Hjólabrautin búin að liggja eins og hráviði í tvær vikur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júní 2024 13:58 Hjólabrautin liggur núna á malarplaninu á Klambratúni. Facebook Hjólabrautin sem var áður á Miðbakka í Reykjavík liggur nú á víð og dreif á malarplani á Klambratúni. Hún var fjarlægð fyrir um tveimur vikum þegar að parísarhjólið var sett upp á höfninni. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að til hafi staðið að setja hjólabrautina upp um leið og búið var að flytja hana á svæðið. Þegar þangað var komið sáu þau þó að undirlagið á svæðinu hentaði ekki fyrir hjólabrautina. Tilbúið í næstu viku „Það átti að flytja hana og setja hana strax upp. Við héldum að þetta væri einfaldara en svo kom í ljós að það þurfti að fara í smá vinnu við að undirbúa undirlagið. Meira en við áttum von á.“ Búið er að ráða verktaka til að taka við verkefninu og hefst vinnan sem fylgir því í dag. Hjólabrautin verður tilbúin til notkunar í næstu viku og jafnvel fyrr. Hjólabrautin mun aðeins standa tímabundið á Klambratúni en hún verður færð aftur á Miðbakka þegar að parísarhjólið verður tekið niður. „Það er einhver peningur sem fer í bæði flutninginn og uppsetninguna, það liggur ekki fyrir nákvæmlega hve mikið en þetta er ekkert verulegt,“ segir hún og bætir við að framkvæmdirnar séu lítilsháttar. Slysahætta vegna brautarinnar Athygli var vakin á málinu með færslu í Facebook-hóp fyrir íbúa í Hlíðunum en þar var gagnrýnt að hjólabrautin væri skilin eftir í umræddu ástandi. Í færslunni er ýjað að því að ekki hafi verið gert ráð fyrir fjármagni fyrir brautina og bent á að af henni stafi talsverð slysahætta. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, var fljótur að svara færslunni og þakkaði fyrir ábendinguna. Hann sagðist ætla kanna hvers vegna samsetningu hjólabrautarinnar væri ekki lokið og ítrekaði að parísarhjólið væri tekjulind fyrir borgina en Reykjavíkurborg stendur ekki undir neinum kostnaði vegna þessa. Eva segir að ráðning verktakans hafi ekki verið til að bregðast við færslunni enda hafi alltaf legið fyrir að reisa hjólabrautina með viðunandi hætti á svæðinu. Hún telur að tekjurnar frá parísarhjólinu komi til móts við kostnað við að setja saman hjólabrautina. Reykjavík Borgarstjórn Hjólabretti Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að til hafi staðið að setja hjólabrautina upp um leið og búið var að flytja hana á svæðið. Þegar þangað var komið sáu þau þó að undirlagið á svæðinu hentaði ekki fyrir hjólabrautina. Tilbúið í næstu viku „Það átti að flytja hana og setja hana strax upp. Við héldum að þetta væri einfaldara en svo kom í ljós að það þurfti að fara í smá vinnu við að undirbúa undirlagið. Meira en við áttum von á.“ Búið er að ráða verktaka til að taka við verkefninu og hefst vinnan sem fylgir því í dag. Hjólabrautin verður tilbúin til notkunar í næstu viku og jafnvel fyrr. Hjólabrautin mun aðeins standa tímabundið á Klambratúni en hún verður færð aftur á Miðbakka þegar að parísarhjólið verður tekið niður. „Það er einhver peningur sem fer í bæði flutninginn og uppsetninguna, það liggur ekki fyrir nákvæmlega hve mikið en þetta er ekkert verulegt,“ segir hún og bætir við að framkvæmdirnar séu lítilsháttar. Slysahætta vegna brautarinnar Athygli var vakin á málinu með færslu í Facebook-hóp fyrir íbúa í Hlíðunum en þar var gagnrýnt að hjólabrautin væri skilin eftir í umræddu ástandi. Í færslunni er ýjað að því að ekki hafi verið gert ráð fyrir fjármagni fyrir brautina og bent á að af henni stafi talsverð slysahætta. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, var fljótur að svara færslunni og þakkaði fyrir ábendinguna. Hann sagðist ætla kanna hvers vegna samsetningu hjólabrautarinnar væri ekki lokið og ítrekaði að parísarhjólið væri tekjulind fyrir borgina en Reykjavíkurborg stendur ekki undir neinum kostnaði vegna þessa. Eva segir að ráðning verktakans hafi ekki verið til að bregðast við færslunni enda hafi alltaf legið fyrir að reisa hjólabrautina með viðunandi hætti á svæðinu. Hún telur að tekjurnar frá parísarhjólinu komi til móts við kostnað við að setja saman hjólabrautina.
Reykjavík Borgarstjórn Hjólabretti Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira