UEFA svarar gagnrýni vegna seinagangs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2024 17:16 Höggið sem um er ræðir. Shaun Botterill/Getty Images Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur svarað gagnrýni varðandi hversu langan tíma það tók að koma börum og aðstoð til Barnabás Varga eftir að hann meiddist illa í leik Ungverjalands og Skotlands á EM karla í knattspyrnu í gær, sunnudag. Varga meiddist vægast sagt illa í gær þegar Angus Gunn, markvörður Skotlands, keyrði hann niður innan vítateigs í þann mund sem hann kýldi fyrirgjöf frá marki sínu. Varga steinlá og ljóst var strax að hann væri illa meiddur. UEFA hefur fengið mikla gagnrýni fyrir hversu lengi það tók að koma réttum aðilum inn á völlinn til að hlúa að honum. Einnig tók það starfsmenn vallarins heila eilífð að koma börum inn á völlinn svo hægt væri að bera Varga af velli. Í yfirlýsingu UEFA segir að það hafi tekið rétta viðbragðsaðila innan við 15 sekúndur að komast inn á völlinn. Sjúkrateymið beið á hliðarlínunni, eins og segir til um þegar kemur að atvikum sem þessum. Það hafi svo komið inn á völlinn um leið og beðið var um að farið yrði með leikmanninn upp á sjúkrahús. Einnig segir í yfirlýsingunni að öll framkvæmd viðbragðsaðila hafi verið eftir regluverki UEFA og það hafi engin töf orðið á þeirri aðstoð sem Varga fékk inn á vellinum eða þá varðandi hversu fljótt hann hafi verið sendur á sjúkrahús. UEFA have responded to criticism about the speed of medical help to Hungary's Barnabás Varga after he suffered multiple fractures to facial bones and concussion against Scotland. pic.twitter.com/vW00nc5Id4— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 24, 2024 Hinn 29 ára gamli Varga rotaðist við höggið, fékk heilahristing ásamt því sem hann braut bein í fleirtölu. Hann mun fara í aðgerð síðar í dag segir í frétt Daily Mail. Varga steinlá eftir þetta högg.Catherine Ivill/Getty Images Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Varga kinnbeinsbrotinn en líðan hans stöðug Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Ungverjalands og Skotlands fyrr í kvöld þegar Barnabas Varga lenti í harkalegu samstuði við Angus Gunn, markvörð Skotlands. 23. júní 2024 23:01 Skotar úr leik en Ungverjar halda í vonina Skotland er úr leik á EM eftir dramatískt tap gegn Ungverjum í kvöld en sigurmarkið kom þegar 99 mínútur voru komnar á leikklukkuna. 23. júní 2024 18:31 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Varga meiddist vægast sagt illa í gær þegar Angus Gunn, markvörður Skotlands, keyrði hann niður innan vítateigs í þann mund sem hann kýldi fyrirgjöf frá marki sínu. Varga steinlá og ljóst var strax að hann væri illa meiddur. UEFA hefur fengið mikla gagnrýni fyrir hversu lengi það tók að koma réttum aðilum inn á völlinn til að hlúa að honum. Einnig tók það starfsmenn vallarins heila eilífð að koma börum inn á völlinn svo hægt væri að bera Varga af velli. Í yfirlýsingu UEFA segir að það hafi tekið rétta viðbragðsaðila innan við 15 sekúndur að komast inn á völlinn. Sjúkrateymið beið á hliðarlínunni, eins og segir til um þegar kemur að atvikum sem þessum. Það hafi svo komið inn á völlinn um leið og beðið var um að farið yrði með leikmanninn upp á sjúkrahús. Einnig segir í yfirlýsingunni að öll framkvæmd viðbragðsaðila hafi verið eftir regluverki UEFA og það hafi engin töf orðið á þeirri aðstoð sem Varga fékk inn á vellinum eða þá varðandi hversu fljótt hann hafi verið sendur á sjúkrahús. UEFA have responded to criticism about the speed of medical help to Hungary's Barnabás Varga after he suffered multiple fractures to facial bones and concussion against Scotland. pic.twitter.com/vW00nc5Id4— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 24, 2024 Hinn 29 ára gamli Varga rotaðist við höggið, fékk heilahristing ásamt því sem hann braut bein í fleirtölu. Hann mun fara í aðgerð síðar í dag segir í frétt Daily Mail. Varga steinlá eftir þetta högg.Catherine Ivill/Getty Images
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Varga kinnbeinsbrotinn en líðan hans stöðug Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Ungverjalands og Skotlands fyrr í kvöld þegar Barnabas Varga lenti í harkalegu samstuði við Angus Gunn, markvörð Skotlands. 23. júní 2024 23:01 Skotar úr leik en Ungverjar halda í vonina Skotland er úr leik á EM eftir dramatískt tap gegn Ungverjum í kvöld en sigurmarkið kom þegar 99 mínútur voru komnar á leikklukkuna. 23. júní 2024 18:31 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Varga kinnbeinsbrotinn en líðan hans stöðug Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Ungverjalands og Skotlands fyrr í kvöld þegar Barnabas Varga lenti í harkalegu samstuði við Angus Gunn, markvörð Skotlands. 23. júní 2024 23:01
Skotar úr leik en Ungverjar halda í vonina Skotland er úr leik á EM eftir dramatískt tap gegn Ungverjum í kvöld en sigurmarkið kom þegar 99 mínútur voru komnar á leikklukkuna. 23. júní 2024 18:31
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti