„Ástin var svo sannarlega í loftinu þetta kvöld“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. júní 2024 20:02 Mariane Sól & Kristján Eldur gengu í það heilaga 8. júní síðastliðinn. Blik Studio Weddings Nýgiftu hjónin Mariane Sól Úlfarsdóttir Hame og Kristján Eldur Aronsson eru búin að vera saman síðan þau voru unglingar. Þau áttu drauma brúðkaupsdag í Reykjavík og njóta nú saman í ævintýralegri brúðkaupsferð. Mariane ræddi við blaðamann um brúðkaupið. Þorði varla að trúa því að hann væri að fara að biðja Hjúin trúlofuðu sig í París 30. mars 2023. „Krissi bað mín í bátsferð á Seine ánni þann 30.03.23 en við vorum í París til þess að fagna afmæli bestu vinkonu minnar sem er búsett þar. Mig var farið að gruna að það væri bónorð á leiðinni þar sem hann spurði mig óvenju oft hvort ég væri ekki örugglega búin að panta tíma í neglur fyrir ferðina en það er eitthvað sem hann lætur sig vanalega ekki mikið varða, segir Mariane og hlær. Það var síðan vægast sagt rafmögnuð stemning í loftinu þegar við stóðum við árbakkann og biðum eftir bátnum þar sem við vissum bæði hvað væri að fara gerast en ég samt þorði varla að trúa því.“ View this post on Instagram A post shared by Mariane Sól Úlfarsdóttir (@marianesol98) Dásamlegur í alla staði en líka smá stressandi Þau vildu svo ekki bíða of lengi með stóra daginn. „Við vorum búin að ræða að ef og þegar við trúlofuðum okkur myndum við vilja halda brúðkaupið innan tveggja ára sem við stóðum síðan við. Um leið og við komum heim frá París skrifuðum við upp drög að gestalista og þar með hófst undirbúningurinn í rauninni.“ Mariane Sól & Kristján Eldur byrjuðu að skipuleggja brúðkaupið um leið og þau komu heim frá París.Blik Studio Weddings Aðspurð hvernig brúðkaupsdagurinn var svarar Mariane kímin: „Þetta var einn eftirminnilegasti dagur lífs okkar, hann var dásamlegur í alla staði og kannski smá stressandi líka. Það sem stóð upp úr hjá mér var að fá tækifæri til þess að vera með öllum okkar bestu vinum og nánustu fjölskyldu í einu herbergi og fá að halda geggjað partí til þess að fagna ástinni. Kvöldið ógleymanlegt í alla staði og ástin var svo sannarlega í loftinu þetta kvöld. Ég verð líka að nefna hér hvað þjónustan frá bæði Gamla Bíó og 4 árstíðum stóð upp úr en báðir aðilar léttu svo á álaginu á okkur á deginum sjálfum. Gamla Bíó heldur í höndina á manni í gegnum allt undirbúningsferlið og eru svo hokin af reynslu að keyra veislur, þannig að allt gekk betur en smurt fyrir sig. Elísa og þær í 4 árstíðum þurftu ekki nema einn fund til að skilja sýnina okkar fyrir daginn og síðan mæta þær og setja allt upp fyrir mann. Maður þarf ekki að hafa neinar áhyggjur, algjörar fagkonur.“ Veislan var haldin í Gamla Bíói með bestu vinum og nánustu fjölskyldu og var mikið fjör.Blik Studio Weddings Fékk sjokk þegar hún sá hvað sumir brúðarkjólar kosta Mariane klæddist einföldum og glæsilegum hvítum brúðarkjól. „Það gekk eiginlega hlægilega vel að velja kjólinn miðað við sjokkið sem ég fékk þegar ég sá hvað sumir brúðarkjólar kosta. Ég útbjó lista af kjólum sem ég hafði áhuga á og fann síðan einn þeirra fyrir algjöra slysni í kremju á útsölurekka í Selfridges í London en við vorum að heimsækja vini þar sumarið eftir að við trúlofuðumst. Ég henti honum síðan bara í hreinsun og fékk Berglindi í klæðaskerahöllinni á Hringbraut til að sníða hann að mér og ég hefði ekki getað verið sáttari.“ Mariane Sól fann draumakjólinn fyrir tilviljun á útsölurakka í Selfridges.Blik Studio Weddings Hjúin flugu svo í grísku sólina beint eftir brúðkaupið. „Við byrjuðum í Aþenu og höfum svo eytt síðastliðinni viku á gullfallegu eyjunni Milos. Við förum til Rómar á morgun þar sem við stöldrum stutt við áður en förinni er svo heitið til Puglia sem er langþráður áfangastaður.“ View this post on Instagram A post shared by Mariane Sól Úlfarsdóttir (@marianesol98) Hér má sjá fleiri myndir frá brúðkaupinu: Mariane Sól & Kristján Eldur eru búin að vera par frá unglingsaldri og áttu fallegan brúðkaupsdag.Blik Studio Weddings Mariane Sól var í skýjunum með blómin.Blik Studio Weddings Tónlistarmaðurinn Aron Can tróð upp í veislunni.Blik Studio Weddings Nýgiftu hjónin lyftu glösum.Blik Studio Weddings Mikið fjör!Blik Studio Weddings Ástin var svo sannarlega í loftinu.Blik Studio Weddings Veislan var hin glæsilegasta og hjónin sömuleiðis!Blik Studio Weddings Góðir vinir og fjölskylda komu saman að fagna ást Mariane og Kristjáns.Blik Studio Weddings Gleðin var við völd.Blik Studio Weddings Nýgift!Aðsend Brúðkaup Ástin og lífið Tengdar fréttir Skoski hópdansinn endaði óvænt sem algjör hápunktur „Það er svo lýsandi fyrir lífið í rauninni, það fer ekki endilega alltaf eins og maður heldur að það fari, en oftast rætist samt úr hlutunum og maður myndi ekki vilja hafa þá neitt öðruvísi,“ segja nýgiftu hjónin Anna Jia og Michael Wilkes, sem héldu draumabrúðkaup í Skotlandi í síðustu viku. 21. júní 2024 12:30 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Fleiri fréttir Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Sjá meira
Þorði varla að trúa því að hann væri að fara að biðja Hjúin trúlofuðu sig í París 30. mars 2023. „Krissi bað mín í bátsferð á Seine ánni þann 30.03.23 en við vorum í París til þess að fagna afmæli bestu vinkonu minnar sem er búsett þar. Mig var farið að gruna að það væri bónorð á leiðinni þar sem hann spurði mig óvenju oft hvort ég væri ekki örugglega búin að panta tíma í neglur fyrir ferðina en það er eitthvað sem hann lætur sig vanalega ekki mikið varða, segir Mariane og hlær. Það var síðan vægast sagt rafmögnuð stemning í loftinu þegar við stóðum við árbakkann og biðum eftir bátnum þar sem við vissum bæði hvað væri að fara gerast en ég samt þorði varla að trúa því.“ View this post on Instagram A post shared by Mariane Sól Úlfarsdóttir (@marianesol98) Dásamlegur í alla staði en líka smá stressandi Þau vildu svo ekki bíða of lengi með stóra daginn. „Við vorum búin að ræða að ef og þegar við trúlofuðum okkur myndum við vilja halda brúðkaupið innan tveggja ára sem við stóðum síðan við. Um leið og við komum heim frá París skrifuðum við upp drög að gestalista og þar með hófst undirbúningurinn í rauninni.“ Mariane Sól & Kristján Eldur byrjuðu að skipuleggja brúðkaupið um leið og þau komu heim frá París.Blik Studio Weddings Aðspurð hvernig brúðkaupsdagurinn var svarar Mariane kímin: „Þetta var einn eftirminnilegasti dagur lífs okkar, hann var dásamlegur í alla staði og kannski smá stressandi líka. Það sem stóð upp úr hjá mér var að fá tækifæri til þess að vera með öllum okkar bestu vinum og nánustu fjölskyldu í einu herbergi og fá að halda geggjað partí til þess að fagna ástinni. Kvöldið ógleymanlegt í alla staði og ástin var svo sannarlega í loftinu þetta kvöld. Ég verð líka að nefna hér hvað þjónustan frá bæði Gamla Bíó og 4 árstíðum stóð upp úr en báðir aðilar léttu svo á álaginu á okkur á deginum sjálfum. Gamla Bíó heldur í höndina á manni í gegnum allt undirbúningsferlið og eru svo hokin af reynslu að keyra veislur, þannig að allt gekk betur en smurt fyrir sig. Elísa og þær í 4 árstíðum þurftu ekki nema einn fund til að skilja sýnina okkar fyrir daginn og síðan mæta þær og setja allt upp fyrir mann. Maður þarf ekki að hafa neinar áhyggjur, algjörar fagkonur.“ Veislan var haldin í Gamla Bíói með bestu vinum og nánustu fjölskyldu og var mikið fjör.Blik Studio Weddings Fékk sjokk þegar hún sá hvað sumir brúðarkjólar kosta Mariane klæddist einföldum og glæsilegum hvítum brúðarkjól. „Það gekk eiginlega hlægilega vel að velja kjólinn miðað við sjokkið sem ég fékk þegar ég sá hvað sumir brúðarkjólar kosta. Ég útbjó lista af kjólum sem ég hafði áhuga á og fann síðan einn þeirra fyrir algjöra slysni í kremju á útsölurekka í Selfridges í London en við vorum að heimsækja vini þar sumarið eftir að við trúlofuðumst. Ég henti honum síðan bara í hreinsun og fékk Berglindi í klæðaskerahöllinni á Hringbraut til að sníða hann að mér og ég hefði ekki getað verið sáttari.“ Mariane Sól fann draumakjólinn fyrir tilviljun á útsölurakka í Selfridges.Blik Studio Weddings Hjúin flugu svo í grísku sólina beint eftir brúðkaupið. „Við byrjuðum í Aþenu og höfum svo eytt síðastliðinni viku á gullfallegu eyjunni Milos. Við förum til Rómar á morgun þar sem við stöldrum stutt við áður en förinni er svo heitið til Puglia sem er langþráður áfangastaður.“ View this post on Instagram A post shared by Mariane Sól Úlfarsdóttir (@marianesol98) Hér má sjá fleiri myndir frá brúðkaupinu: Mariane Sól & Kristján Eldur eru búin að vera par frá unglingsaldri og áttu fallegan brúðkaupsdag.Blik Studio Weddings Mariane Sól var í skýjunum með blómin.Blik Studio Weddings Tónlistarmaðurinn Aron Can tróð upp í veislunni.Blik Studio Weddings Nýgiftu hjónin lyftu glösum.Blik Studio Weddings Mikið fjör!Blik Studio Weddings Ástin var svo sannarlega í loftinu.Blik Studio Weddings Veislan var hin glæsilegasta og hjónin sömuleiðis!Blik Studio Weddings Góðir vinir og fjölskylda komu saman að fagna ást Mariane og Kristjáns.Blik Studio Weddings Gleðin var við völd.Blik Studio Weddings Nýgift!Aðsend
Brúðkaup Ástin og lífið Tengdar fréttir Skoski hópdansinn endaði óvænt sem algjör hápunktur „Það er svo lýsandi fyrir lífið í rauninni, það fer ekki endilega alltaf eins og maður heldur að það fari, en oftast rætist samt úr hlutunum og maður myndi ekki vilja hafa þá neitt öðruvísi,“ segja nýgiftu hjónin Anna Jia og Michael Wilkes, sem héldu draumabrúðkaup í Skotlandi í síðustu viku. 21. júní 2024 12:30 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Fleiri fréttir Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Sjá meira
Skoski hópdansinn endaði óvænt sem algjör hápunktur „Það er svo lýsandi fyrir lífið í rauninni, það fer ekki endilega alltaf eins og maður heldur að það fari, en oftast rætist samt úr hlutunum og maður myndi ekki vilja hafa þá neitt öðruvísi,“ segja nýgiftu hjónin Anna Jia og Michael Wilkes, sem héldu draumabrúðkaup í Skotlandi í síðustu viku. 21. júní 2024 12:30