„Fólk er einfaldlega hrætt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2024 13:51 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður, sem búsett er í París. Stöð 2/Egill Allt bendir til þess að þingkosningarnar sem nú eru hafnar í Frakklandi verði sögulegar, að sögn fyrrverandi þingmanns sem búsettur er í París. Hún kveðst aldrei hafa upplifað viðlíka spennu og ótta í frönsku samfélagi og nú, þar sem mikilla breytinga sé að vænta fari kosningarnar eins og kannanir bendi til. Í síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningar mældist Þjóðfylkingin, hægri-harðlínuflokkur Marine le Pen, með 36 prósenta fylgi. Bandalag vinstri flokka mældist með 29 prósenta fylgi og flokkur Emmanuels Macron forseta með 20 prósent. „Og þetta sýnir okkur að það er í vændum mjög líklega sögulegar niðurstöður í þingkosningum í Frakklandi,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður sem búsett er í París. Þetta séu gríðarleg tíðindi. Þjóðfylkingin mælist þarna í fyrsta sinn stærsti flokkurinn og væntanlegur stórsigur hennar hefði í för með sér miklar breytingar í frönsku samfélagi. „Til að mynda hafa þau boðað það að henda úr landi öllum þeim sem eru með tvískiptan ríkisborgararétt, það eru þrjár og hálf milljón manna, einnig hafa þau boðað það að skerða félagsleg réttindi fólks sem er erlendum uppruna, sem er þó að vinna hér og borga sína skatta og útsvar. Þetta þýðir líka að veðmál Macrons er ekki að ganga upp og hans staða veikist með þessu veðmáli sem hann tók.“ Aldrei upplifað aðra eins spennu Þá hefur áhugi Frakka á kosningunum sjaldan verið meiri. „Það eru sjö prósent fleiri sem eru búin að kjósa núna á hádegi í Frakklandi en fyrir tveimur árum síðan. Og það er gríðarlega stór tala,“ segir Rósa. Rósa segir að hver sem úrslitin verði muni frönsk stjórnmál áfram einkennast af mikilli spennu. Boðað hefur verið til mótmæla víða um land, fari kosningarnar eins og skoðanakannanir sýna. „Fólk er óttaslegið, fólk er einfaldlega hrætt. Ég hef ekki upplifað viðlíka spennu í frönsku samfélagi. Ég tók hluta af mínu háskólanámi hér, hef unnið hér og búið tvisvar sinnum og verið með annan fótinn í Frakklandi um áratugaskeið og ég hef ekki fundið fyrir viðlíka spennu.“ Kjörstaðir verða opnir til klukkan átta að frönskum tíma, sex að íslenskum tíma, í stærstu borgum í kvöld. Útgönguspár verða birtar um svipað leyti, sem ættu að gefa nokkuð skýra mynd af úrslitum kosninganna. Til að ná hreinum meirihluta þarf 289 þingsæti af 577 en lokaniðurstöður fást líklega ekki fyrr en að viku liðinni, eftir seinni umferð kosninganna 7. júlí. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar ganga að kjörborðinu Kosningar, sem gætu orðið sögulegar, eru hafnar í Frakklandi. Aldrei áður hefur flokkur lengst til hægri verið líklegri til þess að bera sigur úr býtum í kosningum þar í landi. 30. júní 2024 08:43 Útlitið svart hjá Macron fyrir kosningar á morgun Skoðanakannanir í Frakklandi benda allar til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi á morgun. 29. júní 2024 23:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Í síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningar mældist Þjóðfylkingin, hægri-harðlínuflokkur Marine le Pen, með 36 prósenta fylgi. Bandalag vinstri flokka mældist með 29 prósenta fylgi og flokkur Emmanuels Macron forseta með 20 prósent. „Og þetta sýnir okkur að það er í vændum mjög líklega sögulegar niðurstöður í þingkosningum í Frakklandi,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður sem búsett er í París. Þetta séu gríðarleg tíðindi. Þjóðfylkingin mælist þarna í fyrsta sinn stærsti flokkurinn og væntanlegur stórsigur hennar hefði í för með sér miklar breytingar í frönsku samfélagi. „Til að mynda hafa þau boðað það að henda úr landi öllum þeim sem eru með tvískiptan ríkisborgararétt, það eru þrjár og hálf milljón manna, einnig hafa þau boðað það að skerða félagsleg réttindi fólks sem er erlendum uppruna, sem er þó að vinna hér og borga sína skatta og útsvar. Þetta þýðir líka að veðmál Macrons er ekki að ganga upp og hans staða veikist með þessu veðmáli sem hann tók.“ Aldrei upplifað aðra eins spennu Þá hefur áhugi Frakka á kosningunum sjaldan verið meiri. „Það eru sjö prósent fleiri sem eru búin að kjósa núna á hádegi í Frakklandi en fyrir tveimur árum síðan. Og það er gríðarlega stór tala,“ segir Rósa. Rósa segir að hver sem úrslitin verði muni frönsk stjórnmál áfram einkennast af mikilli spennu. Boðað hefur verið til mótmæla víða um land, fari kosningarnar eins og skoðanakannanir sýna. „Fólk er óttaslegið, fólk er einfaldlega hrætt. Ég hef ekki upplifað viðlíka spennu í frönsku samfélagi. Ég tók hluta af mínu háskólanámi hér, hef unnið hér og búið tvisvar sinnum og verið með annan fótinn í Frakklandi um áratugaskeið og ég hef ekki fundið fyrir viðlíka spennu.“ Kjörstaðir verða opnir til klukkan átta að frönskum tíma, sex að íslenskum tíma, í stærstu borgum í kvöld. Útgönguspár verða birtar um svipað leyti, sem ættu að gefa nokkuð skýra mynd af úrslitum kosninganna. Til að ná hreinum meirihluta þarf 289 þingsæti af 577 en lokaniðurstöður fást líklega ekki fyrr en að viku liðinni, eftir seinni umferð kosninganna 7. júlí.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar ganga að kjörborðinu Kosningar, sem gætu orðið sögulegar, eru hafnar í Frakklandi. Aldrei áður hefur flokkur lengst til hægri verið líklegri til þess að bera sigur úr býtum í kosningum þar í landi. 30. júní 2024 08:43 Útlitið svart hjá Macron fyrir kosningar á morgun Skoðanakannanir í Frakklandi benda allar til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi á morgun. 29. júní 2024 23:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Frakkar ganga að kjörborðinu Kosningar, sem gætu orðið sögulegar, eru hafnar í Frakklandi. Aldrei áður hefur flokkur lengst til hægri verið líklegri til þess að bera sigur úr býtum í kosningum þar í landi. 30. júní 2024 08:43
Útlitið svart hjá Macron fyrir kosningar á morgun Skoðanakannanir í Frakklandi benda allar til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi á morgun. 29. júní 2024 23:45