Ekki hægt að sitja bara á Bessastöðum og bíða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2024 23:13 Guðni gróðursetti tré með börnunum. Vísir/Vésteinn Fráfarandi forseti lýðveldisins segir heimsóknir á leikskóla og hjúkrunarheimili mikilvægan hluta af verkefnum forseta, ekki síður en fundi með mikilsmetnum þjóðhöfðingjum. Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðveldisins er 56 ára í dag og leit af því tilefni við á leikskólanum Brekkuborg til að heilsa upp á krakkana og gróðursetja svokallað lýðveldistré. Guðni segir að sér hafi þótt viðeigandi, á síðasta afmælisdeginum í embætti, að heilsa upp á ungu kynslóðina. Síðar í dag muni hann heimsækja annað afmælisbarn, sem fagnar 100 ára afmæli. „Þannig að þegar þetta kom til tals, að ég gæti heimsótt leikskóla og líka 100 ára öldung, þá fannst mér gott að ramma inn íslenskt samfélag á þennan hátt,” segir forsetinn fráfarandi. Hann segir verkefni sem þessi mikilvæg, þó ekki í stjórnskipulegum skilningi. „Ef maður fer að setja einhverja mælistiku á það, að það sé ekkert voðalega flott að heilsa upp á einhverja krakka þegar maður ætti að vera að heilsa upp á einhverja þjóðhöfðingja, þá er maður á villigötum.” Í aðdraganda forsetakosninga fór lítið fyrir umræðum um þessi verkefni forseta, en meira var rætt um völd forseta, rödd hans út á við og hlutverk hans í erfiðum málum, sem Guðni segir vissulega geta komið upp. „Maður getur ekki bara setið á Bessastöðum og beðið í angist eftir því að þurfa að takast á við það, eða eftirvæntingu, eftir því hvernig á það er litið. Þess á milli getur maður notið þess að finna takt samfélagsins, vera á meðal fólks.” Forseti Íslands Tímamót Leikskólar Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðveldisins er 56 ára í dag og leit af því tilefni við á leikskólanum Brekkuborg til að heilsa upp á krakkana og gróðursetja svokallað lýðveldistré. Guðni segir að sér hafi þótt viðeigandi, á síðasta afmælisdeginum í embætti, að heilsa upp á ungu kynslóðina. Síðar í dag muni hann heimsækja annað afmælisbarn, sem fagnar 100 ára afmæli. „Þannig að þegar þetta kom til tals, að ég gæti heimsótt leikskóla og líka 100 ára öldung, þá fannst mér gott að ramma inn íslenskt samfélag á þennan hátt,” segir forsetinn fráfarandi. Hann segir verkefni sem þessi mikilvæg, þó ekki í stjórnskipulegum skilningi. „Ef maður fer að setja einhverja mælistiku á það, að það sé ekkert voðalega flott að heilsa upp á einhverja krakka þegar maður ætti að vera að heilsa upp á einhverja þjóðhöfðingja, þá er maður á villigötum.” Í aðdraganda forsetakosninga fór lítið fyrir umræðum um þessi verkefni forseta, en meira var rætt um völd forseta, rödd hans út á við og hlutverk hans í erfiðum málum, sem Guðni segir vissulega geta komið upp. „Maður getur ekki bara setið á Bessastöðum og beðið í angist eftir því að þurfa að takast á við það, eða eftirvæntingu, eftir því hvernig á það er litið. Þess á milli getur maður notið þess að finna takt samfélagsins, vera á meðal fólks.”
Forseti Íslands Tímamót Leikskólar Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira