „Þetta er áfall fyrir okkur að missa svona stóran vinnustað úr rekstri. Vinnustað sem að veitir um 130 manns atvinnu. 130 heimilum,“ segir Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness. Hann segir gjaldþrot 3X vera að miklu leyti vegna utanaðkomandi ástæðna og nefnir í því samhengi heimsfaraldur Covid-19 og innrásina í Úkraínu. Hann bætir við að mikilvægt sé að stjórnvöld geri meira fyrir bæjarfélagið og nefnir í því samhengi hvalveiðar og orkumál. „Okkur finnst stundum ekki vera alveg hlustað á hagsmuni þessa byggðarlags að við þurfum líka sterka umgjörð til þess að atvinnulífið okkar blómstri,“ segir Haraldur. Haraldur Benediktsson er bæjarstjóri Akraness.Vísir/Ívar Fannar Hundrað tuttugu og fjórir misstu vinnuna í dag, þar af eru um hundrað búsettir á Akranesi. Þar á meðal er Patrekur Orri Unnarson, stálsmiður sem hefur starfað fyrir fyrirtækið með hléum frá 2018. „Ég var í fríi í dag þannig ég vaknaði bara í hádeginu, tíu missed calls og þá bara frétti ég það að ég væri búinn að missa vinnuna,“ segir Patrekur Orri. Fram undan sé stutt sumarfrí en að því loknu muni hann hefja leit að nýju starfi. „Við erum búnir að sjá fréttir síðustu daga þannig að það kom ekki þannig á óvart. Það er búið að tala mikið um þetta en þetta kom kannski flatt upp á mann í morgun,“ segir Patrekur Orri. 3X er ekki eina fyrirtækið á Akranesi sem hefur lent í erfiðleikum undanfarið en á dögunum var öllum starfsmönnum Skútunnar sem N1 á og rekur sagt upp. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir afleidd störf sem þjónusta fyrirtæki sem fara í gjaldþrot einnig líða fyrir það og áhrifin því mjög víðtæk. Hann kallar eftir því að stjórnvöld og bæjaryfirvöld stígi inn í af krafti. „Að sjálfsögðu þurfa stjórnmálin að lúta að því að tryggja byggð í landinu. Ég hef átt samtöl bæði við forsætisráðherra og fjármálaráðherra dag þar sem ég hef lýst yfir verulegum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem við Skagamenn stöndum frammi fyrir og ekki aðeins því sem við lendum í núna en einnig því sem við erum búin að lenda í,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vísir/Ívar Fannar Akranes Stéttarfélög Tækni Vinnumarkaður Sjávarútvegur Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
„Þetta er áfall fyrir okkur að missa svona stóran vinnustað úr rekstri. Vinnustað sem að veitir um 130 manns atvinnu. 130 heimilum,“ segir Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness. Hann segir gjaldþrot 3X vera að miklu leyti vegna utanaðkomandi ástæðna og nefnir í því samhengi heimsfaraldur Covid-19 og innrásina í Úkraínu. Hann bætir við að mikilvægt sé að stjórnvöld geri meira fyrir bæjarfélagið og nefnir í því samhengi hvalveiðar og orkumál. „Okkur finnst stundum ekki vera alveg hlustað á hagsmuni þessa byggðarlags að við þurfum líka sterka umgjörð til þess að atvinnulífið okkar blómstri,“ segir Haraldur. Haraldur Benediktsson er bæjarstjóri Akraness.Vísir/Ívar Fannar Hundrað tuttugu og fjórir misstu vinnuna í dag, þar af eru um hundrað búsettir á Akranesi. Þar á meðal er Patrekur Orri Unnarson, stálsmiður sem hefur starfað fyrir fyrirtækið með hléum frá 2018. „Ég var í fríi í dag þannig ég vaknaði bara í hádeginu, tíu missed calls og þá bara frétti ég það að ég væri búinn að missa vinnuna,“ segir Patrekur Orri. Fram undan sé stutt sumarfrí en að því loknu muni hann hefja leit að nýju starfi. „Við erum búnir að sjá fréttir síðustu daga þannig að það kom ekki þannig á óvart. Það er búið að tala mikið um þetta en þetta kom kannski flatt upp á mann í morgun,“ segir Patrekur Orri. 3X er ekki eina fyrirtækið á Akranesi sem hefur lent í erfiðleikum undanfarið en á dögunum var öllum starfsmönnum Skútunnar sem N1 á og rekur sagt upp. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir afleidd störf sem þjónusta fyrirtæki sem fara í gjaldþrot einnig líða fyrir það og áhrifin því mjög víðtæk. Hann kallar eftir því að stjórnvöld og bæjaryfirvöld stígi inn í af krafti. „Að sjálfsögðu þurfa stjórnmálin að lúta að því að tryggja byggð í landinu. Ég hef átt samtöl bæði við forsætisráðherra og fjármálaráðherra dag þar sem ég hef lýst yfir verulegum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem við Skagamenn stöndum frammi fyrir og ekki aðeins því sem við lendum í núna en einnig því sem við erum búin að lenda í,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vísir/Ívar Fannar
Akranes Stéttarfélög Tækni Vinnumarkaður Sjávarútvegur Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira