„Höfum stigið upp þegar við erum komnir í útsláttarkeppnina“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. júní 2024 21:46 Harry Kane og enska landsliðið hafa ekki heillað með frammistöðu sinni hingað til. Kevin Voigt/GettyImages Harry Kane, framherji enska landsliðsins í knattspyrnu, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af frammistöðu liðsins á EM til þessa. Englendingar tryggðu sér í kvöld sigur í C-riðli er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Slóveníu. Enska liðið endaði með fimm stig, vann einn leik og gerði tvö jafntefli. Frammistaða liðsins til þessa hefur ekki heillað marga stuðningsmenn Englands og liðinu gengur bölvanlega að skora. Harry Kane, stjörnuframherji liðsins, virðist þó ekki hafa áhyggjur af því. „Þetta var markmiðið fyrir mótið, að vinna riðilinn og vera með örlögin í okkar eigin höndum. Mér fannst við spila mun betur í kvöld en í hinum tveimur leikjunum. Við bara fundum ekki þessa lokasendingu, en okkur hlakkar til næsta leiks,“ sagði Kane eftir leik kvöldsins. „Við sköpuðum nokkur hálffæri og við hefðum alveg getað gert betur í nokkrum þeirra.“ Hann hrósaði einnig leikmönnunum sem komu inn af bekknum í kvöld. „Mér fannst strákarnir sem komu inn á standa sig mjög vel. Þeir mættu með gott orkustig og það er það sem við þurfum á að halda. Við þurfum á því að halda að allir séu að leggja sitt af mörkum og það er það sem við erum að gera akkúrat núna.“ „Þetta eru erfiðir leikir. Við höfum verið í þessari stöðu áður og stigið upp þegar við erum komnir í útsláttarkeppnina. Það eru allir leikirnir á þessu móti erfiðir. Þetta verður erfitt, en við erum með nægileg gæði til að halda áfram.“ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Englendingar tryggðu sér í kvöld sigur í C-riðli er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Slóveníu. Enska liðið endaði með fimm stig, vann einn leik og gerði tvö jafntefli. Frammistaða liðsins til þessa hefur ekki heillað marga stuðningsmenn Englands og liðinu gengur bölvanlega að skora. Harry Kane, stjörnuframherji liðsins, virðist þó ekki hafa áhyggjur af því. „Þetta var markmiðið fyrir mótið, að vinna riðilinn og vera með örlögin í okkar eigin höndum. Mér fannst við spila mun betur í kvöld en í hinum tveimur leikjunum. Við bara fundum ekki þessa lokasendingu, en okkur hlakkar til næsta leiks,“ sagði Kane eftir leik kvöldsins. „Við sköpuðum nokkur hálffæri og við hefðum alveg getað gert betur í nokkrum þeirra.“ Hann hrósaði einnig leikmönnunum sem komu inn af bekknum í kvöld. „Mér fannst strákarnir sem komu inn á standa sig mjög vel. Þeir mættu með gott orkustig og það er það sem við þurfum á að halda. Við þurfum á því að halda að allir séu að leggja sitt af mörkum og það er það sem við erum að gera akkúrat núna.“ „Þetta eru erfiðir leikir. Við höfum verið í þessari stöðu áður og stigið upp þegar við erum komnir í útsláttarkeppnina. Það eru allir leikirnir á þessu móti erfiðir. Þetta verður erfitt, en við erum með nægileg gæði til að halda áfram.“
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira