„Við erum virkilega stolt af þessari viðbót,” segir Helga Guðný Margrétar hótelstjóri á Hótel Grímsborgum. „Deluxe húsin eru fimm talsins, öll stór, björt og rúmgóð með gistipláss fyrir allt að tíu manns í hverju húsi. Þau eru því tilvalin fyrir pör, vinahópa, saumaklúbba, stórfjölskylduna, golfklúbbinn eða starfsmannahópa.“

Hvert herbergi er rúmgott hótelherbergi með fallega innréttuðu baðherbergi og hljóðeinangrun eins og hún gerist best. Hvert hús er með sér verönd og heitum potti. Frábært útsýni er úr pottunum og hægt að njóta sveitakyrrðarinnar í friði og ró. Stofan er virkilega rúmgóð með mjúkum, þægilegum sófa og sjónvarpi og stórt borðstofuborð er í hverju húsi þar sem hópurinn getur borðað saman, spilað og spjallað.


Frábært fyrir hópa
„Við höfum verið með starfsmannahópa sem hafa haldið árshátíðirnar sínar hjá okkur. Þá voru deluxe húsin leigð. Árshátíðin sjálf er þá haldin á veitingastaðnum en fólk gat verið saman í setustofunni fyrir árshátíðina, rölt saman yfir á veitingastaðinn og haldið áfram að spjalla saman í huggulegu umhverfi þegar snúið var aftur í húsið.
Einnig er skemmtilegt þegar vinahópar koma saman og leigja hús. Dagurinn hefst þá gjarnan á golfi eða einhverri annarri skemmtilegri samveru. Svo er komið til baka í húsin seinnipartinn og allir fá sér hressingu og skella sér í pottinn fyrir kvöldmat.
Húsin eru auk þess tilvalin fyrir undirbúning brúðkaups eða hvers konar veislur þegar margir eru saman. Hjá okkur er hægt að upplifa lúxus í sveitasælu í fullkomnu næði," segir Helga.


Hægt að uppfæra morgunverð í brunch
„Morgunmatur á hótelinu er innifalinn fyrir gesti í Deluxe herbergjunum og er veitingastaðurinn í göngufæri frá húsunum. Í boði er að breyta morgunverðinum í bröns fyrir sanngjarnt verð ef gestir kjósa að sofa aðeins lengur og njóta dýrindis brunch daginn eftir."
Hótel Grímsborgir er í aðeins 45 mínútna fjarlægð frá Reykjavík.



