„Hann á að vera hér á Íslandi“ Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2024 19:24 Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Duchenne-samtakanna á Íslandi. Vísir/Viktor Freyr Fjölskylda palestínsks drengs með skæðan vöðvarýrnunarsjúkdóm segir heim hans hafa hrunið þegar honum var tilkynnt endanlega nýverið að fjölskyldunni yrði vísað úr landi. Hundruð sýndu samstöðu með fjölskyldunni á Austurvelli í dag en drengurinn dvelur nú á Barnaspítalanum. Fjöldi fólks var samankominn hér á Austurvelli í dag til að sýna Yazan og fjölskyldu samstöðu. Búið er að ákveða að vísa þeim öllum úr landi. Yazan er ellefu ára og með Duchenne-vöðvarýrunarsjúkdóminn. Fjölskyldan kom til Íslands fyrir ári en nú stendur til að vísa þeim úr landi til Spánar. Duchenne er ólæknandi og framsækinn. Smám saman rýrna allir meginvöðvar líkama Yazans. Þá slaknar verulega á hjartavöðvanum með tímanum. Á fundinum var þess krafist að fjölskyldan fengi að dvelja hér áfram. „Það er ómögulegt að útiloka að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hann, ferðalagið til Spánar. En hitt er öllu alvarlegra, að það sem bíður hans á Spáni er ekkert,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og mótmælandi. Sveinn Rúnar Hauksson læknir var meðal gesta fundarins.Vísir/Viktor Freyr „Hann á að vera hér á Íslandi, hér er honum best borgið. Það er ekki nokkur spurning. Allt annað flækir málin bara mjög mikið,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Duchenne-samtakanna á Íslandi. Stefán Már Gunnlaugsson er formaður Duchenne-samtakanna á ÍslandiVísir/Viktor Freyr „Mannúðin er ekki dáin í íslensku samfélagi þótt stjórnvöld virðist vissulega vera á þeirri vegferð,“ segir María Lilja Þrastardóttir. María Lilja Þrastardóttir vill að Yazan fái að halda áfram að búa hér á landi.Vísir/Viktor Freyr „Ég er að mótmæla hegðun stjórnvalda. Eins og var sagt hérna í ræðu áðan, stjórnvöld sem haga sér eins og skítseiði og sýna ekki mennsku. Þá ber manni að standa upp og láta í sér heyra,“ segir Björn Þráinn. Yazan sjálfur gat ekki sótt fundinn en hann liggur inni á Barnaspítala hringsins. Hann fékk þó að sjá hversu margir sýndu honum stuðning í gegnum myndsímtal. Yazan notast við hjólastól vegna veikinda sinna. Foreldrar hans voru djúpt snortnir yfir stuðningnum en þau segja heim Yazans hafa hrunið þegar hann frétti að ákvörðunin um brottvísun væri endanleg. „Þessir dagar eru mjög erfiðir því ekkert hefur verið staðfest enn varðandi ákvörðun stjórnvalda. Moshen Tamimi er faðir Yasans.Vísir/Viktor Freyr Svo við vitum ekki hvort allur þessi stuðningur og afstaða íslensku þjóðarinnar muni breyta ákvörðunum ríkisstjórnarinnar eða ekki svo við höfum enn áhyggjur,“ segir Moshen Tahimi, faðir Yazan. Palestína Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mál Yazans Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Fjöldi fólks var samankominn hér á Austurvelli í dag til að sýna Yazan og fjölskyldu samstöðu. Búið er að ákveða að vísa þeim öllum úr landi. Yazan er ellefu ára og með Duchenne-vöðvarýrunarsjúkdóminn. Fjölskyldan kom til Íslands fyrir ári en nú stendur til að vísa þeim úr landi til Spánar. Duchenne er ólæknandi og framsækinn. Smám saman rýrna allir meginvöðvar líkama Yazans. Þá slaknar verulega á hjartavöðvanum með tímanum. Á fundinum var þess krafist að fjölskyldan fengi að dvelja hér áfram. „Það er ómögulegt að útiloka að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hann, ferðalagið til Spánar. En hitt er öllu alvarlegra, að það sem bíður hans á Spáni er ekkert,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og mótmælandi. Sveinn Rúnar Hauksson læknir var meðal gesta fundarins.Vísir/Viktor Freyr „Hann á að vera hér á Íslandi, hér er honum best borgið. Það er ekki nokkur spurning. Allt annað flækir málin bara mjög mikið,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Duchenne-samtakanna á Íslandi. Stefán Már Gunnlaugsson er formaður Duchenne-samtakanna á ÍslandiVísir/Viktor Freyr „Mannúðin er ekki dáin í íslensku samfélagi þótt stjórnvöld virðist vissulega vera á þeirri vegferð,“ segir María Lilja Þrastardóttir. María Lilja Þrastardóttir vill að Yazan fái að halda áfram að búa hér á landi.Vísir/Viktor Freyr „Ég er að mótmæla hegðun stjórnvalda. Eins og var sagt hérna í ræðu áðan, stjórnvöld sem haga sér eins og skítseiði og sýna ekki mennsku. Þá ber manni að standa upp og láta í sér heyra,“ segir Björn Þráinn. Yazan sjálfur gat ekki sótt fundinn en hann liggur inni á Barnaspítala hringsins. Hann fékk þó að sjá hversu margir sýndu honum stuðning í gegnum myndsímtal. Yazan notast við hjólastól vegna veikinda sinna. Foreldrar hans voru djúpt snortnir yfir stuðningnum en þau segja heim Yazans hafa hrunið þegar hann frétti að ákvörðunin um brottvísun væri endanleg. „Þessir dagar eru mjög erfiðir því ekkert hefur verið staðfest enn varðandi ákvörðun stjórnvalda. Moshen Tamimi er faðir Yasans.Vísir/Viktor Freyr Svo við vitum ekki hvort allur þessi stuðningur og afstaða íslensku þjóðarinnar muni breyta ákvörðunum ríkisstjórnarinnar eða ekki svo við höfum enn áhyggjur,“ segir Moshen Tahimi, faðir Yazan.
Palestína Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mál Yazans Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira