KKÍ gefst upp á GameDay kerfinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 15:00 Það var hart tekist á í körfuboltanum síðasta vetur en það var líka oft erfitt að finna tölfræði um frammistöðu leikmanna. Vísir/Anton Körfuknattleikssamband Íslands hefur tekið þá ákvörðun að hætta með tölfræðiforritið GameDay sem gerði körfuboltáhugafólki lífið leitt síðasta vetur. GameDay kerfið stóð ekki undir væntingum og slæmt aðgengi að upplýsingum um tölfræði deildarinnar var mikið gagnrýnt. Það var bæði erfiðara að finna upplýsingar sem og þær upplýsingar sem voru í boði voru líka takmarkaðar miðað við það sem íslenskt körfuboltaáhugafólk átti að venjast. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hann útskýrir ákvörðunina að hætta með kerfið. KKÍ skipti yfir í GameDay mótakerfið fyrir síðastliðið keppnistímabil. Sambandið mun taka aftur upp FIBA Organizer tímabundið á meðan farið er í greiningu á mikilvægum þörfum sambandsins í mótakerfismálum. Fréttatilkynninguna má sjá hér fyrir neðan. Notkun GameDay hætt og FIBA Organizer tekið upp aftur tímabundið KKÍ hefur tekið þá ákvörðun að hætta notkun GameDay mótakerfisins sem sambandið tók upp fyrir síðastliðið keppnistímabil og taka aftur upp FIBAOrganizer tímabundið á meðan farið er í greiningu á mikilvægum þörfum sambandsins í mótakerfismálum. Eins og flestum er kunnugt sem fylgjast með íslenskum körfubolta tók KKÍ upp nýtt mótakerfi frá GameDay síðastliðið haust og má í stuttu máli segja að sú innleiðing hafi gengið illa og er það svo að sambandið metur að best sé að hverfa frá innleiðingunni og endurmeta stöðuna. Ætlunin með nýju kerfi var að einfalda vinnu fyrir alla sem koma að skipulagi mótamála KKÍ og félaganna en því miður hefur það ekki gengið eftir. Það er mat KKÍ og ráðgjafa þess að FIBAOrganizer geti uppfyllt grunnþarfirnar í ákveðinn tíma og verður hafist handa strax við að greina betur þarfir og væntingar til nýs kerfis til að auðvelda vinnu og upplýsingagjöf til allra sem koma að körfuboltanum í landinu. KKÍ mun skipa hóp einstaklinga sem er með reynslu úr tæknibransanum og eins með þekkingu á körfubolta til að vinna þessa vinnu . Eins að skoða hvað önnur sambönd í Evrópu eru að gera í mótakerfismálum og hvort það leynist eitthvað kerfi sem getur uppfyllt það sem FIBA Organizer gerir og auðvelt er að þróa áfram og hvaða lausnir sem uppfylla þarfir KKÍ eru til á markaðnum. Á meðan þessi vinna fer fram þá mun KKÍ halda áfram að miðla tölfræðiupplýsingum og stöðu deilda/flokka á einfaldan máta eins og sambandið hefur verið þekkt fyrir síðustu áratugi ef frá er talið síðasta keppnistímabil. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
GameDay kerfið stóð ekki undir væntingum og slæmt aðgengi að upplýsingum um tölfræði deildarinnar var mikið gagnrýnt. Það var bæði erfiðara að finna upplýsingar sem og þær upplýsingar sem voru í boði voru líka takmarkaðar miðað við það sem íslenskt körfuboltaáhugafólk átti að venjast. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hann útskýrir ákvörðunina að hætta með kerfið. KKÍ skipti yfir í GameDay mótakerfið fyrir síðastliðið keppnistímabil. Sambandið mun taka aftur upp FIBA Organizer tímabundið á meðan farið er í greiningu á mikilvægum þörfum sambandsins í mótakerfismálum. Fréttatilkynninguna má sjá hér fyrir neðan. Notkun GameDay hætt og FIBA Organizer tekið upp aftur tímabundið KKÍ hefur tekið þá ákvörðun að hætta notkun GameDay mótakerfisins sem sambandið tók upp fyrir síðastliðið keppnistímabil og taka aftur upp FIBAOrganizer tímabundið á meðan farið er í greiningu á mikilvægum þörfum sambandsins í mótakerfismálum. Eins og flestum er kunnugt sem fylgjast með íslenskum körfubolta tók KKÍ upp nýtt mótakerfi frá GameDay síðastliðið haust og má í stuttu máli segja að sú innleiðing hafi gengið illa og er það svo að sambandið metur að best sé að hverfa frá innleiðingunni og endurmeta stöðuna. Ætlunin með nýju kerfi var að einfalda vinnu fyrir alla sem koma að skipulagi mótamála KKÍ og félaganna en því miður hefur það ekki gengið eftir. Það er mat KKÍ og ráðgjafa þess að FIBAOrganizer geti uppfyllt grunnþarfirnar í ákveðinn tíma og verður hafist handa strax við að greina betur þarfir og væntingar til nýs kerfis til að auðvelda vinnu og upplýsingagjöf til allra sem koma að körfuboltanum í landinu. KKÍ mun skipa hóp einstaklinga sem er með reynslu úr tæknibransanum og eins með þekkingu á körfubolta til að vinna þessa vinnu . Eins að skoða hvað önnur sambönd í Evrópu eru að gera í mótakerfismálum og hvort það leynist eitthvað kerfi sem getur uppfyllt það sem FIBA Organizer gerir og auðvelt er að þróa áfram og hvaða lausnir sem uppfylla þarfir KKÍ eru til á markaðnum. Á meðan þessi vinna fer fram þá mun KKÍ halda áfram að miðla tölfræðiupplýsingum og stöðu deilda/flokka á einfaldan máta eins og sambandið hefur verið þekkt fyrir síðustu áratugi ef frá er talið síðasta keppnistímabil.
Notkun GameDay hætt og FIBA Organizer tekið upp aftur tímabundið KKÍ hefur tekið þá ákvörðun að hætta notkun GameDay mótakerfisins sem sambandið tók upp fyrir síðastliðið keppnistímabil og taka aftur upp FIBAOrganizer tímabundið á meðan farið er í greiningu á mikilvægum þörfum sambandsins í mótakerfismálum. Eins og flestum er kunnugt sem fylgjast með íslenskum körfubolta tók KKÍ upp nýtt mótakerfi frá GameDay síðastliðið haust og má í stuttu máli segja að sú innleiðing hafi gengið illa og er það svo að sambandið metur að best sé að hverfa frá innleiðingunni og endurmeta stöðuna. Ætlunin með nýju kerfi var að einfalda vinnu fyrir alla sem koma að skipulagi mótamála KKÍ og félaganna en því miður hefur það ekki gengið eftir. Það er mat KKÍ og ráðgjafa þess að FIBAOrganizer geti uppfyllt grunnþarfirnar í ákveðinn tíma og verður hafist handa strax við að greina betur þarfir og væntingar til nýs kerfis til að auðvelda vinnu og upplýsingagjöf til allra sem koma að körfuboltanum í landinu. KKÍ mun skipa hóp einstaklinga sem er með reynslu úr tæknibransanum og eins með þekkingu á körfubolta til að vinna þessa vinnu . Eins að skoða hvað önnur sambönd í Evrópu eru að gera í mótakerfismálum og hvort það leynist eitthvað kerfi sem getur uppfyllt það sem FIBA Organizer gerir og auðvelt er að þróa áfram og hvaða lausnir sem uppfylla þarfir KKÍ eru til á markaðnum. Á meðan þessi vinna fer fram þá mun KKÍ halda áfram að miðla tölfræðiupplýsingum og stöðu deilda/flokka á einfaldan máta eins og sambandið hefur verið þekkt fyrir síðustu áratugi ef frá er talið síðasta keppnistímabil.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira