„Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2024 13:18 Joe Biden Bandaríkjaforseti að loknum kappræðum hans og Donalds Trump í nótt. AP/Gerald Herbert Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. Biden og Trump fóru um víðan völl í kappræðunum í nótt. Þeir tókust á um fóstureyðingar innflytjendamál. efnahagsmál og áttu í orðaskaki um forgjafir sínar í golfi, eins og sjá má í myndbandið AP-fréttaveitunnar hér fyrir neðan. Þá var Biden spurður út í viðbrögð sín við Covid faraldrinum og átti afar erfitt með að halda þræði í svari sínu. Hann klykkti út með því að segja að Demókratar hefðu loks unnið bug á Medicare, heilbrigðiskerfi sem þeir komu sjálfir á laggirnar. Hann er talinn hafa ruglast; ætlaði sennilega að segja Covid. Þennan hluta kappræðanna má horfa á í myndbandinu hér fyrir neðan, einnig fengið frá AP. „Það er samdóma álit allra að Biden hafi dottið á andlitið í þessum kappræðum. Allavega til að byrja með, hann var mjög slakur í upphafi, hás, rámur og ekki einhvern veginn með það. En síðan virtist hann aðeins ná betri tökum eftir því sem leið á kappræðurnar. En á fyrstu mínútunum þegar lang, lang flestir eru að horfa, þá var hann alveg skelfilegur,“ segir Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og sérstakur áhugamaður um Bandarísk stjórnmál.Vísir/vilhelm Fannst þér Biden einhvern tímann ná góðu höggi á Trump? „Já, hann gerði það auðvitað þegar hann sagði að það stæði bara einn glæpamaður á sviðinu og það væri maðurinn sem stóð þarna á móti honum.“ Trump komst einmitt ítrekað upp með að ljúga að áhorfendum án þess að nokkur benti á það. Hann sagðist til dæmis aldrei hafa sofið hjá klámstjörnu, þrátt fyrir að hafa áður viðurkennt það og nýverið verið dæmdur fyrir að reyna að hylma yfir málið. Þau orðaskipti má sjá hér fyrir neðan í myndbandi AP. Friðjón segir Biden mögulega hafa tapað kosningunum með frammistöðu sinni en það komi betur í ljós á næstu dögum þegar niðurstöður kannana liggja fyrir. Biden hefur ekki tryggt sér tilnefningu flokks síns endanlega og þegar er farið að heyrast ákall um nýtt forsetaefni. „Ef að áhrifin af þessu fíaskói sem var í nótt voru svo mikil að þeir [demókratar] sjá enga leið til að vinna þau ríki sem þeir þurfa að vinna þá gæti það gerst, það eru ekki miklar líkur en það gæti gerst, að kerfið í flokknum, lykilpersónur í flokknum, leggist á Biden og segi: Nú er þetta komið gott,“ segir Friðjón. Sem mögulega arftaka nefnir Friðjón Kamölu Harris varaforseta, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. „Í gegnum allt þetta ferli þá var svo augljóst að Biden er of gamall,“ segir Friðjón. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29 Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Biden og Trump fóru um víðan völl í kappræðunum í nótt. Þeir tókust á um fóstureyðingar innflytjendamál. efnahagsmál og áttu í orðaskaki um forgjafir sínar í golfi, eins og sjá má í myndbandið AP-fréttaveitunnar hér fyrir neðan. Þá var Biden spurður út í viðbrögð sín við Covid faraldrinum og átti afar erfitt með að halda þræði í svari sínu. Hann klykkti út með því að segja að Demókratar hefðu loks unnið bug á Medicare, heilbrigðiskerfi sem þeir komu sjálfir á laggirnar. Hann er talinn hafa ruglast; ætlaði sennilega að segja Covid. Þennan hluta kappræðanna má horfa á í myndbandinu hér fyrir neðan, einnig fengið frá AP. „Það er samdóma álit allra að Biden hafi dottið á andlitið í þessum kappræðum. Allavega til að byrja með, hann var mjög slakur í upphafi, hás, rámur og ekki einhvern veginn með það. En síðan virtist hann aðeins ná betri tökum eftir því sem leið á kappræðurnar. En á fyrstu mínútunum þegar lang, lang flestir eru að horfa, þá var hann alveg skelfilegur,“ segir Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og sérstakur áhugamaður um Bandarísk stjórnmál.Vísir/vilhelm Fannst þér Biden einhvern tímann ná góðu höggi á Trump? „Já, hann gerði það auðvitað þegar hann sagði að það stæði bara einn glæpamaður á sviðinu og það væri maðurinn sem stóð þarna á móti honum.“ Trump komst einmitt ítrekað upp með að ljúga að áhorfendum án þess að nokkur benti á það. Hann sagðist til dæmis aldrei hafa sofið hjá klámstjörnu, þrátt fyrir að hafa áður viðurkennt það og nýverið verið dæmdur fyrir að reyna að hylma yfir málið. Þau orðaskipti má sjá hér fyrir neðan í myndbandi AP. Friðjón segir Biden mögulega hafa tapað kosningunum með frammistöðu sinni en það komi betur í ljós á næstu dögum þegar niðurstöður kannana liggja fyrir. Biden hefur ekki tryggt sér tilnefningu flokks síns endanlega og þegar er farið að heyrast ákall um nýtt forsetaefni. „Ef að áhrifin af þessu fíaskói sem var í nótt voru svo mikil að þeir [demókratar] sjá enga leið til að vinna þau ríki sem þeir þurfa að vinna þá gæti það gerst, það eru ekki miklar líkur en það gæti gerst, að kerfið í flokknum, lykilpersónur í flokknum, leggist á Biden og segi: Nú er þetta komið gott,“ segir Friðjón. Sem mögulega arftaka nefnir Friðjón Kamölu Harris varaforseta, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. „Í gegnum allt þetta ferli þá var svo augljóst að Biden er of gamall,“ segir Friðjón.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29 Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29
Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40
Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent