Mögnuð reynsla og magnaður hópur Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2024 14:03 Frá vinstri: Magnea Hilmarsdóttir, Elísa Kristinsdóttir, Agnieszka Narkiewicz-Czurylo, Birna Björnsdóttir, Kath Howlet, Sara Friðgeirsdottir og Erna Héðinsdóttir. Sundhópurinn Hafmeyjurnar synti þvert yfir Ermarsundið í gær. Hópurinn, sem samanstendur af sjö konum um fimmtugt, kláraði sundið á rétt rúmum sautján klukkustundum. Einn sundkappanna segir allt hafa gengið eins og í sögu. Sundhópurinn Hafmeyjurnar lagði af stað frá Dover í Bretlandi klukkan fimm í gærmorgun á staðartíma. Sjósundkapparnir, sem allar sjö eru íslenskar konur, skiptust á að synda og komu í land við strönd Frakklands í gærkvöldi eftir sautján klukkustunda sund. Erna Héðinsdóttir, meðlimur Hafmeyjanna, segir sundið hafa gengið ótrúlega vel. Tilfinningin þegar sundinu var lokið hafi verið æðisleg. „Ótrúlega margt sem var með okkur og jafnvel umfram það sem við vonuðum og bjuggumst við. Þetta var bara mögnuð reynsla og magnaður hópur,“ segir Erna. Kath á fyrsta sundsprettnum eldsnemma um morguninn. Bongó um miðjan dag Engin úr hópnum hafði synt yfir Ermarsundið áður, en meðferðis í bátnum sem fylgdi þeim var Sigrún Geirsdóttir sem er eina íslenska konan sem synt hefur ein yfir Ermarsundið. Hún var þeim mikill liðsstyrkur. Þá voru veðurguðirnir með þeim í liði. „Við höfðum væntingar og við fengum meira. Við höfðum væntingar um gott veður, við fengum bongó um miðjan daginn. Það var rennisléttur sjór út á miðju Ermarsundi, sól og við sátum bara á bikiníum uppi á dekki í sólbaði. Það var svo margt sem fór langt umfram væntingarnar okkar,“ segir Erna. Erna að synda síðustu metrana í land í Frakklandi. Var nær dauða en lífi fyrir tuttugu árum Birna Björnsdóttir, ein meðlima hópsins, er nýorðin fimmtug og var sundið þreytt í tilefni af því. Fyrir tuttugu árum slasaðist Birna alvarlega í bílslysi og var hún þá nær dauða en lífi. Þrátt fyrir það áfall tókst henni að vinna upp styrk síðustu ár og loks synda yfir Ermarsundið. „Í dag erum við bara aðeins að ná okkur og ætlum saman út að borða í kvöld og leyfa okkur aðeins að fagna,“ segir Erna. Birna syndir inn í franska lögsögu í frábæru veðri um miðjan daginn. Sund Bretland Frakkland Sjósund Íslendingar erlendis Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Sjá meira
Sundhópurinn Hafmeyjurnar lagði af stað frá Dover í Bretlandi klukkan fimm í gærmorgun á staðartíma. Sjósundkapparnir, sem allar sjö eru íslenskar konur, skiptust á að synda og komu í land við strönd Frakklands í gærkvöldi eftir sautján klukkustunda sund. Erna Héðinsdóttir, meðlimur Hafmeyjanna, segir sundið hafa gengið ótrúlega vel. Tilfinningin þegar sundinu var lokið hafi verið æðisleg. „Ótrúlega margt sem var með okkur og jafnvel umfram það sem við vonuðum og bjuggumst við. Þetta var bara mögnuð reynsla og magnaður hópur,“ segir Erna. Kath á fyrsta sundsprettnum eldsnemma um morguninn. Bongó um miðjan dag Engin úr hópnum hafði synt yfir Ermarsundið áður, en meðferðis í bátnum sem fylgdi þeim var Sigrún Geirsdóttir sem er eina íslenska konan sem synt hefur ein yfir Ermarsundið. Hún var þeim mikill liðsstyrkur. Þá voru veðurguðirnir með þeim í liði. „Við höfðum væntingar og við fengum meira. Við höfðum væntingar um gott veður, við fengum bongó um miðjan daginn. Það var rennisléttur sjór út á miðju Ermarsundi, sól og við sátum bara á bikiníum uppi á dekki í sólbaði. Það var svo margt sem fór langt umfram væntingarnar okkar,“ segir Erna. Erna að synda síðustu metrana í land í Frakklandi. Var nær dauða en lífi fyrir tuttugu árum Birna Björnsdóttir, ein meðlima hópsins, er nýorðin fimmtug og var sundið þreytt í tilefni af því. Fyrir tuttugu árum slasaðist Birna alvarlega í bílslysi og var hún þá nær dauða en lífi. Þrátt fyrir það áfall tókst henni að vinna upp styrk síðustu ár og loks synda yfir Ermarsundið. „Í dag erum við bara aðeins að ná okkur og ætlum saman út að borða í kvöld og leyfa okkur aðeins að fagna,“ segir Erna. Birna syndir inn í franska lögsögu í frábæru veðri um miðjan daginn.
Sund Bretland Frakkland Sjósund Íslendingar erlendis Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Sjá meira