Keane um Mainoo: „Er að gera hluti sem tók mig tíu ár að læra“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 10:31 Kobbie Mainoo hefur tekist að heilla Roy Keane, eitthvað sem gerist ekki oft. Vísir/Getty Images Hinn írski Roy Keane, fyrrverandi miðvallarleikmaður Manchester United, hélt vart vatni yfir frammistöðu Kobbie Mainoo á miðri miðju Englands þegar liðið marði Slóvakíu í 16-liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu sem nú fer fram í Þýskalandi. England var hársbreidd frá því að falla úr leik á EM en þökk sé snilli Jude Bellingham tókst Englandi að komast í framlengingu þar sem Harry Kane gekk frá þreyttum Slóvökum. Það var hins var annar leikmaður sem vakti athygli Roy Keane en þessi geðþekki Íri er meðal þeirra sem fjallar um mótið ITV. Hinn 19 ára gamli Mainoo var einn af fáum ljósum punktum í liði Man United á leiktíðinni. Eftir að meiðast í upphafi leiktíðar kom hann inn af krafti og tryggði sér á endanum sæti í enska landsliðinu. Eftir dapra frammistöðu liðsins í riðlakeppninni ákvað Gareth Southgate, þjálfari liðsins, að setja Mainoo við hlið Declan Rice á miðri miðjunni gegn Slóvakíu. Þó svo að enska liðið hafi áfram spilað hægan og fyrirsjáanlegan fótbolta þá gat Keane ekki annað en hrósað Mainoo eftir leik. „Við sjáum hvað hann er að gera, ég spilaði í þessari stöðu en hann er að gera hluti sem tók mig tíu ár að læra,“ sagði Keane og hélt áfram. Roy Keane was full of praise for Kobbie Mainoo after his performance against Slovakia 👏 pic.twitter.com/f2JR5OgPoQ— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 1, 2024 „Hann hefur fengið góðan grunn hjá Man United. Þegar þú spilar fyrir Man Utd eru allir leikir stórleikir svo hann mun standast pressuna (sem fylgir því að spila með Englandi).“ England mætir Sviss í 8-liða úrslitum EM þann 6. júlí næstkomandi. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Hjólhestaspyrna Bellingham bjargaði Englendingum England tryggði sér í dag sæti í átta liða úrslitum EM með dramatískum 2-1 endurkomusigri gegn Slóvakíu í leik sem fór alla leið í framlengingu. 30. júní 2024 15:30 „Vorum að hugsa um að taka Bellingham út af“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að hann hafi verið að hugsa um að taka Jude Bellingham af velli stuttu áður en hann bjargaði enska liðinu með fallegri hjólhestaspyrnu. 30. júní 2024 20:01 Bellingham í hættu á að vera sektaður fyrir klámfengin fagnaðarlæti Jude Bellingham skoraði jöfnunarmark Englands gegn Slóvakíu með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma og fagnaði með klúrum hætti. 1. júlí 2024 09:00 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
England var hársbreidd frá því að falla úr leik á EM en þökk sé snilli Jude Bellingham tókst Englandi að komast í framlengingu þar sem Harry Kane gekk frá þreyttum Slóvökum. Það var hins var annar leikmaður sem vakti athygli Roy Keane en þessi geðþekki Íri er meðal þeirra sem fjallar um mótið ITV. Hinn 19 ára gamli Mainoo var einn af fáum ljósum punktum í liði Man United á leiktíðinni. Eftir að meiðast í upphafi leiktíðar kom hann inn af krafti og tryggði sér á endanum sæti í enska landsliðinu. Eftir dapra frammistöðu liðsins í riðlakeppninni ákvað Gareth Southgate, þjálfari liðsins, að setja Mainoo við hlið Declan Rice á miðri miðjunni gegn Slóvakíu. Þó svo að enska liðið hafi áfram spilað hægan og fyrirsjáanlegan fótbolta þá gat Keane ekki annað en hrósað Mainoo eftir leik. „Við sjáum hvað hann er að gera, ég spilaði í þessari stöðu en hann er að gera hluti sem tók mig tíu ár að læra,“ sagði Keane og hélt áfram. Roy Keane was full of praise for Kobbie Mainoo after his performance against Slovakia 👏 pic.twitter.com/f2JR5OgPoQ— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 1, 2024 „Hann hefur fengið góðan grunn hjá Man United. Þegar þú spilar fyrir Man Utd eru allir leikir stórleikir svo hann mun standast pressuna (sem fylgir því að spila með Englandi).“ England mætir Sviss í 8-liða úrslitum EM þann 6. júlí næstkomandi.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Hjólhestaspyrna Bellingham bjargaði Englendingum England tryggði sér í dag sæti í átta liða úrslitum EM með dramatískum 2-1 endurkomusigri gegn Slóvakíu í leik sem fór alla leið í framlengingu. 30. júní 2024 15:30 „Vorum að hugsa um að taka Bellingham út af“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að hann hafi verið að hugsa um að taka Jude Bellingham af velli stuttu áður en hann bjargaði enska liðinu með fallegri hjólhestaspyrnu. 30. júní 2024 20:01 Bellingham í hættu á að vera sektaður fyrir klámfengin fagnaðarlæti Jude Bellingham skoraði jöfnunarmark Englands gegn Slóvakíu með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma og fagnaði með klúrum hætti. 1. júlí 2024 09:00 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Hjólhestaspyrna Bellingham bjargaði Englendingum England tryggði sér í dag sæti í átta liða úrslitum EM með dramatískum 2-1 endurkomusigri gegn Slóvakíu í leik sem fór alla leið í framlengingu. 30. júní 2024 15:30
„Vorum að hugsa um að taka Bellingham út af“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að hann hafi verið að hugsa um að taka Jude Bellingham af velli stuttu áður en hann bjargaði enska liðinu með fallegri hjólhestaspyrnu. 30. júní 2024 20:01
Bellingham í hættu á að vera sektaður fyrir klámfengin fagnaðarlæti Jude Bellingham skoraði jöfnunarmark Englands gegn Slóvakíu með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma og fagnaði með klúrum hætti. 1. júlí 2024 09:00