„Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið þægilegur sigur“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 25. júní 2024 20:30 Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Diego Breiðablik vann Keflavík 0-2 í kvöld á HS Orku vellinum, en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og skoraði Katrín Ásbjörnsdóttir þau bæði. Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sitt lið að leik loknum. „Í fyrri hálfleik fannst mér við vera frábærar. Við komumst í góðar stöður, vorum bara virkilega góðar, héldum boltanum vel og ég held að Keflavík hafi varla átt skot í fyrri hálfleik. Ég var mjög ánægður með hvað við gerðum og það var á endanum nóg fyrir okkur til þess að klára leikinn. Keflavík kom sterkt inn í seinni hálfleikinn og fengu nokkur góð færi, en frammistaða okkar í dag dugði til þess að klára leikinn.“ Leikurinn var nokkuð tíðindalítill fyrir utan þau mörk sem Breiðablik skoraði í fyrri hálfleik. Nik Chamberlain fannst þó sigurinn ekki hafa verið þægilegur. „Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið þægilegur sigur, ef Keflavík hefði skorað hefðum við mögulega spilað betri sóknarbolta, reynt að ná inn öðru marki en í staðin héldum við fenginni stöðu og það hélst út leikinn. Við vorum á köflum óvandvirkar í seinni hálfleik, en frammistaða okkar í fyrri var það sem skilaði sigrinum.“ Katrín Ásbjörnsdóttir var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik á tímabilinu í Bestu deildinni og átti flotta frammistöðu, enda skoraði hún tvö mörk. „Hún var í stöðum til þess að skora mörk og það er það sem þú villt frá framherjanum þínum. Eins og ég segi með fyrsta markið þá var það frábær hreyfing hjá henni eftir gott samspil og seinna markið var bara að vera á réttum stað á réttum tíma. Restin af leiknum spilaði hún vel,“ sagði Nik Chamberlain um frammistöðu framherja síns, Katrínu Ásbjörnsdóttur. Að lokum var Nik Chamberlain spurður út í meiðsli Öglu Maríu Albertsdóttur og Ólöfu Sigríðar Kristinsdóttir sem báðar fóru slasaðar af velli gegn Víkingi í síðasta leik. „Agla María og Ólöf fara í MRI skanna á morgun og eftir það kemur í ljós hversu alvarleg þau meiðsli eru.“ Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
„Í fyrri hálfleik fannst mér við vera frábærar. Við komumst í góðar stöður, vorum bara virkilega góðar, héldum boltanum vel og ég held að Keflavík hafi varla átt skot í fyrri hálfleik. Ég var mjög ánægður með hvað við gerðum og það var á endanum nóg fyrir okkur til þess að klára leikinn. Keflavík kom sterkt inn í seinni hálfleikinn og fengu nokkur góð færi, en frammistaða okkar í dag dugði til þess að klára leikinn.“ Leikurinn var nokkuð tíðindalítill fyrir utan þau mörk sem Breiðablik skoraði í fyrri hálfleik. Nik Chamberlain fannst þó sigurinn ekki hafa verið þægilegur. „Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið þægilegur sigur, ef Keflavík hefði skorað hefðum við mögulega spilað betri sóknarbolta, reynt að ná inn öðru marki en í staðin héldum við fenginni stöðu og það hélst út leikinn. Við vorum á köflum óvandvirkar í seinni hálfleik, en frammistaða okkar í fyrri var það sem skilaði sigrinum.“ Katrín Ásbjörnsdóttir var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik á tímabilinu í Bestu deildinni og átti flotta frammistöðu, enda skoraði hún tvö mörk. „Hún var í stöðum til þess að skora mörk og það er það sem þú villt frá framherjanum þínum. Eins og ég segi með fyrsta markið þá var það frábær hreyfing hjá henni eftir gott samspil og seinna markið var bara að vera á réttum stað á réttum tíma. Restin af leiknum spilaði hún vel,“ sagði Nik Chamberlain um frammistöðu framherja síns, Katrínu Ásbjörnsdóttur. Að lokum var Nik Chamberlain spurður út í meiðsli Öglu Maríu Albertsdóttur og Ólöfu Sigríðar Kristinsdóttir sem báðar fóru slasaðar af velli gegn Víkingi í síðasta leik. „Agla María og Ólöf fara í MRI skanna á morgun og eftir það kemur í ljós hversu alvarleg þau meiðsli eru.“
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira