Það hefur ekki farið fram hjá valnefnd sænsku deildarinnar því hún hefur nú tilnefnd Hlín sem besta leikmann sænsku deildarinnar í júní.
„Kristianstad er nú álitið vera eitt af bestu liðum deildarinnar og er lið sem er að elta sæti í Meistaradeildinni. Það er ekki síst þökk sé Hlín sem fylgdi eftir góðri frammistöðu sinni í maí með því að halda áfram að leiða sóknarleik Kristianstad í júní. Það gerir hún með krafti sínum og markaskorun,“ segir í umfjöllum um Hlín á heimasíðu Obos Damallsvenskan.
Hinar sem eru tilnefndar eru Selina Henriksson miðjumaður hjá Piteå og Rebecca Knaak miðjumaður hjá Rosengård.
Hlín er komin með sex deildarmörk í fyrstu tólf leikjunum á tímabilinu auk þess að leggja upp þrjú mörk. Hún hefur því átt þátt í níu mörkum Kristianstad en aðeins fjórir leikmenn í deildinni hafa átt þátt í fleiri mörkum í sumar.
Hlín ætti því að mæta í góðum gír þegar landsliðið kemur saman í næstu viku en fram undan eru síðustu tveir leikirnir í undankeppni EM 2025.