Fótbolti

Stór á­kvörðun Hayes: Morgan ekki með á Ólympíu­leikana

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alex Morgan fer ekki til Parísar.
Alex Morgan fer ekki til Parísar. Ira L. Black/Getty Images

Emma Hayes, nýráðinn þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var ekki lengi að láta til sín taka. Hún ákvað að skilja stórstjörnuna og tvöfalda heimsmeistarann Alex Morgan eftir heima þegar Bandaríkin halda til Parísar.

Hayes mætti strax til Bandaríkjanna eftir að vinna enn einn Englandsmeistaratitilinn með Chelsea. Í dag, miðvikudag, var 18 manna leikmannahópur Bandríkjanna á Ólympíuleikunum opinberaður sem og hvaða fjórar er til taks ef einhver af þessum 18 dettur út.

Þar vakti mikla athygli að hin 34 ára gamla Morgan, leikmaður San Diego Wave í heimalandinu, var hvergi sjáanleg en hún hefur verið lykilmaður í liði Bandaríkjanna undanfarin ár. 

Ásamt því að hafa orðið heimsmeistari tvívegis hefur hún fjórum sinnum farið á Ólympíuleikana. Þá hefur morgan skorað 123 mörk fyrir A-landslið Bandaríkjanna í 224 leikjum.

„Að vera valin í leikmannahópinn fyrir Ólympíuleikana er mikill heiður og það er ljóst að það var gríðarleg samkeppni milli leikmanna og valið var erfitt. Sérstaklega í ljósi þess hversu mikið leikmennirnir hafa lagt á sig undanfarna tíu mánuði,“ sagði Hayes er hópurinn var tilkynntur.

Hin fjölhæfa Crystal Dunn var titluð sem framherji að þessu sinni en hún hefur alla jafna spilað sem varnarmaður fyrir þjóð sína. Þá er markmaðurinn Alyssa Naeher í hópnum þrátt fyrir að hafa verið að glíma við meiðsli. Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan.

Markverðir

  • Casey Murphy (North Carolina Courage)
  • Alyssa Naeher (Chicago Red Stars)

Varnarmenn

  • Tierna Davidson (Gotham)
  • Emily Fox (Arsenal)
  • Naomi Girma (San Diego Wave)
  • Casey Krueger (Washington Spirit)
  • Jenna Nighswonger (Gotham)
  • Emily Sonnett (Gotham)

Miðjumenn

  • Korbin Albert (París Saint-Germain)
  • Sam Coffey (Portland Thorns)
  • Lindsey Horan (Lyon)
  • Rose Lavelle (Gotham)
  • Catarina Macario (Chelsea)

Framherjar

  • Crystal Dunn (Gotham)
  • Trinity Rodman (Washington Spirit)
  • Jaedyn Shaw (San Diego Wave)
  • Sophia Smith (Portland Thorns)
  • Mallory Swanson (Chicago Red Stars)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×