„Ég kæmi ekki inn í þetta lið nema með það hugarfar að vinna báða titlana“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júlí 2024 11:00 Hilmar Smári er leikstjórnandi og landsliðsmaður sem lék í Þýskalandi á síðasta tímabili. vísir / einar Hilmar Smári Henningsson mun leika með Stjörnunni í Subway-deild karla á næsta tímabili. Hann er spenntur fyrir vetrinum og telur að Stjarnan geti unnið alla titla sem í boði eru. Stjarnan tilkynnti um vistaskipti Hilmars til félagsins í gærkvöldi en hann spilaði í Þýskalandi í vetur með Eisbaren Bremerhaven. Hilmar Smári þekkir vel til hjá Stjörnunni en hann spilaði með liðinu tímabilið 2021-22. Hilmar lék síðast með uppeldisfélagið Haukum hér á landi á þar síðasta tímabili. Það tímabil var hann einn besti leikmaður deildarinnar. „Ég lenti í meiðslum síðasta tímabil sem ýttu undir að það væri sniðugt fyrir mig að koma heim, allavega í eitt tímabil. Baldur setti fyrir mér skemmtilegt verkefni, með frábæran hóp í kringum mig og lið sem mun gera mig betri, verkefni sem ég var til í að taka þátt í og er gríðarlega spenntur.“ Fór í aðgerð í mars Hlynur meiddist á hægri hönd fyrr í vetur, skothönd sem býr yfir mikilli mýkt en gengst nú undir stífa endurhæfingu. „Ég fór í hana [aðgerðina] í mars, það var verið að laga alls konar hluti. Liðbandið, sinina og allt svona, er búinn að vera í stífri endurhæfingu og sjúkraþjálfun hjá landsliðssjúkraþjálfaranum Valdimari [Halldórssyni].“ Annar landsliðsmaðurinn sem snýr sér til Stjörnunnar Ljóst er að Hilmar styrkir liðið mikið en félagið samdi einnig á dögunum við Orra Gunnarsson sem snýr aftur heim frá Austurríki þar sem hann lék á síðasta tímabili. Baldur Þór Ragnarsson tekur við liðinu af Arnari Guðjónssyni og mun hann stýra liðinu í Subway-deildinni. „Ég kæmi ekki inn í þetta lið nema með það hugarfar að vinna báða titlana. Ég veit ekki hvaða leikmaður myndi setja sér markmið um að lenda í fjórða sæti, ég set markið á 1. sæti, taka bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn.“ Uppeldisfélagið vildi fá hann Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndi uppeldisfélag hans, Haukar, að fá leikmanninn í sínar raðir og buðu væna summu. „Ég ákvað bara mjög snemma í ferlinu að taka ákvörðun gagnvart því hvaða leikmenn væru í kringum mig. Hvaða leikmönnum ég væri að mæta með á æfingar á hverjum degi, horfa fram á það að þetta væri rétt skref fyrir ferilinn, mæta á æfingar með leikmönnum sem gera mig betri á hverjum einasta degi. Í rauninni bara taldi ég Stjörnuna hafa besta hópinn fyrir það og Baldur er að leggja upp verkefni og tímabil sem ég vildi ólmur taka þátt í.“ Hilmar spilaði áður með Stjörnunni en fór frá félaginu 2022.En er uppalinn hjá Haukum. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum fyrir ofan. Stefán Árni Pálsson tók Hilmar tali. Subway-deild karla Stjarnan Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Hilmar Smári semur við Stjörnuna Stjörnuliðið er til alls líklegt í Subway deild karla í körfubolta á næsta tímabil en Stjarnan sagði frá frábærum liðstyrk í kvöld. 1. júlí 2024 20:45 Landsliðsmaður snýr heim úr atvinnumennsku og semur við Stjörnuna Orri Gunnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar. 14. júní 2024 19:41 Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira
Stjarnan tilkynnti um vistaskipti Hilmars til félagsins í gærkvöldi en hann spilaði í Þýskalandi í vetur með Eisbaren Bremerhaven. Hilmar Smári þekkir vel til hjá Stjörnunni en hann spilaði með liðinu tímabilið 2021-22. Hilmar lék síðast með uppeldisfélagið Haukum hér á landi á þar síðasta tímabili. Það tímabil var hann einn besti leikmaður deildarinnar. „Ég lenti í meiðslum síðasta tímabil sem ýttu undir að það væri sniðugt fyrir mig að koma heim, allavega í eitt tímabil. Baldur setti fyrir mér skemmtilegt verkefni, með frábæran hóp í kringum mig og lið sem mun gera mig betri, verkefni sem ég var til í að taka þátt í og er gríðarlega spenntur.“ Fór í aðgerð í mars Hlynur meiddist á hægri hönd fyrr í vetur, skothönd sem býr yfir mikilli mýkt en gengst nú undir stífa endurhæfingu. „Ég fór í hana [aðgerðina] í mars, það var verið að laga alls konar hluti. Liðbandið, sinina og allt svona, er búinn að vera í stífri endurhæfingu og sjúkraþjálfun hjá landsliðssjúkraþjálfaranum Valdimari [Halldórssyni].“ Annar landsliðsmaðurinn sem snýr sér til Stjörnunnar Ljóst er að Hilmar styrkir liðið mikið en félagið samdi einnig á dögunum við Orra Gunnarsson sem snýr aftur heim frá Austurríki þar sem hann lék á síðasta tímabili. Baldur Þór Ragnarsson tekur við liðinu af Arnari Guðjónssyni og mun hann stýra liðinu í Subway-deildinni. „Ég kæmi ekki inn í þetta lið nema með það hugarfar að vinna báða titlana. Ég veit ekki hvaða leikmaður myndi setja sér markmið um að lenda í fjórða sæti, ég set markið á 1. sæti, taka bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn.“ Uppeldisfélagið vildi fá hann Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndi uppeldisfélag hans, Haukar, að fá leikmanninn í sínar raðir og buðu væna summu. „Ég ákvað bara mjög snemma í ferlinu að taka ákvörðun gagnvart því hvaða leikmenn væru í kringum mig. Hvaða leikmönnum ég væri að mæta með á æfingar á hverjum degi, horfa fram á það að þetta væri rétt skref fyrir ferilinn, mæta á æfingar með leikmönnum sem gera mig betri á hverjum einasta degi. Í rauninni bara taldi ég Stjörnuna hafa besta hópinn fyrir það og Baldur er að leggja upp verkefni og tímabil sem ég vildi ólmur taka þátt í.“ Hilmar spilaði áður með Stjörnunni en fór frá félaginu 2022.En er uppalinn hjá Haukum. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum fyrir ofan. Stefán Árni Pálsson tók Hilmar tali.
Subway-deild karla Stjarnan Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Hilmar Smári semur við Stjörnuna Stjörnuliðið er til alls líklegt í Subway deild karla í körfubolta á næsta tímabil en Stjarnan sagði frá frábærum liðstyrk í kvöld. 1. júlí 2024 20:45 Landsliðsmaður snýr heim úr atvinnumennsku og semur við Stjörnuna Orri Gunnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar. 14. júní 2024 19:41 Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira
Hilmar Smári semur við Stjörnuna Stjörnuliðið er til alls líklegt í Subway deild karla í körfubolta á næsta tímabil en Stjarnan sagði frá frábærum liðstyrk í kvöld. 1. júlí 2024 20:45
Landsliðsmaður snýr heim úr atvinnumennsku og semur við Stjörnuna Orri Gunnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar. 14. júní 2024 19:41
Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47