Lagði til breytingar á ræðuhöldum á sautjánda júní Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júní 2024 00:29 Guðni Th. Jóhannesson frestaði formlega þingfundum 154. löggjafarþings á fyrsta tímanum í nótt. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði til að forsetinn héldi ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í stað forsætisráðherra eins og tíðkast hefur. Þetta sagði hann þegar hann frestaði þingfundum 154. löggjafarþings á fyrsta tímanum í nótt. Fundum Alþingis verður fram haldið þann tíunda september. Við þingfrestun flutti Birgir Ármannsson forseti Alþingis ræðu þar sem hann talaði um hið nýafstaðna áttræðisafmæli lýðveldisins og minntist einnig á hið komandi afmæli Alþingis sem fagnar ellefu hundruð árum árið 2030. Þá mælti Hanna Katrín Friðriksson þingkona Viðreisnar fyrir hönd Alþingismanna. Að lokum flutti Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ræðu þar sem hann lagði til að forseti héldi ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í stað forsætisráðherra og að forseta Íslands yrði búinn staður á Þingvöllum þannig að hann þurfi ekki að vera gestur þegar hann sinnir embættisverkum þar. Sagði Guðni forsetann gegna sameiningarskyldu við þjóðina. „Ekki hef ég viljað vekja máls á því opinberlega á meðan ég sit sjálfur á Bessastöðum en í ljósi hinnar einstöku stöðu forseta Íslands í stjórnskipun og samfélagi tel ég fara vel á því að sá eða sú sem því embætti gegnir flytji ávarp til þjóðarinnar á þjóðhátíðardaginn frekar en forsætisráðherra eins og venja hefur verið,“ sagði Guðni. „Þar fer stjórnmálaleiðtogi sem talar frá degi til dags fyrir hönd ríkisstjórnarinnar eða síns flokks. Sá maður er því í öðrum sporum en forseti hverju sinni,“ sagði hann þá. Svo áréttaði forsetinn að honum þætti að sá kafli stjórnarskrárinnar sem lýtur að völdum og verksviði þjóðhöfðingjans ætti að vera endurskoðaður. Þar megi til dæmis finna ákvæði um meint vald forseta til að veita undanþágur auk kostnaðarsamra og úreltra ákvæða um verksvið handhafa forsetavalds. Þá beindi forseti því til þingheims að æskilegt væri að setja lög um embætti forseta Íslands, ekki síst til að tryggja stjórnsýslulegt sjálfstæði þess. „Hér og víðar hef ég áður minnst á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins sem ber þess enn glögg merki eins og Sveinn Björnsson sagði á sínum tíma að vera sniðin upprunalega fyrir annað land með öðrum viðhorfum,“ sagði Guðni. Í lok ræðu sinnar óskaði forseti nýkjörnum forseta, Höllu Tómasdóttur, velfarnaðar á vandasömum vettvangi. Þá færði hann þingmönnum góðar óskir og landsmönnum öllum kveðjur og þakkir fyrir samfylgdina. Guðni lýsti þingfundum formlega frestað til tíunda septmember þegar klukkan var gengin sautján mínútur í eitt. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Við þingfrestun flutti Birgir Ármannsson forseti Alþingis ræðu þar sem hann talaði um hið nýafstaðna áttræðisafmæli lýðveldisins og minntist einnig á hið komandi afmæli Alþingis sem fagnar ellefu hundruð árum árið 2030. Þá mælti Hanna Katrín Friðriksson þingkona Viðreisnar fyrir hönd Alþingismanna. Að lokum flutti Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ræðu þar sem hann lagði til að forseti héldi ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í stað forsætisráðherra og að forseta Íslands yrði búinn staður á Þingvöllum þannig að hann þurfi ekki að vera gestur þegar hann sinnir embættisverkum þar. Sagði Guðni forsetann gegna sameiningarskyldu við þjóðina. „Ekki hef ég viljað vekja máls á því opinberlega á meðan ég sit sjálfur á Bessastöðum en í ljósi hinnar einstöku stöðu forseta Íslands í stjórnskipun og samfélagi tel ég fara vel á því að sá eða sú sem því embætti gegnir flytji ávarp til þjóðarinnar á þjóðhátíðardaginn frekar en forsætisráðherra eins og venja hefur verið,“ sagði Guðni. „Þar fer stjórnmálaleiðtogi sem talar frá degi til dags fyrir hönd ríkisstjórnarinnar eða síns flokks. Sá maður er því í öðrum sporum en forseti hverju sinni,“ sagði hann þá. Svo áréttaði forsetinn að honum þætti að sá kafli stjórnarskrárinnar sem lýtur að völdum og verksviði þjóðhöfðingjans ætti að vera endurskoðaður. Þar megi til dæmis finna ákvæði um meint vald forseta til að veita undanþágur auk kostnaðarsamra og úreltra ákvæða um verksvið handhafa forsetavalds. Þá beindi forseti því til þingheims að æskilegt væri að setja lög um embætti forseta Íslands, ekki síst til að tryggja stjórnsýslulegt sjálfstæði þess. „Hér og víðar hef ég áður minnst á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins sem ber þess enn glögg merki eins og Sveinn Björnsson sagði á sínum tíma að vera sniðin upprunalega fyrir annað land með öðrum viðhorfum,“ sagði Guðni. Í lok ræðu sinnar óskaði forseti nýkjörnum forseta, Höllu Tómasdóttur, velfarnaðar á vandasömum vettvangi. Þá færði hann þingmönnum góðar óskir og landsmönnum öllum kveðjur og þakkir fyrir samfylgdina. Guðni lýsti þingfundum formlega frestað til tíunda septmember þegar klukkan var gengin sautján mínútur í eitt.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira