Sjómenn „arfavitlausir“ og Lilja biður Stefán um frest Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2024 11:42 Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands og Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menningarmála. Vísir/vilhelm Sjómenn sem nú eru sambandslausir út á miðum eftir að RÚV hætti útsendingum gegnum gervihnött um mánaðamótin eru arfavitlausir vegna málsins, að sögn formanns Sjómannasambandsins. Ekkert samráð hafi verið haft við sjómenn. Menningarmálaráðherra hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að útsendingum verði haldið áfram til áramóta. Útsendingum Ríkisútvarpsins gegnum gervihnött var hætt 1. júlí. Ákvörðunin hefur legið fyrir í um ár - en kom samt sem áður flatt upp á sjómenn að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands. „Það eru mörg skip núna sem eru úti á djúpveiðum, veiða langt í burtu, sem hafa treyst á þessa þjónustu, að horfa á sjónvarp og hlusta á útvarp í gegnum RÚV. Nú er það ekki hægt lengur, sum þeirra eru bara algjörlega sambandslaus,“ segir Valmundur. „Þeir sem eru sambandslausir í þessum málum eru náttúrulega arfavitlausir og brjálaðir, því það sem styttir mönnum stundir í löngum túrum er að geta horft á sjónvarp. Ég tala nú ekki um núna þegar Evrópukeppnin í fótbolta er í gangi.“ Menn hafi kannski sofnað á verðinum Valmundur segir RÚV bera fyrir sig að útsendingarnar séu ekki lögbundin skylda. Það fellst Sjómannasambandið ekki á. Þá gefur Valmundur lítið fyrir þau rök að þjónustan sé dýr og þjóni mjög fáum. Um 1500 sjómenn, sem sannarlega borgi sinn nefskatt, nái nú ekki útsendingum. Inntur eftir því hvort þeir sem geri skipin út beri ekki einnig ábyrgð á því að koma upp viðeigandi búnaði viðurkennir Valmundur að svo sé. „Kannski hafa menn sofið á verðinum, ég skal alveg viðurkenna það. Ég áttaði mig ekki á þessu. Það hefur áður verið settur fyrirvari, þegar menn ætluðu að hætta þessu áður, en það er ekki núna.“ En hreyfing er nú komin á málið. Eftir að Valmundur vakti athygli á stöðunni á Facebook í gær höfðu ráðherrar samband við hann. „Það er mikill vilji til þess að leiðrétta þetta. Því stjórnmálamennirnir gerðu sér ekki grein fyrir því að þetta væri horfið. Þannig að það er verið að vinna í því að koma þessum tengingum aftur á í gegnum gervihnött með utsendingum RÚV og ég ætla að vona að þetta verði komið næstu daga,“ segir Valmundur. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menningarmála sem RÚV heyrir undir, hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að gildistöku breytinganna verði frestað til áramóta þar til fyrir liggur hvaða fiskiskip eigi eftir að innleiða nýja tækni, samkvæmt svari aðstoðarmanns hennar við fyrirspurn fréttastofu. Ekki náðist í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra við vinnslu fréttarinnar. Ríkisútvarpið Sjávarútvegur Fjölmiðlar Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Útsendingum Ríkisútvarpsins gegnum gervihnött var hætt 1. júlí. Ákvörðunin hefur legið fyrir í um ár - en kom samt sem áður flatt upp á sjómenn að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands. „Það eru mörg skip núna sem eru úti á djúpveiðum, veiða langt í burtu, sem hafa treyst á þessa þjónustu, að horfa á sjónvarp og hlusta á útvarp í gegnum RÚV. Nú er það ekki hægt lengur, sum þeirra eru bara algjörlega sambandslaus,“ segir Valmundur. „Þeir sem eru sambandslausir í þessum málum eru náttúrulega arfavitlausir og brjálaðir, því það sem styttir mönnum stundir í löngum túrum er að geta horft á sjónvarp. Ég tala nú ekki um núna þegar Evrópukeppnin í fótbolta er í gangi.“ Menn hafi kannski sofnað á verðinum Valmundur segir RÚV bera fyrir sig að útsendingarnar séu ekki lögbundin skylda. Það fellst Sjómannasambandið ekki á. Þá gefur Valmundur lítið fyrir þau rök að þjónustan sé dýr og þjóni mjög fáum. Um 1500 sjómenn, sem sannarlega borgi sinn nefskatt, nái nú ekki útsendingum. Inntur eftir því hvort þeir sem geri skipin út beri ekki einnig ábyrgð á því að koma upp viðeigandi búnaði viðurkennir Valmundur að svo sé. „Kannski hafa menn sofið á verðinum, ég skal alveg viðurkenna það. Ég áttaði mig ekki á þessu. Það hefur áður verið settur fyrirvari, þegar menn ætluðu að hætta þessu áður, en það er ekki núna.“ En hreyfing er nú komin á málið. Eftir að Valmundur vakti athygli á stöðunni á Facebook í gær höfðu ráðherrar samband við hann. „Það er mikill vilji til þess að leiðrétta þetta. Því stjórnmálamennirnir gerðu sér ekki grein fyrir því að þetta væri horfið. Þannig að það er verið að vinna í því að koma þessum tengingum aftur á í gegnum gervihnött með utsendingum RÚV og ég ætla að vona að þetta verði komið næstu daga,“ segir Valmundur. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menningarmála sem RÚV heyrir undir, hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að gildistöku breytinganna verði frestað til áramóta þar til fyrir liggur hvaða fiskiskip eigi eftir að innleiða nýja tækni, samkvæmt svari aðstoðarmanns hennar við fyrirspurn fréttastofu. Ekki náðist í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra við vinnslu fréttarinnar.
Ríkisútvarpið Sjávarútvegur Fjölmiðlar Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira