Kolólöglegt og hættulegt brúnkulyf í tísku á samfélagsmiðlum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 23:12 Ragna Hlín húðlæknir er uggandi yfir því að ljósabekkir og ólöglega brúnkulyfið Melanotan séu í tísku. vísir/Getty Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir á húðlæknastöðinni, segir að ólöglegur brúnku-nefúði sem nú gengur kaupum og sölum á netinu og er mikið auglýstur á samfélagsmiðlum, sé hættulegur. Til að virkja lyfið þarf að fara í ljósabekk eða útsetja húðina fyrir sól. Ragna segir ljósabekki með eindæmum krabbameinsvaldandi og þykir miður að þeir séu nú í tísku. Ólöglega brúnkulyfið Melanotan er efni sem framleitt er á tilraunastofu, hálfgert hormón sem líkir eftir melanocyte-stimulating hormóni, sem örvar myndun melananíns eða litarefnis í húðinni sem gerir okkur brún. Ragna var viðmælandi Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta hefur verið til í fimmtán, tuttugu ár, en var ekkert sérstaklega trendy. Þetta er til bæði í sprautuformi og sem nefsprey sem núna hefur tröllriðið öllu,“ segir Ragna. Fjallað var um lyfið á Vísi fyrir fimm árum síðan. Þá sagðist íslensk kona sem hafði notað lyfið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sólarexem og bruna vera „skíthrædd“ við að nota lyfið. Henni leið skringilega og fékk alls konar nýja fæðingarbletti. Efnið kolólöglegt og hættulegt Ragna segir að lyfið sé kolólöglegt, og hættulegt. Alls konar aukaverkanir geti fylgt notkun lyfsins, og þær hættulegustu geti verið lífshættulegar. „Sko þetta er kallað barbí-lyfið af því að þetta eykur brúnku og minnkar matarlyst, fólki verður óglatt. Svo eykur þetta kynhvöt líka. Það eru mjög alvarlegar aukaverkanir sem geta fylgt líka,“ segir Ragna. Aukaverkanir geti verið nýrnabilun, vöðvaniðurbrot, áhrif á heilann, krampi, og heilabjúgur. „Svo geturðu fengið sortuæxli, sem er lífshættulegt húðkrabbamein. Það er það sem við fáum á okkar borð og höfum áhyggjur af,“ segir Ragna. Ragna segir þó að um sé að ræða smá „svona hænan og eggið dæmi,“ af því að týpurnar sem nota lyfið séu yfirleitt fólk sem annars fer mikið í ljósabekki, liggur lengi í sólinni og annað slíkt. Það sé einnig mjög óhollt fyrir húðina. Uggandi yfir því að ljósabekkir séu aftur í tísku Ragna segir að ljósabekkir séu stórhættulegir, og er uggandi yfir því að þeir séu komnir aftur í tísku. Hún segir að alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi nýlega sett ljósabekki í sama flokk og sígarettur, hlutirnir séu álíka krabbameinsvaldandi. „Ungt fólk er farið að stunda ljós kannski tvisvar, þrisvar í viku. En einn tími í ljósabekk eykur líkur á húðkrabbameini hundraðfalt,“ segir Ragna. Vilji fólk verða brúnt, mælir Ragna með brúnkukremi. „Brúnkukremin eru stórfín, þau eru langbesta brúnkuaðferðin.“ Krabbamein Reykjavík síðdegis Ljósabekkir Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Ólöglega brúnkulyfið Melanotan er efni sem framleitt er á tilraunastofu, hálfgert hormón sem líkir eftir melanocyte-stimulating hormóni, sem örvar myndun melananíns eða litarefnis í húðinni sem gerir okkur brún. Ragna var viðmælandi Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta hefur verið til í fimmtán, tuttugu ár, en var ekkert sérstaklega trendy. Þetta er til bæði í sprautuformi og sem nefsprey sem núna hefur tröllriðið öllu,“ segir Ragna. Fjallað var um lyfið á Vísi fyrir fimm árum síðan. Þá sagðist íslensk kona sem hafði notað lyfið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sólarexem og bruna vera „skíthrædd“ við að nota lyfið. Henni leið skringilega og fékk alls konar nýja fæðingarbletti. Efnið kolólöglegt og hættulegt Ragna segir að lyfið sé kolólöglegt, og hættulegt. Alls konar aukaverkanir geti fylgt notkun lyfsins, og þær hættulegustu geti verið lífshættulegar. „Sko þetta er kallað barbí-lyfið af því að þetta eykur brúnku og minnkar matarlyst, fólki verður óglatt. Svo eykur þetta kynhvöt líka. Það eru mjög alvarlegar aukaverkanir sem geta fylgt líka,“ segir Ragna. Aukaverkanir geti verið nýrnabilun, vöðvaniðurbrot, áhrif á heilann, krampi, og heilabjúgur. „Svo geturðu fengið sortuæxli, sem er lífshættulegt húðkrabbamein. Það er það sem við fáum á okkar borð og höfum áhyggjur af,“ segir Ragna. Ragna segir þó að um sé að ræða smá „svona hænan og eggið dæmi,“ af því að týpurnar sem nota lyfið séu yfirleitt fólk sem annars fer mikið í ljósabekki, liggur lengi í sólinni og annað slíkt. Það sé einnig mjög óhollt fyrir húðina. Uggandi yfir því að ljósabekkir séu aftur í tísku Ragna segir að ljósabekkir séu stórhættulegir, og er uggandi yfir því að þeir séu komnir aftur í tísku. Hún segir að alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi nýlega sett ljósabekki í sama flokk og sígarettur, hlutirnir séu álíka krabbameinsvaldandi. „Ungt fólk er farið að stunda ljós kannski tvisvar, þrisvar í viku. En einn tími í ljósabekk eykur líkur á húðkrabbameini hundraðfalt,“ segir Ragna. Vilji fólk verða brúnt, mælir Ragna með brúnkukremi. „Brúnkukremin eru stórfín, þau eru langbesta brúnkuaðferðin.“
Krabbamein Reykjavík síðdegis Ljósabekkir Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira