„Væri að ljúga ef ég myndi ekki viðurkenna að það var mikið stress“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júlí 2024 20:45 Jóhannes Karl Sigursteinsson (t.v.) stýrði Stjörnunni í fyrsta sinn í kvöld. Vísir/Diego Jóhannes Karl Sigursteinsson stýrði Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í fyrsta sinn í kvöld. Niðurstaðan varð 1-0 sigur gegn Keflavík og fjögurra leikja taphrina liðsins því loks á enda í hans fyrsta leik. „Sem betur fer. Leikmenn brugðust við og þær mættu klárar í þetta,“ sagði Jóhannes í leikslok. „Þetta var erfiður leikur á móti fínu Keflavíkurliði og allt í járnum. Þannig það var bara mjög sterkt að ná að sigla þessu heim og taka þrjú stig.“ Fyrir leik talaði Jóhannes um að Stjörnuliðið þyrfti að ná að stoppa í götin varnarlega til að snúa slæmu gengi við. Það tókst heldur betur í kvöld og Stjarnan hélt hreinu í fyrsta skipti í sumar. „Þetta skiptir klárlega máli. Það gefur liðinu sjálfstraust að halda hreinu og það var kominn tími á það. Það var líka bara gott að þola þessa pressu sem kom á okkur. Við kláruðum það og leikmenn seldu sig dýrt. Það var verið að henda sér fyrir bolta og ef leikmenn vilja þetta þá uppskera þeir.“ Hann hrósaði Önnu Marú Baldursdóttur, fyrirliða liðsins, fyrir sinn þátt í varnarleiknum. „Það skiptir sköpum að hafa svona leikmenn. Anna María var frábær í dag og til í að leiða með góðu fordæmi og það er það sem góðir fyrirliðar gera.“ Hann viðurkennir þó að pressan sem Keflvíkingar settu á Stjörnuliðið undir lok leiks hafi náð til hans. „Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki viðurkenna það að það var mikið stress. En heilt yfir var ég búinn að vera mjög ánægður með okkar spilamennsku. Mér fannst við stýra leiknum vel og við búum til okkar færi líka.“ „En Keflavík var alltaf inni í leiknum og alltaf að ógna. Þessar síðustu fimmtán mínútur fannst mér algjör óþarfi, að við værum að falla svona djúpt. Fyrir mitt hjarta á bekknum hefði ég viljað halda okkur aðeins ofar.“ Stjarnan mætir Tindastóli í næstu umferð og segir Jóhannes þar strax vera annað tækifæri til að taka þrjú stig. „Það er bara næsta skref. Stólarnir spiluðu frábærlega þegar þeir mættu hingað á Stjörnuvöllinn fyrr í sumar þannig ég held að það verði bara hörkuleikur,“ sagði Jóhannes að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 1-0 | Sigur í fyrsta leik nýja þjálfarans Stjarnan vann mikilvægan og langþráðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóhannesar Karls Sigursteinssonar. 2. júlí 2024 17:31 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Sjá meira
„Sem betur fer. Leikmenn brugðust við og þær mættu klárar í þetta,“ sagði Jóhannes í leikslok. „Þetta var erfiður leikur á móti fínu Keflavíkurliði og allt í járnum. Þannig það var bara mjög sterkt að ná að sigla þessu heim og taka þrjú stig.“ Fyrir leik talaði Jóhannes um að Stjörnuliðið þyrfti að ná að stoppa í götin varnarlega til að snúa slæmu gengi við. Það tókst heldur betur í kvöld og Stjarnan hélt hreinu í fyrsta skipti í sumar. „Þetta skiptir klárlega máli. Það gefur liðinu sjálfstraust að halda hreinu og það var kominn tími á það. Það var líka bara gott að þola þessa pressu sem kom á okkur. Við kláruðum það og leikmenn seldu sig dýrt. Það var verið að henda sér fyrir bolta og ef leikmenn vilja þetta þá uppskera þeir.“ Hann hrósaði Önnu Marú Baldursdóttur, fyrirliða liðsins, fyrir sinn þátt í varnarleiknum. „Það skiptir sköpum að hafa svona leikmenn. Anna María var frábær í dag og til í að leiða með góðu fordæmi og það er það sem góðir fyrirliðar gera.“ Hann viðurkennir þó að pressan sem Keflvíkingar settu á Stjörnuliðið undir lok leiks hafi náð til hans. „Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki viðurkenna það að það var mikið stress. En heilt yfir var ég búinn að vera mjög ánægður með okkar spilamennsku. Mér fannst við stýra leiknum vel og við búum til okkar færi líka.“ „En Keflavík var alltaf inni í leiknum og alltaf að ógna. Þessar síðustu fimmtán mínútur fannst mér algjör óþarfi, að við værum að falla svona djúpt. Fyrir mitt hjarta á bekknum hefði ég viljað halda okkur aðeins ofar.“ Stjarnan mætir Tindastóli í næstu umferð og segir Jóhannes þar strax vera annað tækifæri til að taka þrjú stig. „Það er bara næsta skref. Stólarnir spiluðu frábærlega þegar þeir mættu hingað á Stjörnuvöllinn fyrr í sumar þannig ég held að það verði bara hörkuleikur,“ sagði Jóhannes að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 1-0 | Sigur í fyrsta leik nýja þjálfarans Stjarnan vann mikilvægan og langþráðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóhannesar Karls Sigursteinssonar. 2. júlí 2024 17:31 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 1-0 | Sigur í fyrsta leik nýja þjálfarans Stjarnan vann mikilvægan og langþráðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóhannesar Karls Sigursteinssonar. 2. júlí 2024 17:31