„Held að Guðmundur hafi gert afskaplega lítið gott fyrir íslenskan handbolta og HSÍ“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2024 13:19 Hannes Jón Jónsson tekur Guðmundur B. Ólafsson til beina í færslu á Instagram í dag. Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í Austurríki, birti mikla eldræðu um HSÍ á Instagram í dag. Óhætt er að segja að hann fari engum silkihönskum um formanninn Guðmund B. Ólafsson í henni. Tilefni færslu Hannesar er viðtal við Guðmund í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann gaf lítið fyrir umræðuna um umdeilda styrktarsamninga HSÍ við Arnarlax og Rapyd og sagði að erfitt væri fyrir sambandið að afla tekna. Hannes gefur ekki mikið fyrir ummæli Guðmundar um að þeir sem hafi tjáð sig um styrktarsamningana við Arnarlax og Rapyd hafi ekkert vitað hvað þeir voru að tala um. „Það lýsir ákveðinni firringu vegna þess að það er til fólk í heiminum sem er blessunarlega ennþá með ákveðin prinsipp og fjármagn og peningar brjóta ekki niður þessi prinsipp. Við erum að tala um íslenska náttúru. Við erum að tala um óafturkræfanlegan skaða á náttúruauðlind og dýrategund sem hefur verið í þúsundir eða milljónir ára að byggjast upp á Íslandi,“ sagði Hannes. Komnir á algjöra endastöð Hann hnaut einnig um ummæli Guðmundar um að það væri í raun ekki mikið að selja fyrir HSÍ, til að afla sambandinu aukinna tekna. „Þessi orð segja mér að þessi maður og hans menn eru komnir á algjöra endastöð. Það er ekkert „kreatívítet“ í því hvernig á að afla fjár. Það er setið pikkfast í sömu hjólförunum og einu sinni til tvisvar á ári er komið í fjölmiðla og vælt yfir litlu ríkisfjárframlagi sem er allt í lagi,“ sagði Hannes. View this post on Instagram A post shared by hannesjonjonsson (@hannesjonjonsson) „Ég held að Guðmundur B. Ólafsson hafi gert afskaplega lítið gott fyrir íslenskan handbolta og HSÍ. Ég held að það hafi orðið ofboðslega litlar breytingar þarna inni. Þegar maðurinn í brúnni kemur fram og segir að það sé afskaplega lítið að selja held ég að þetta sé komið gott og tími til að hleypa nýju fólki að sem er með hugmyndir og ástríðu, tilbúið að prófa eitthvað nýtt og hugsa út fyrir boxið og vonandi verður það fólk með ákveðin prinsipp og er ekki tilbúið að leggjast í duftið og selja sálu sína glæpafyrirtækjum. „Ég er viss um að það er mikið af fólki og fyrirtækjum sem væru tilbúin að hoppa á vagninn ef HSÍ myndi sýna dugnað og mennsku með því að slíta þessum styrktarsamningum við Arnarlax og Rapyd og gera svolítið mikið úr því. Það væri gott PR.“ Eldræðu Hannesar má sjá hér fyrir ofan. HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Sjókvíaeldi Handbolti Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Sjá meira
Tilefni færslu Hannesar er viðtal við Guðmund í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann gaf lítið fyrir umræðuna um umdeilda styrktarsamninga HSÍ við Arnarlax og Rapyd og sagði að erfitt væri fyrir sambandið að afla tekna. Hannes gefur ekki mikið fyrir ummæli Guðmundar um að þeir sem hafi tjáð sig um styrktarsamningana við Arnarlax og Rapyd hafi ekkert vitað hvað þeir voru að tala um. „Það lýsir ákveðinni firringu vegna þess að það er til fólk í heiminum sem er blessunarlega ennþá með ákveðin prinsipp og fjármagn og peningar brjóta ekki niður þessi prinsipp. Við erum að tala um íslenska náttúru. Við erum að tala um óafturkræfanlegan skaða á náttúruauðlind og dýrategund sem hefur verið í þúsundir eða milljónir ára að byggjast upp á Íslandi,“ sagði Hannes. Komnir á algjöra endastöð Hann hnaut einnig um ummæli Guðmundar um að það væri í raun ekki mikið að selja fyrir HSÍ, til að afla sambandinu aukinna tekna. „Þessi orð segja mér að þessi maður og hans menn eru komnir á algjöra endastöð. Það er ekkert „kreatívítet“ í því hvernig á að afla fjár. Það er setið pikkfast í sömu hjólförunum og einu sinni til tvisvar á ári er komið í fjölmiðla og vælt yfir litlu ríkisfjárframlagi sem er allt í lagi,“ sagði Hannes. View this post on Instagram A post shared by hannesjonjonsson (@hannesjonjonsson) „Ég held að Guðmundur B. Ólafsson hafi gert afskaplega lítið gott fyrir íslenskan handbolta og HSÍ. Ég held að það hafi orðið ofboðslega litlar breytingar þarna inni. Þegar maðurinn í brúnni kemur fram og segir að það sé afskaplega lítið að selja held ég að þetta sé komið gott og tími til að hleypa nýju fólki að sem er með hugmyndir og ástríðu, tilbúið að prófa eitthvað nýtt og hugsa út fyrir boxið og vonandi verður það fólk með ákveðin prinsipp og er ekki tilbúið að leggjast í duftið og selja sálu sína glæpafyrirtækjum. „Ég er viss um að það er mikið af fólki og fyrirtækjum sem væru tilbúin að hoppa á vagninn ef HSÍ myndi sýna dugnað og mennsku með því að slíta þessum styrktarsamningum við Arnarlax og Rapyd og gera svolítið mikið úr því. Það væri gott PR.“ Eldræðu Hannesar má sjá hér fyrir ofan.
HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Sjókvíaeldi Handbolti Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Sjá meira