„Ef ég væri einmana myndi ég ganga í Sjálfstæðisflokkinn“ Jón Þór Stefánsson skrifar 25. júní 2024 08:30 Elínborg Una Einarsdóttir mætti á útför Reykjavíkurborgar, viðburð sem ungir Sjálfstæðismenn skipulögðu. aðsend Eftir að hafa varið degi í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins skrifaði Elínborg Una Einarsdóttir nokkrar blaðsíður um upplifun sína af námskeiðinu. Lokaorð þessara hugleiðinga Elínborgar voru: „Ef ég væri einmana myndi ég ganga í Sjálfstæðisflokkinn.“ Þessi orð notaði hún síðan sem titil BA ritgerðar sinnar í sviðslistum í Listaháskóla Íslands, en að hennar sögn kjarna þau niðurstöður ritgerðarinnar sem fjallar um unga Sjálfstæðismenn í Reykjavík. Elínborg rannsakaði þá með sviðslistagleraugunum. „Þetta byrjar á því að í fyrra fer ég í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins, bara í rannsóknartilgangi. Ég er sjálf óflokksbundin, og er ekki í Sjálfstæðisflokknum, en hafði heyrt af þessum skóla og langaði að sjá hvað færi fram þar,“ segir Elínborg í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa mikinn áhuga á stjórnmálum og ungliðastarfi stjórnmálaflokkanna, og fundist ungir Sjálfstæðismenn sérstaklega áhugaverðir. „Ég skráði mig. Ég ætlaði að fá einhvern með mér, en það komst engin og nennti engin að fara í einhvern átta klukkutíma stjórnmálaskóla hjá Sjálfstæðisflokknum. Ég var svolítið stressuð fyrir þessu, og var mjög stressuð þegar mætti upp í Valhöll og var viss um að þetta yrði alveg hræðilegt.“ Elínborg segist hafa fylgst manna best með í stjórnmálaskólanum.Aðsend Elínborg varði einum degi í Valhöll í stjórnmálaskólanum sem er námskeið sem hefur verið haldið reglulega um margra áratugaskeið. „En svo kom það mér á óvart hvað þetta var næs. Það vildu allir tala við mann. Það var mikið af fríu dóti, fríum mat, og það voru allir svo vinalegir. Þetta var svo þægilegt félagslega.“ Elínborgu fannst viðburðurinn sérstaklega áhugaverður þegar hún skoðaði hann sem listgjörning, en í náminu hefur hún fjallað mikið um sviðslistir í óhefðbundnum skilningi. „Í rauninni mjög listrænt“ Eftir stjórnmálaskólann fór Elínborg á annan viðburð á vegum félagsskaparins. Útför Reykjavíkur, sem Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hélt í Tjarnarbíói, var sannkallaður pólitískur listgjörningur að sögn Elínborgar. „Maður tengir Sjálfstæðisflokkinn ekki beint við gjörningalist. En þetta var bara mjög skýr gjörningur; þetta var haldið í leikhúsi, það var verið að sviðsetja jarðarför. Þetta var í rauninni mjög listrænt.“ Eftir sviðsettu útförina fór hún að velta ungum Sjálfstæðismönnum sérstaklega mikið fyrir sér. Síðan var komið að því að hún myndi gera BA-verkefni í sviðslistanáminu og þá lá þetta beinast við. Viðfangið í greiningu Elínborgar var þríþætt. Hún tók fyrir stjórnmálaskólann, útför Reykjavíkur, og samfélagsmiðlanotkun Heimdallar. Hún studdist við félagsfræðikenningar sem snúast um að lífið í heild sinni sé í rauninni eins og sviðslistir, að sömu lögmál eigi við um leikhús og mannleg samskipti. „Þetta bara mjög performatíft. Stjórnmálaskólinn byggir aðallega á nokkrum fyrirlestrum, sem er auðvitað bara performans eins og leikhús. Og á samfélagsmiðlinum er auðvitað verið að sviðsetja einhverja ímynd, og það sama má segja um gjörninginn.“ Hér má sjá myndband sem birtist á samfélagsmiðlum Heimdallar og Elínborg tók fyrir í ritgerðinni. View this post on Instagram A post shared by Heimdallur (@heimdallurxd) Skemmtunin framar stjórnmálunum Það sem kom Elínborgu hvað mest á óvart var hversu lítið var rætt um stjórnmál á viðburðum ungra Sjálfstæðismanna. „Þetta snerist meira um hvað þetta væri skemmtilegt, þægilegt, fullt af fríu dóti, fríu áfengi. Það var mjög ákveðin ímynd af félaginu sett á svið,“ segir Elínborg. „Það var lagt mikið upp úr húmor og skemmtanagildi, en líka efnislegum þægindum sem mér fannst gefa til kynna háan félagslegan status.“ Eitt af því sem gerir starf ungra Sjálfstæðismanna þægilegra, eins og Elínborg orðar það, er að áherslan er ekki á hugmyndafræðina. „Þannig að þátttakendur upplifa ekki að þeir þurfi að hafa ákveðna þekkingu eða skoðanir á hlutunum til að eiga heima í þessu samfélagi, sem er bæði opið, skemmtilegt og virðingarvert.“ Hún segist hafa komist að því að starfið gangi út á að búa til gott og opið félagslegt umhverfi, og með því viðhaldi Ungir sjálfstæðismenn sjálfum sér. „Þannig að ég hugsaði, ef maður er óöruggur félagslega þá er líklega mjög næs að gerast ungur Sjálfstæðismaður.“ Elínborg útskrifuð úr stjórnmálaskólanum.aðsend Þrátt fyrir að lítið fari fyrir umræðum um sjálf stjórnmálin telur Elínborg að ungir Sjálfstæðismenn starfræki áhrifaríkt starf. Rannsóknin hefur fengið hana til að trúa því að ungliðastarf stjórnmálaflokkanna skipti sköpum, sérstaklega til að búa til og viðhalda fylgi. Tekið opnum örmum En hvernig var þér tekið? Vissi fólk að þú værir þarna í rannsóknartilgangi? „Ég kannast alveg við einhverja sem eru virkir í þessu starfi og það fólk veit að ég er ekki í Sjálfstæðisflokknum, og veit líka að ég hef verið í sviðslistum og ýmsu því tengdu. Þannig að fólk var mjög hissa að sjá mig þarna og það kom þeim á óvart, en þau voru mjög opin fyrir því. Ég talaði við einhverja þarna sem gerðu bara ráð fyrir því að ég væri þarna í einhverri listrænni rannsókn,“ segir Elínborg. „En ég held að fólk hafi verið alveg ánægt með mig því ég var manna áhugasömust um það sem var í gangi. Ég held að engin hafi fylgst jafn vel með og ég.“ Hún ákvað þó að vera ekki að hafa sig mikið í frammi og spyrja spurninga, enda var þetta rannsóknarleiðangur. Hún vildi koma sér í hlutverk áhorfanda fremur en þátttakanda. „Ég var bara að horfa á þetta eins og leikhús.“ Leikhús Sjálfstæðisflokkurinn Háskólar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Þessi orð notaði hún síðan sem titil BA ritgerðar sinnar í sviðslistum í Listaháskóla Íslands, en að hennar sögn kjarna þau niðurstöður ritgerðarinnar sem fjallar um unga Sjálfstæðismenn í Reykjavík. Elínborg rannsakaði þá með sviðslistagleraugunum. „Þetta byrjar á því að í fyrra fer ég í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins, bara í rannsóknartilgangi. Ég er sjálf óflokksbundin, og er ekki í Sjálfstæðisflokknum, en hafði heyrt af þessum skóla og langaði að sjá hvað færi fram þar,“ segir Elínborg í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa mikinn áhuga á stjórnmálum og ungliðastarfi stjórnmálaflokkanna, og fundist ungir Sjálfstæðismenn sérstaklega áhugaverðir. „Ég skráði mig. Ég ætlaði að fá einhvern með mér, en það komst engin og nennti engin að fara í einhvern átta klukkutíma stjórnmálaskóla hjá Sjálfstæðisflokknum. Ég var svolítið stressuð fyrir þessu, og var mjög stressuð þegar mætti upp í Valhöll og var viss um að þetta yrði alveg hræðilegt.“ Elínborg segist hafa fylgst manna best með í stjórnmálaskólanum.Aðsend Elínborg varði einum degi í Valhöll í stjórnmálaskólanum sem er námskeið sem hefur verið haldið reglulega um margra áratugaskeið. „En svo kom það mér á óvart hvað þetta var næs. Það vildu allir tala við mann. Það var mikið af fríu dóti, fríum mat, og það voru allir svo vinalegir. Þetta var svo þægilegt félagslega.“ Elínborgu fannst viðburðurinn sérstaklega áhugaverður þegar hún skoðaði hann sem listgjörning, en í náminu hefur hún fjallað mikið um sviðslistir í óhefðbundnum skilningi. „Í rauninni mjög listrænt“ Eftir stjórnmálaskólann fór Elínborg á annan viðburð á vegum félagsskaparins. Útför Reykjavíkur, sem Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hélt í Tjarnarbíói, var sannkallaður pólitískur listgjörningur að sögn Elínborgar. „Maður tengir Sjálfstæðisflokkinn ekki beint við gjörningalist. En þetta var bara mjög skýr gjörningur; þetta var haldið í leikhúsi, það var verið að sviðsetja jarðarför. Þetta var í rauninni mjög listrænt.“ Eftir sviðsettu útförina fór hún að velta ungum Sjálfstæðismönnum sérstaklega mikið fyrir sér. Síðan var komið að því að hún myndi gera BA-verkefni í sviðslistanáminu og þá lá þetta beinast við. Viðfangið í greiningu Elínborgar var þríþætt. Hún tók fyrir stjórnmálaskólann, útför Reykjavíkur, og samfélagsmiðlanotkun Heimdallar. Hún studdist við félagsfræðikenningar sem snúast um að lífið í heild sinni sé í rauninni eins og sviðslistir, að sömu lögmál eigi við um leikhús og mannleg samskipti. „Þetta bara mjög performatíft. Stjórnmálaskólinn byggir aðallega á nokkrum fyrirlestrum, sem er auðvitað bara performans eins og leikhús. Og á samfélagsmiðlinum er auðvitað verið að sviðsetja einhverja ímynd, og það sama má segja um gjörninginn.“ Hér má sjá myndband sem birtist á samfélagsmiðlum Heimdallar og Elínborg tók fyrir í ritgerðinni. View this post on Instagram A post shared by Heimdallur (@heimdallurxd) Skemmtunin framar stjórnmálunum Það sem kom Elínborgu hvað mest á óvart var hversu lítið var rætt um stjórnmál á viðburðum ungra Sjálfstæðismanna. „Þetta snerist meira um hvað þetta væri skemmtilegt, þægilegt, fullt af fríu dóti, fríu áfengi. Það var mjög ákveðin ímynd af félaginu sett á svið,“ segir Elínborg. „Það var lagt mikið upp úr húmor og skemmtanagildi, en líka efnislegum þægindum sem mér fannst gefa til kynna háan félagslegan status.“ Eitt af því sem gerir starf ungra Sjálfstæðismanna þægilegra, eins og Elínborg orðar það, er að áherslan er ekki á hugmyndafræðina. „Þannig að þátttakendur upplifa ekki að þeir þurfi að hafa ákveðna þekkingu eða skoðanir á hlutunum til að eiga heima í þessu samfélagi, sem er bæði opið, skemmtilegt og virðingarvert.“ Hún segist hafa komist að því að starfið gangi út á að búa til gott og opið félagslegt umhverfi, og með því viðhaldi Ungir sjálfstæðismenn sjálfum sér. „Þannig að ég hugsaði, ef maður er óöruggur félagslega þá er líklega mjög næs að gerast ungur Sjálfstæðismaður.“ Elínborg útskrifuð úr stjórnmálaskólanum.aðsend Þrátt fyrir að lítið fari fyrir umræðum um sjálf stjórnmálin telur Elínborg að ungir Sjálfstæðismenn starfræki áhrifaríkt starf. Rannsóknin hefur fengið hana til að trúa því að ungliðastarf stjórnmálaflokkanna skipti sköpum, sérstaklega til að búa til og viðhalda fylgi. Tekið opnum örmum En hvernig var þér tekið? Vissi fólk að þú værir þarna í rannsóknartilgangi? „Ég kannast alveg við einhverja sem eru virkir í þessu starfi og það fólk veit að ég er ekki í Sjálfstæðisflokknum, og veit líka að ég hef verið í sviðslistum og ýmsu því tengdu. Þannig að fólk var mjög hissa að sjá mig þarna og það kom þeim á óvart, en þau voru mjög opin fyrir því. Ég talaði við einhverja þarna sem gerðu bara ráð fyrir því að ég væri þarna í einhverri listrænni rannsókn,“ segir Elínborg. „En ég held að fólk hafi verið alveg ánægt með mig því ég var manna áhugasömust um það sem var í gangi. Ég held að engin hafi fylgst jafn vel með og ég.“ Hún ákvað þó að vera ekki að hafa sig mikið í frammi og spyrja spurninga, enda var þetta rannsóknarleiðangur. Hún vildi koma sér í hlutverk áhorfanda fremur en þátttakanda. „Ég var bara að horfa á þetta eins og leikhús.“
Leikhús Sjálfstæðisflokkurinn Háskólar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira