Sögulegur dagur fyrir frönsku þjóðina að baki Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. júní 2024 23:37 Þúsundir Parísarbúa mótmæltu frönsku Þjóðfylkingunni á lýðveldistorginu í kvöld. AP Bandalag vinstri flokka og miðjuflokkar Macrons Frakklandsforseta hvetja kjósendur til að kjósa taktískt gegn öfgahægriflokknum frönsku Þjóðfylkingunni í seinni umferð þingkosninganna sem fer fram í næstu viku. Útlit er fyrir stórsigur Þjóðfylkingarinnar ef marka má fyrstu tölur eftir fyrri umferð kosninganna. Eins og fram hefur komið er öfgahægriflokkurinn franska Þjóðfylkinginn með öruggt forskot á hina flokkana samkvæmt getspá sem birt var fyrr í kvöld. Flokkurinn hefur aldrei mælst sterkari. Ef hann nær að fjölga þingmönnum úr 88 í 289 og mynda þannig hreinan meirihluta verður það í fyrsta skipti í sögu Frakklands sem öfgahægriflokkur sigrar þingkosningar. Bandalag vinstri flokka er með 28 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám og bandalag miðjuflokka er með rúm tuttugu prósent. Kjörsókn var að auki sögulega há, hátt í sjötíu prósent. Marine Le Pen formaður þjóðfylkingarinnar hrósaði sigri í ræðu sem hún flutti eftir að kjörstaðir lokuðu. Hún sagði frönsku þjóðina hafa sett þjóðfylkinguna í forystu og svo gott sem þurrkað út bandalag Macrons forseta. Fólk vilji greinilega snúa blaðinu við eftir sjö ár af svívirðilegri harðstjórn Macrons. Eftir að tölur kvöldsins voru birtar kallaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti eftir að breitt bandalag miðju- og vinstriflokka yrði myndað til að sporna gegn sigri þjóðfylkingarinnar í seinni umferð kosninganna næstu helgi. Forystufólk í flokkum miðju- og vinstribandalaganna hefur tekið undir ákall hans. Macron rauf þingið skyndilega og boðaði til kosninganna fyrr í mánuðinum eftir að hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í Evrópuþingskosningunum. Ljóst er að þetta útspil Macrons skilaði honum ekki góðum árangri. Breska ríkisútvarpið hefur haldið uppi fréttavakt um kosningarnar þar sem hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum og lesa ítarlega umfjöllun um atburði dagsins. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Ástæða til að hafa áhyggjur“ Franska þjóðfylkingin er stærsti flokkur Frakklands með 34 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám sem birtar voru fyrr í kvöld. Prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því að flokkur með blendna afstöðu til mannréttinda gæti náð völdum. 30. júní 2024 19:30 Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Eins og fram hefur komið er öfgahægriflokkurinn franska Þjóðfylkinginn með öruggt forskot á hina flokkana samkvæmt getspá sem birt var fyrr í kvöld. Flokkurinn hefur aldrei mælst sterkari. Ef hann nær að fjölga þingmönnum úr 88 í 289 og mynda þannig hreinan meirihluta verður það í fyrsta skipti í sögu Frakklands sem öfgahægriflokkur sigrar þingkosningar. Bandalag vinstri flokka er með 28 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám og bandalag miðjuflokka er með rúm tuttugu prósent. Kjörsókn var að auki sögulega há, hátt í sjötíu prósent. Marine Le Pen formaður þjóðfylkingarinnar hrósaði sigri í ræðu sem hún flutti eftir að kjörstaðir lokuðu. Hún sagði frönsku þjóðina hafa sett þjóðfylkinguna í forystu og svo gott sem þurrkað út bandalag Macrons forseta. Fólk vilji greinilega snúa blaðinu við eftir sjö ár af svívirðilegri harðstjórn Macrons. Eftir að tölur kvöldsins voru birtar kallaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti eftir að breitt bandalag miðju- og vinstriflokka yrði myndað til að sporna gegn sigri þjóðfylkingarinnar í seinni umferð kosninganna næstu helgi. Forystufólk í flokkum miðju- og vinstribandalaganna hefur tekið undir ákall hans. Macron rauf þingið skyndilega og boðaði til kosninganna fyrr í mánuðinum eftir að hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í Evrópuþingskosningunum. Ljóst er að þetta útspil Macrons skilaði honum ekki góðum árangri. Breska ríkisútvarpið hefur haldið uppi fréttavakt um kosningarnar þar sem hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum og lesa ítarlega umfjöllun um atburði dagsins.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Ástæða til að hafa áhyggjur“ Franska þjóðfylkingin er stærsti flokkur Frakklands með 34 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám sem birtar voru fyrr í kvöld. Prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því að flokkur með blendna afstöðu til mannréttinda gæti náð völdum. 30. júní 2024 19:30 Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
„Ástæða til að hafa áhyggjur“ Franska þjóðfylkingin er stærsti flokkur Frakklands með 34 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám sem birtar voru fyrr í kvöld. Prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því að flokkur með blendna afstöðu til mannréttinda gæti náð völdum. 30. júní 2024 19:30
Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09