Spænska lögreglan vill enga aðstoð frá Bretum við leitina á Tenerife Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2024 22:31 Lögreglan á Tenerife hefur umsjón með leitinni að hinum breska Jay Slater. Vísir/Getty Þyrlur, leitarhundar og drónar hafa verið notaðir við letina að hinum 19 ára gamla Jay Slater sem saknað hefur verið á Tenerife síðan á mánudag. Spænska lögreglan hefur afþakkað aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi. Leitað hefur verið að hinum 19 ára gamla Breta Jay Slater á spænsku eyjunni Tenerife síðan á mánudag. Slater var í fríi á Tenerife ásamt vinum sínum og fór hópurinn á tónlistarhátíðina NRG um helgina. Síðast spurðist til hans þar sem hann var staddur á fjallvegi Rural de-Teno en garðurinn er bæði víðáttumikill og grýttur. Vinkona Jay tilkynnti um hvarf hans í morgunsárið á mánudag en þá hafði hún fengið símtal frá honum þar sem hann sagðist ætla að ganga yfir fjalllendið og að síminn hans væri að verða batteríslaus. Vinir Jay hafa óskað eftir aðstoð frá lögreglunni í Bretlandi en spænska lögreglan hefur séð um leitina til þessa. Lögreglan í Lancashire á Bretlandi segir að þar sem málið sé ekki innan hennar lögsögu hafi þeir boðið spænsku lögreglunni aðstoð sem hafi þó verið afþökkuð. „Þeir hafa staðfest að á þessum tímapunkti séu þeir ánægðir með þann mannskap sem þeir hafa yfir að ráða en að þeir muni hafa samband ef staðan breytist,“ segir í yfirlýsingu frá lögreglunni í Lancashire. Spænsk kona er sú síðasta til að sjá til Slater um áttaleytið á mánudagsmorgun. „Hann spurði mig tvisvar hvenær strætóinn kæmi og ég sagði að hann kæmi klukkan tíu. Eftir það fór ég í bílinn minn og sá hann á gangi þar sem hann gekk hratt. Ég sá hann ekki eftir það,“ sagði vitnið Ofelia Medina Hernandez í samtali við Sky News. Í dag einbeitti lögreglan sér að svæði við staðinn Masca og fínkemdu svæði þar í kring. Leitað var sérstaklega í kringum ána Barranco Madre del Agua og í gili þar hjá. Spánn Kanaríeyjar Bretland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Leitað hefur verið að hinum 19 ára gamla Breta Jay Slater á spænsku eyjunni Tenerife síðan á mánudag. Slater var í fríi á Tenerife ásamt vinum sínum og fór hópurinn á tónlistarhátíðina NRG um helgina. Síðast spurðist til hans þar sem hann var staddur á fjallvegi Rural de-Teno en garðurinn er bæði víðáttumikill og grýttur. Vinkona Jay tilkynnti um hvarf hans í morgunsárið á mánudag en þá hafði hún fengið símtal frá honum þar sem hann sagðist ætla að ganga yfir fjalllendið og að síminn hans væri að verða batteríslaus. Vinir Jay hafa óskað eftir aðstoð frá lögreglunni í Bretlandi en spænska lögreglan hefur séð um leitina til þessa. Lögreglan í Lancashire á Bretlandi segir að þar sem málið sé ekki innan hennar lögsögu hafi þeir boðið spænsku lögreglunni aðstoð sem hafi þó verið afþökkuð. „Þeir hafa staðfest að á þessum tímapunkti séu þeir ánægðir með þann mannskap sem þeir hafa yfir að ráða en að þeir muni hafa samband ef staðan breytist,“ segir í yfirlýsingu frá lögreglunni í Lancashire. Spænsk kona er sú síðasta til að sjá til Slater um áttaleytið á mánudagsmorgun. „Hann spurði mig tvisvar hvenær strætóinn kæmi og ég sagði að hann kæmi klukkan tíu. Eftir það fór ég í bílinn minn og sá hann á gangi þar sem hann gekk hratt. Ég sá hann ekki eftir það,“ sagði vitnið Ofelia Medina Hernandez í samtali við Sky News. Í dag einbeitti lögreglan sér að svæði við staðinn Masca og fínkemdu svæði þar í kring. Leitað var sérstaklega í kringum ána Barranco Madre del Agua og í gili þar hjá.
Spánn Kanaríeyjar Bretland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira