Kane vísar gagnrýni gömlu kallanna til föðurhúsanna Siggeir Ævarsson skrifar 24. júní 2024 07:00 Harry Kane er fyrirliði enska landsliðsins og tekur því hlutverki alvarlega Getty/Joe Prior Gagnrýni á frammistöðu enska landsliðsins kemur úr ýmsum áttum þessa dagana en gamlar kempur úr liðinu láta ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Harry Kane, fyrirliði liðsins, hefur fengið sig fullsaddan af óvarlegu orðfæri manna eins og Gary Lineker og sendi pílu til baka. Lineker, sem er aðalumsjónarmaður EM stofunnar hjá BBC, lét hafa eftir sér í hlaðvarpi að frammistaði Englands gegn Danmörku hefði verið „skítleg“. Alan Shearer og Rio Ferdinand hafa sömuleiðis ekki legið á skoðunum sínum en þeir eru þó ekki í sömu þungavigtarstöðum hjá breska ríkissjónvarpinu og Lineker. Kane benti góðlátlega á að þessar gömlu kempur hafi tæpast efni á að gagnrýna frammistöðu liðsins í ljósi sögunnar. „Allir eiga rétt á sinni skoðun en þegar öllu er á botninn hvolft höfum við ekki unnið neitt sem þjóð í langan, langan tíma og flestir af þessum leikmönnum voru hluti af liðinu og vita hversu erfitt þetta er.“ „Ég myndi aldrei vanvirða aðra leikmenn. Ég myndi bara vilja minna það á hvernig það er að spila í ensku landsliðstreyjunni og að það er hlustað á það sem þeir hafa að segja. Það væri mun betra að byggja upp sjálfstraust leikmanna.“ Kane fór nokkuð snyrtilega í kringum árangur þessara gömlu kempa með landsliðinu þegar hann sagði að enska landsliðið hafi ekki unnið neitt lengi. Hann hefði vel geta bent á að Lineker var í enska liðinu sem datt út í fyrsta umferð á EM 1988 og 1992, eða að Shearer var fyrirliði liðsins sem datt snemma út á EM 2000 nú eða að „gullna kynslóðin“ sem Ferdinand tilheyrði komst ekki einu sinni á EM 2008. Þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem Englendingar hafa fengið á mótinu í ár situr liðið í efsta sæti C-riðils eftir tvo leiki en lokaleikur liðsins í riðlinum er gegn Slóveníu á morgun. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Lineker, sem er aðalumsjónarmaður EM stofunnar hjá BBC, lét hafa eftir sér í hlaðvarpi að frammistaði Englands gegn Danmörku hefði verið „skítleg“. Alan Shearer og Rio Ferdinand hafa sömuleiðis ekki legið á skoðunum sínum en þeir eru þó ekki í sömu þungavigtarstöðum hjá breska ríkissjónvarpinu og Lineker. Kane benti góðlátlega á að þessar gömlu kempur hafi tæpast efni á að gagnrýna frammistöðu liðsins í ljósi sögunnar. „Allir eiga rétt á sinni skoðun en þegar öllu er á botninn hvolft höfum við ekki unnið neitt sem þjóð í langan, langan tíma og flestir af þessum leikmönnum voru hluti af liðinu og vita hversu erfitt þetta er.“ „Ég myndi aldrei vanvirða aðra leikmenn. Ég myndi bara vilja minna það á hvernig það er að spila í ensku landsliðstreyjunni og að það er hlustað á það sem þeir hafa að segja. Það væri mun betra að byggja upp sjálfstraust leikmanna.“ Kane fór nokkuð snyrtilega í kringum árangur þessara gömlu kempa með landsliðinu þegar hann sagði að enska landsliðið hafi ekki unnið neitt lengi. Hann hefði vel geta bent á að Lineker var í enska liðinu sem datt út í fyrsta umferð á EM 1988 og 1992, eða að Shearer var fyrirliði liðsins sem datt snemma út á EM 2000 nú eða að „gullna kynslóðin“ sem Ferdinand tilheyrði komst ekki einu sinni á EM 2008. Þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem Englendingar hafa fengið á mótinu í ár situr liðið í efsta sæti C-riðils eftir tvo leiki en lokaleikur liðsins í riðlinum er gegn Slóveníu á morgun.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti