McLaren vill að Verstappen verði refsað: Allur heimurinn veit hver er sá seki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2024 20:30 Max Verstappen er ríkjandi heimsmeistari og með yfirburðarforystu í keppninni í ár. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Lando Norris náði ekki að klára austurríska kappaksturinn um helgina og liðið hans McLaren er mjög ósátt með þátt heimsmeistarans Max Verstappen í því. Norris varð að hætta keppni undir lok kappakstursins eftir að Verstappen keyrði á hann í mikilli baráttu um sigurinn. Þetta hafði mikil áhrif á báða því Norris var úr leik og Verstappen missti af sæti á verðlaunapallinum. Verstappen þarf reyndar ekki að hafa miklar áhyggjur í keppninni um heimsmeistaratitilinn enda með yfirburðarforystu. Norris hefur samt verið að ógna yfirburðum Verstappen í síðustu keppnum og það var mikil stríð á milli þeirra í brautinni í gær. Norris og Verstappen börðumst um forystuna í tólf hringi þar sem Norris reyndi hvað eftir annað komast fram úr. Þeir rákust á endanum saman á 64. hring af 71. Bíll Norris var mun meira skemmdur og óökufær en Verstappen náði að klára fimmti. "The entire world knows who is responsible" McLaren Team Principal Andrea Stella weighs in on the Verstappen/Norris clash #F1 #AustrianGP https://t.co/Jy0pSV0gek— Formula 1 (@F1) July 1, 2024 Verstappen fékk tíu sekúndna refsingu vegna atviksins en það breytti þó ekki neinu um sætaröðina hjá honum. Andrea Stella, yfirmaður McLaren, hvetur FIA til að refsa Max Verstappen frekar vegna árekstursins og hversu glannalega hann kemst upp með að keyra í keppnum. Guardian segir frá. „Allur heimurinn veit hver er sá seki. Reglunum var ekki fylgt. Það hefði verið nóg að gefa Max viðvörun, svart og hvítt flagg, ekki gera þetta aftur. Þetta mál ætti að vera tækifæri til að herða tökin og fylgja betur þeim reglum sem eru í gildi,“ sagði Andrea Stella. Yet again, Andrea Stella is talking lots of sense. The key aspect for me is that we need proper enforcement of the regs. By allowing Verstappen to get away with so much in 2021 (and before) the @fia emboldened him. A line needs to be drawn. #F1 https://t.co/sZ8BPYXXXh— Rob Myers (@RobLMyers) July 1, 2024 Norris sjálfur sakaði Verstappen um að keyra gáleysislega og af örvæntingu. Stella rifjaði líka upp keppnina á milli Lewis Hamilton og Verstappen árið 2021 þegar þeim lenti ítrekað saman. „Við viljum ekki sjá annað 2021 mál. Það var ekki gott fyrir F1, var kannski skemmtun en ekki af góðri ástæðu. Ef þú tekur ekki á þessu í byrjun keppninnar þá finnst mönnum þetta óréttlátt og þá fara menn að ganga of langt,“ sagði Stella. Andrea Stella wasn't holding back on the incident between Verstappen and Norris: pic.twitter.com/jIrnJEr4FF— The Race (@wearetherace) June 30, 2024 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Norris varð að hætta keppni undir lok kappakstursins eftir að Verstappen keyrði á hann í mikilli baráttu um sigurinn. Þetta hafði mikil áhrif á báða því Norris var úr leik og Verstappen missti af sæti á verðlaunapallinum. Verstappen þarf reyndar ekki að hafa miklar áhyggjur í keppninni um heimsmeistaratitilinn enda með yfirburðarforystu. Norris hefur samt verið að ógna yfirburðum Verstappen í síðustu keppnum og það var mikil stríð á milli þeirra í brautinni í gær. Norris og Verstappen börðumst um forystuna í tólf hringi þar sem Norris reyndi hvað eftir annað komast fram úr. Þeir rákust á endanum saman á 64. hring af 71. Bíll Norris var mun meira skemmdur og óökufær en Verstappen náði að klára fimmti. "The entire world knows who is responsible" McLaren Team Principal Andrea Stella weighs in on the Verstappen/Norris clash #F1 #AustrianGP https://t.co/Jy0pSV0gek— Formula 1 (@F1) July 1, 2024 Verstappen fékk tíu sekúndna refsingu vegna atviksins en það breytti þó ekki neinu um sætaröðina hjá honum. Andrea Stella, yfirmaður McLaren, hvetur FIA til að refsa Max Verstappen frekar vegna árekstursins og hversu glannalega hann kemst upp með að keyra í keppnum. Guardian segir frá. „Allur heimurinn veit hver er sá seki. Reglunum var ekki fylgt. Það hefði verið nóg að gefa Max viðvörun, svart og hvítt flagg, ekki gera þetta aftur. Þetta mál ætti að vera tækifæri til að herða tökin og fylgja betur þeim reglum sem eru í gildi,“ sagði Andrea Stella. Yet again, Andrea Stella is talking lots of sense. The key aspect for me is that we need proper enforcement of the regs. By allowing Verstappen to get away with so much in 2021 (and before) the @fia emboldened him. A line needs to be drawn. #F1 https://t.co/sZ8BPYXXXh— Rob Myers (@RobLMyers) July 1, 2024 Norris sjálfur sakaði Verstappen um að keyra gáleysislega og af örvæntingu. Stella rifjaði líka upp keppnina á milli Lewis Hamilton og Verstappen árið 2021 þegar þeim lenti ítrekað saman. „Við viljum ekki sjá annað 2021 mál. Það var ekki gott fyrir F1, var kannski skemmtun en ekki af góðri ástæðu. Ef þú tekur ekki á þessu í byrjun keppninnar þá finnst mönnum þetta óréttlátt og þá fara menn að ganga of langt,“ sagði Stella. Andrea Stella wasn't holding back on the incident between Verstappen and Norris: pic.twitter.com/jIrnJEr4FF— The Race (@wearetherace) June 30, 2024
Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira