Moldrík og virðist ætla að umturna kvennafótbolta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2024 12:01 Michele Kang og Trinity Rodman, ein af stjörnum Washington Spirit. Ira L. Black/Getty Images Viðskiptakonan Michele Kang er gríðarlegur íþróttaunnandi og hafa fjárfestingar hennar vakið gríðarlega athygli. Hún á nú lið Washington Spirit í Bandaríkjunum, London City Lionesses í Englandi og er í þann mund að eignast meirihluta í stórliði Lyon í Frakklandi. Það vakti gríðarlega athygli þegar Washington Spirit tilkynnti að Spánverjinn Jonatan Giráldez yrði næsti þjálfari liðsins. Giráldez var þá enn þjálfari Barcelona, besta liðs Evrópu. Hann stýrði liðinu svo til sigurs í öllum keppnum á nýafstaðinni leiktíð áður en hann hélt til Bandaríkjanna á dögunum. .@WashSpirit head coach Jonatan Giráldez tells @rogbennett what he and Michele Kang said to each other at the end of last season's Champions League final between his Barcelona side and Kang's Lyon 🏆😂🎧A SPECIAL episode of The Women's Game with Jonatan Giráldez is out now pic.twitter.com/2AJfjsKnah— The Women's Game (@WomensGameMIB) July 1, 2024 Þar var hann tilkynntur sem nýr þjálfari Spirit sem er í miðri deildarkeppni. Liðið situr um þessar mundir í 3. sæti NWSL-deildarinnar með 31 stig, fjórum stigum minna en toppliðin Kansas City Current og Orlando Pride. Kang var þó ekki viðstödd þegar Giráldez var kynntur til leiks sem nýr þjálfari Spirit því hún var stödd í Lundúnum þar sem enska B-deildarliðið London City Lionesses var að tilkynna nýjan þjálfara og nýjan stjörnuleikmann. Kang er tiltölulega nýbúin að festa kaup á Ljónynjunum frá Lundúnum og það tók hana ekki langan tíma að sýna fram á að hún ætlar sér stóra hluti. Jocelyn Prêcheur, maðurinn sem kom París Saint-Germain alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, er nýr þjálfari liðsins og hin sænska Kosovare Asllani er nýr stjörnuleikmaður liðsins. Kosovare Asllani og Jocelyn Prêcheur.London City Lionesses Þessi 34 ára gamli framherji hefur spilað með liðum á borð við PSG, Manchester City, Real Madríd og AC Milan. Þegar hún spilaði með Real spilaði hún meðal annars gegn Breiðabliki í Meistaradeild Evrópu en Asllani ber Real þó ekki vel söguna. Ekki nóg með það heldur tilkynnti hin 64 ára gamla Kang á fundinum að hún hefði keypt æfingasvæði félagsins og ráðið teymi til að umturna því svo það líkist æfingasvæðum Spirit og Lyon. Bæði hvað varðar bæði á grasinu sjálfu og svo hvað varðar aðstöðu. Hvað viðskiptakonuna Kang varðar þá er hún góð í að gera hluti sem fólk segir henni að hún geti ekki gert. Í frétt The Athletic um nýtt eignarhald Ljónynjanna frá Lundúnum segir Kang einfaldlega að hún ætli sér ekki að skipta sér af leikstíl og fleira, hún ræður hins vegar fólk sem er fært í sínu fagi og það sér um slíka hluti. Very intrigued by Michele Kang and her investment for the first multi-club model in women’s footballLondon City Lionesses, the smallest acquisition, will have a training ground designed by architects that built Spurs’ & groundbreaking research projects https://t.co/EdNu1REt4R— Katie Whyatt (@KatieWhyatt) July 1, 2024 Með eignarhaldi sínu á Spirit, Lyon og Ljónynjunum er Kang fyrsti aðilinn til að vera reka fjöldafélagamódel í kvennaboltanum. Slíkt þekkist í karlaboltanum þar sem til að mynda Red Bull samsteypan á fleiri en eitt lið og það sama á við um City Football Group sem á Manchester City og tólf önnur félög. Markmið hennar í Lundúnum er að koma liðinu upp í efstu deild og vinna hana. Gangi það upp þá hefur hún gjörbreytt landslagi kvennaknattspyrnunnar. Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Littler í úrslit annað árið í röð Sport Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Körfubolti Fleiri fréttir Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Sjá meira
Það vakti gríðarlega athygli þegar Washington Spirit tilkynnti að Spánverjinn Jonatan Giráldez yrði næsti þjálfari liðsins. Giráldez var þá enn þjálfari Barcelona, besta liðs Evrópu. Hann stýrði liðinu svo til sigurs í öllum keppnum á nýafstaðinni leiktíð áður en hann hélt til Bandaríkjanna á dögunum. .@WashSpirit head coach Jonatan Giráldez tells @rogbennett what he and Michele Kang said to each other at the end of last season's Champions League final between his Barcelona side and Kang's Lyon 🏆😂🎧A SPECIAL episode of The Women's Game with Jonatan Giráldez is out now pic.twitter.com/2AJfjsKnah— The Women's Game (@WomensGameMIB) July 1, 2024 Þar var hann tilkynntur sem nýr þjálfari Spirit sem er í miðri deildarkeppni. Liðið situr um þessar mundir í 3. sæti NWSL-deildarinnar með 31 stig, fjórum stigum minna en toppliðin Kansas City Current og Orlando Pride. Kang var þó ekki viðstödd þegar Giráldez var kynntur til leiks sem nýr þjálfari Spirit því hún var stödd í Lundúnum þar sem enska B-deildarliðið London City Lionesses var að tilkynna nýjan þjálfara og nýjan stjörnuleikmann. Kang er tiltölulega nýbúin að festa kaup á Ljónynjunum frá Lundúnum og það tók hana ekki langan tíma að sýna fram á að hún ætlar sér stóra hluti. Jocelyn Prêcheur, maðurinn sem kom París Saint-Germain alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, er nýr þjálfari liðsins og hin sænska Kosovare Asllani er nýr stjörnuleikmaður liðsins. Kosovare Asllani og Jocelyn Prêcheur.London City Lionesses Þessi 34 ára gamli framherji hefur spilað með liðum á borð við PSG, Manchester City, Real Madríd og AC Milan. Þegar hún spilaði með Real spilaði hún meðal annars gegn Breiðabliki í Meistaradeild Evrópu en Asllani ber Real þó ekki vel söguna. Ekki nóg með það heldur tilkynnti hin 64 ára gamla Kang á fundinum að hún hefði keypt æfingasvæði félagsins og ráðið teymi til að umturna því svo það líkist æfingasvæðum Spirit og Lyon. Bæði hvað varðar bæði á grasinu sjálfu og svo hvað varðar aðstöðu. Hvað viðskiptakonuna Kang varðar þá er hún góð í að gera hluti sem fólk segir henni að hún geti ekki gert. Í frétt The Athletic um nýtt eignarhald Ljónynjanna frá Lundúnum segir Kang einfaldlega að hún ætli sér ekki að skipta sér af leikstíl og fleira, hún ræður hins vegar fólk sem er fært í sínu fagi og það sér um slíka hluti. Very intrigued by Michele Kang and her investment for the first multi-club model in women’s footballLondon City Lionesses, the smallest acquisition, will have a training ground designed by architects that built Spurs’ & groundbreaking research projects https://t.co/EdNu1REt4R— Katie Whyatt (@KatieWhyatt) July 1, 2024 Með eignarhaldi sínu á Spirit, Lyon og Ljónynjunum er Kang fyrsti aðilinn til að vera reka fjöldafélagamódel í kvennaboltanum. Slíkt þekkist í karlaboltanum þar sem til að mynda Red Bull samsteypan á fleiri en eitt lið og það sama á við um City Football Group sem á Manchester City og tólf önnur félög. Markmið hennar í Lundúnum er að koma liðinu upp í efstu deild og vinna hana. Gangi það upp þá hefur hún gjörbreytt landslagi kvennaknattspyrnunnar.
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Littler í úrslit annað árið í röð Sport Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Körfubolti Fleiri fréttir Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Sjá meira