Mesta hviðan meira en fimmtíu metrar á sekúndu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2024 11:03 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Vísir Gular veðurviðvaranir eru í gildi vegna hvassviðris á Austfjörðum og Suðausturlandi, en vindhviður hafa náð allt að 54 metrum á sekúndu. Veðrið ætti að ganga niður í fyrramálið, en þá er útlit fyrir blíðskaparveður víðast hvar á landinu. Á miðnætti í dag, 28. júní, sem á að heita hásumar, tóku gildi gular veðurviðvaranir á Austfjörðum og Suðausturlandi. Í báðum landshlutum er von á norðvestan hvassviðri og 15 til 20 metrum á sekdúndu, en hviður geta náð allt að 35 metrum á sekúndu. Fólki á svæðinu er ráðlagt að huga að lausamunum og minnt á að aðstæður geti verið varasamar fyrir ökumenn með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir orðið mjög hvasst á Austurlandi. „Þetta er að ná frá Eldhrauni austan Kirkjubæjarklausturs, frá Núpahóteli eins og við segjum, þar er vindmælir, og alveg austur í Berufjörð. Hvassast hefur verið á þessum þekktu stöðum eins og í Hamarsfirði. Þar fór hviða í 54 metra á sekúndu fyrr í morgun,“ segir Einar. Veðrið eigi ekki að ganga niður fyrr en seint í kvöld. Vonandi að erlendir ferðamenn fái skilaboðin Einar segir að ferðafólk á svæðinu ætti að íhuga að breyta ferðaáætlunum sínum. „Allavega að fara varlega. Þetta tekur vel í. Sérstaklega í stærri bíla, húsbíla og annað slíkt. Svo hefur maður alltaf áhyggjur af því að þessar upplýsingar sem skipta miklu máli komist ekki til ferðamannanna sem eru að ferðast á eigin vegum.“ Eftir að veðrinu slotar er útlit fyrir fínasta veður víðast hvar um landið um helgina. „Sérstaklega á morgun. Með vaxandi hlýindum. Svo fer að rigna vestanlands seinnipartinn á sunnudaginn.“ Þannig að landið allt má búast við ágætis veðri núna um helgina. „Já það lítur bara vel út með veður þegar þetta er gengið niður,“ sagði veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson. Veður Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Á miðnætti í dag, 28. júní, sem á að heita hásumar, tóku gildi gular veðurviðvaranir á Austfjörðum og Suðausturlandi. Í báðum landshlutum er von á norðvestan hvassviðri og 15 til 20 metrum á sekdúndu, en hviður geta náð allt að 35 metrum á sekúndu. Fólki á svæðinu er ráðlagt að huga að lausamunum og minnt á að aðstæður geti verið varasamar fyrir ökumenn með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir orðið mjög hvasst á Austurlandi. „Þetta er að ná frá Eldhrauni austan Kirkjubæjarklausturs, frá Núpahóteli eins og við segjum, þar er vindmælir, og alveg austur í Berufjörð. Hvassast hefur verið á þessum þekktu stöðum eins og í Hamarsfirði. Þar fór hviða í 54 metra á sekúndu fyrr í morgun,“ segir Einar. Veðrið eigi ekki að ganga niður fyrr en seint í kvöld. Vonandi að erlendir ferðamenn fái skilaboðin Einar segir að ferðafólk á svæðinu ætti að íhuga að breyta ferðaáætlunum sínum. „Allavega að fara varlega. Þetta tekur vel í. Sérstaklega í stærri bíla, húsbíla og annað slíkt. Svo hefur maður alltaf áhyggjur af því að þessar upplýsingar sem skipta miklu máli komist ekki til ferðamannanna sem eru að ferðast á eigin vegum.“ Eftir að veðrinu slotar er útlit fyrir fínasta veður víðast hvar um landið um helgina. „Sérstaklega á morgun. Með vaxandi hlýindum. Svo fer að rigna vestanlands seinnipartinn á sunnudaginn.“ Þannig að landið allt má búast við ágætis veðri núna um helgina. „Já það lítur bara vel út með veður þegar þetta er gengið niður,“ sagði veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson.
Veður Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira