Archibald vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum 2016 og 2020 en hún getur hins vegar ekki bætt medalíu, eða medalíum, í safnið á leikunum í París sem hefjast eftir mánuð.
Hin þrítuga Archibald fótbrotnaði nefilega á þriðjudaginn þegar hún datt um tröppu í garðinum heima hjá sér. Ekki nóg með að hafa beinbrotnað heldur fór ökkli Archibalds úr lið og tvö liðbönd losnuðu frá beininu.
Archibald gekkst undir aðgerð á miðvikudaginn en ljóst er að hún verður ekki búin að jafna sig í tæka tíð fyrir Ólympíuleikana sem verða settir 26. júlí.
Auk þess að vinna gull á Ólympíuleikunum 2016 og 2020 vann Archibald silfur á leikunum í Tókýó. Hún hefur einnig unnið fimm heimsmeistaratitla.