Icelandair kaupir Airbus flughermi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2024 14:48 Sylvía Kristín Ólafsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair og James Cahill, aðstoðarframkvæmdastjóri farþegaflugsdeildar CAE handsala samninginn í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði. Icelandair hefur samið við fyrirtækið CAE um kaup á flughermi fyrir Airbus A321 flugvélar sem félagið tekur í notkun síðar á árinu. Flughermirinn verður settur upp í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði seinni hluta árs 2025 og verður rekinn af CAE Icelandair Flight Training. Flughermar eru notaðir til þjálfunar nýrra flugmanna sem og reglubundinnar þjálfunar starfandi flugmanna sem þurfa að fara í endurþjálfun tvisvar á ári. „CAE Icelandair Flight Training hefur rekið flugherma fyrir Boeing flugvélar Icelandair í þjálfunarsetrinu í Hafnarfirði frá árinu 2015 en fyrir þann tíma fór hermaþjálfun flugmanna Icelandair fram erlendis. Flughermar félagsins í Hafnarfirði hafa einnig verið vinsælir hjá erlendum flugfélögum og því hefur rekstur þeirra gengið vel. Nýi Airbus hermirinn verður sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Icelandair. Í flugherminum verður nákvæm eftirlíking stjórnklefa Airbus A320 flugvélafjölskyldunnar. „Hermirinn líkir eftir flugeiginleikum vélanna auk þess sem unnt er að kalla fram óvæntar aðstæður, breytileg veðurskilyrði og fleira til þess að þjálfa viðbrögð flugmanna.“ „Það er mjög ánægjulegt að tilkynna samninginn við CAE og styrkja frekar það góða samstarf sem við höfum átt við fyrirtækið um árabil. Sem eyja í miðju Atlantshafinu reiðir Ísland sig á flug og mikilvægur þáttur í því að halda uppi góðum flugsamgöngum til og frá landinu er að hér sé aðstaða til þess að bjóða upp á fyrsta flokks þjálfun flugmanna,“ segir Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. „Airbus flughermirinn er nýjasta skrefið í áralöngu samstarfi okkar við Icelandair og við hlökkum til að starfa með félaginu við innleiðinguna á Airbus A321 flugvélum. Flughermirinn er mjög tæknilega fullkominn en hann mun styðja við öflugt þjálfunarstarf Icelandair og gera flugmenn tilbúna til þess að fljúga Airbus A321 flugvélunum á öruggan hátt með góða upplifun farþega í fyrirrúmi,“ segir Michel Azar-Hmouda, yfirmaður farþegaflugsdeildar CAE. Icelandair Fréttir af flugi Airbus Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Flughermar eru notaðir til þjálfunar nýrra flugmanna sem og reglubundinnar þjálfunar starfandi flugmanna sem þurfa að fara í endurþjálfun tvisvar á ári. „CAE Icelandair Flight Training hefur rekið flugherma fyrir Boeing flugvélar Icelandair í þjálfunarsetrinu í Hafnarfirði frá árinu 2015 en fyrir þann tíma fór hermaþjálfun flugmanna Icelandair fram erlendis. Flughermar félagsins í Hafnarfirði hafa einnig verið vinsælir hjá erlendum flugfélögum og því hefur rekstur þeirra gengið vel. Nýi Airbus hermirinn verður sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Icelandair. Í flugherminum verður nákvæm eftirlíking stjórnklefa Airbus A320 flugvélafjölskyldunnar. „Hermirinn líkir eftir flugeiginleikum vélanna auk þess sem unnt er að kalla fram óvæntar aðstæður, breytileg veðurskilyrði og fleira til þess að þjálfa viðbrögð flugmanna.“ „Það er mjög ánægjulegt að tilkynna samninginn við CAE og styrkja frekar það góða samstarf sem við höfum átt við fyrirtækið um árabil. Sem eyja í miðju Atlantshafinu reiðir Ísland sig á flug og mikilvægur þáttur í því að halda uppi góðum flugsamgöngum til og frá landinu er að hér sé aðstaða til þess að bjóða upp á fyrsta flokks þjálfun flugmanna,“ segir Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. „Airbus flughermirinn er nýjasta skrefið í áralöngu samstarfi okkar við Icelandair og við hlökkum til að starfa með félaginu við innleiðinguna á Airbus A321 flugvélum. Flughermirinn er mjög tæknilega fullkominn en hann mun styðja við öflugt þjálfunarstarf Icelandair og gera flugmenn tilbúna til þess að fljúga Airbus A321 flugvélunum á öruggan hátt með góða upplifun farþega í fyrirrúmi,“ segir Michel Azar-Hmouda, yfirmaður farþegaflugsdeildar CAE.
Icelandair Fréttir af flugi Airbus Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira