Í dag var það opinberað að Norðmenn senda 109 keppendur til leiks á leikunum auk þess sem þrettán til viðbótar keppa á Ólympíumóti fatlaðra.
Þetta er talsverð aukning frá því á leikunum í Tókýó 2021 þegar 94 Norðmenn tóku þátt.
Þetta er líka stærsti Ólympíuhópur í 52 ár eða síðan á Ólympíuleikunum í München árið 1972.
Bæði karla og kvennalandslið Norðmanna í handbolta eru með á leikunum og þá munu Norðmenn senda 25 manns til keppni í frjálsum íþróttum.
Fimmtán kepptu fyrir Norðmenn í frjálsum íþróttum á síðustu leikum en þeir hafa aldrei verið með fleiri en nú. Mest voru þeir áður 21 á leikunum í Stokkhólmi árið 1912.
Norðmenn eiga líka marga öfluga keppendur í frjálsum sem eru líklegir til að keppa um verðlaun eins og þeir Karsten Warholm og Jakob Ingebrigtsen.
Siste OL-uttak er gjort, tyder på at ingen utøvere som eventuelt blir kvalifisert om folk trekker seg blir tatt ut.
— Friidrett1 (@Friidrett1) July 3, 2024
25 friidrettsutøvere er tatt ut, 🇳🇴deltakerrekord er 21 utøvere i Stockholm🇸🇪i 1912. https://t.co/np7BdBRkmA