Vilja menn þá sérhagsmunagæzlu og það spillingar- og klíkuveldi, sem núverandi stjórnarfar og krónan leyfa? Ole Anton Bieltvedt skrifar 22. júní 2024 08:01 Það eru í raun öll ríki álfunnar, sem sækja það fast og með öllum ráðum, að komast inn í ESB og fá Evru, nema þá Bretland, sem gekk úr ESB á grundvelli blekkinga, ósanninda og rangfærslna þeirra íhalds- og afturhaldsafla, sem fyrir útgöngu stóðu, og svo Ísland, trúlega mest af ótta við það, að við inngöngu og upptöku Evru, myndi sú sérhagsmunagæzla og það spillingar- og klíkuveldi, sem núverandi stjórnarfar og íslenzka krónan leyfa, falla. Norðmenn, sem hafa verið tvístigandi vegna ríkra þjóðernistilfinninga hluta landsmanna, bænda og sjómanna í hinum dreifðu byggðum landsins, virðast nú hafa tekið af skarið og ætla að stefna á nýja aðildarumsókn, alla vega á nýja öfluga umræðu um hana. Ógnin úr austri, Pútín og hans Asíu mátar, opna augu Evrópubúa enn betur, en áður var, fyrir nausyn náinnar samvinnu og óskoraðrar samstöðu allra Evrópuþjóða. ESB er kjarni hennar. Ný umsókn Noregs um aðild virðist ætla að verða stóra kosningamál Norðmanna 2025. Í ESB-ríkjasambandinu eru nú 27 evrópsk þjóðríki. Tyrklandi reyndi fyrst að komast inn 1987, og hefur því verið að reyna - með flestum eða öllum ráðum - síðast var það kúgunartilraun í sambandi við inngöngu Svíþjóðar í NATO - auðvitað allt annað mál, sýnir örvæntingu Erdogans - að komast inn í sambandið, til að geta notið þeirra fríðinda og tryggt sér þá velferð, þá hagsmuni og það öryggi, sem sambandið og gjaldmiðill þess býður upp á. Allar tilraunir landsins hafa þó strandað á því, að landið, stjórnendur þess, nú síðustu áratugina Recep Erdogan, hafa hunzað flestar grunnreglur ESB um lýðræði, mannréttindi, réttaröryggi og baráttuna gegn spillingu. Í stefnumörkun og regluverki ESB eru semsé harðar kröfur settar fram, og verða þau þjóðríki, sem vilja verða aðildarríki, að innleiða í sín lög ákvæði, sem ganga skýrt í þessa átt, og svo, eftir aðild, fylgja þeim stíft og með sannfærandi hætti eftir. Vert er hér að rifja upp grunnregluverk og grunngildi ESB: (1) lýðræðislegar leikreglur og réttaröryggi (2) hörð viðspyrna við klíkuskap og spillingu (3) jafnræði milli þjóðfélagshópa (4) sérstök vernd minnihlutahópa (5) neytendavernd og matvælaöryggi (6) heilsuvernd (7) velferð og öryggi manna - heima fyrir, á ferðalögum og á vinnustað - (8) dýra-, náttúru- og umhverfisvernd; við eigum bara eina jörð (9) réttindi almennings gagnvart alþjóðlegum stórfyrirtækjum, svo sem flugfélögum, bönkum og símafélögum (10) eftirlit með því, að alþjóðlegu risafyrirtækin borgi sanngjarna skatta. Í raun gildir það sama um öll hin ríkin 9, sem hafa verið að reyna að komast inn í ESB, og um Tyrkland. Umsóknir hafa strandað á því, að þau uppfylla ekki kröfurnar 10, en ESB hvikar ekki frá neinni þeirra, einkum og alls ekki 1, 2 og 3. Ríkin 9, sem eru í biðröðinni, og eru nú í samráði við ESB að reyna að bæta sitt lýðræði, siðferði, jafnrétti og mannréttindi borgaranna, eru: Albanía, Bosnía-Hersegóvina, Georgía, Kosovó, Moldavía, Norður Makedónía, Serbía, Svartfjallaland og Úkraína. Hvað Úkraínu varðar, þá hefur ESB samþykkt sérstaka meðferð fyrir hana, nokkurs konar flýtimeðferð, til að styrkja Úkraínumenn, bæði siðferðislega og efnahagslega, í baráttunni gegn Rússlandi Pútíns. Er þetta staðfesting Evrópu á því, að hún líti á Úkraínu sem „eina af okkur“; hluta af Evrópu. Sú viðurkenning virðist Úkraínumönnum mikilvæg og dýrmæt, en það er greinilega eitt grundgilda Úkraínumanna, að teljast til evrópskra þjóða, mannfræðilega og menningarlega. Í raun er það umhugsunarefni, að, á sama tíma og nánast öll þau Evrópuríki, sem ekki eru í ESB, eru með ráð og dáð að reyna að komast í sambandið og fá Evruna sem gjaldmiðil, til að tryggja efnahag sinn og stöðuleika hans, lága vexti og aukna velferð, skuli Ísland - valdaelítan hér - ekki einu sinni vilja skoða eða ræða málið. Ekki er annað að sjá, en að ýmsir valdamenn, Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi og aðrir forsvarsmenn sérhagsmunagæzlunnar og þá um leið klíkuskaparins og spillingarinnar í landinu, nánast stirni upp, ef málið ber á góma, hvað þá, að þeir séu til í, að láta á það reyna, fyrst, hvort þjóðin vilji fara í nýja óskuldbindandi umsókn, eða framhaldsviðræður á grundvelli þeirrar umsóknar, sem var lögð inn 2009/2010, og, svo í framhaldinu, ef niðurstaða þjóðaratkvæðis verður á þann veg, nýjar samningaumleitanir, sem auðvitað væru líka opnar og án fyrirfram skuldbindinga. Ótti ESB-andstæðinga við ESB-regulverkið eru eflaust margþættur, en efst stendur væntanlega það, að við inngöngu í ESB og upptöku Evru myndi sú sérhagsmunagæzla og það spillingar- og klíkuveldi, sem núverandi stjórnarfar og íslenzka krónan leyfir, falla. Yrði erfitt fyrir valdaklíkuna, valdapótintáta Sjálfstæðismanna og Framsóknar, sem hafa mikið skipt með sér kökunni - tryggt sér og sínum sérstöðu, hagsmuni og forgang, þar sem almenningur hefur oftast mætt afgangi – að missa spottana, til að kippa í, úr höndum sér. Eins og stefnumál flokka hér hafa þróast, er aðeins einn flokkur, sem vill berjast fyrir fullri ESB-aðild og upptöku Evru. Viðreisn. Ef menn vilja sjá fyrir endann á þeirri sérhagsmunagæzlu og því klíku- og spillingarveldi, sem núverandi stjórnarfar og íslenzka krónan leyfa, verða þeir að hafa það sterklega í huga. Kosningar 2025. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Það eru í raun öll ríki álfunnar, sem sækja það fast og með öllum ráðum, að komast inn í ESB og fá Evru, nema þá Bretland, sem gekk úr ESB á grundvelli blekkinga, ósanninda og rangfærslna þeirra íhalds- og afturhaldsafla, sem fyrir útgöngu stóðu, og svo Ísland, trúlega mest af ótta við það, að við inngöngu og upptöku Evru, myndi sú sérhagsmunagæzla og það spillingar- og klíkuveldi, sem núverandi stjórnarfar og íslenzka krónan leyfa, falla. Norðmenn, sem hafa verið tvístigandi vegna ríkra þjóðernistilfinninga hluta landsmanna, bænda og sjómanna í hinum dreifðu byggðum landsins, virðast nú hafa tekið af skarið og ætla að stefna á nýja aðildarumsókn, alla vega á nýja öfluga umræðu um hana. Ógnin úr austri, Pútín og hans Asíu mátar, opna augu Evrópubúa enn betur, en áður var, fyrir nausyn náinnar samvinnu og óskoraðrar samstöðu allra Evrópuþjóða. ESB er kjarni hennar. Ný umsókn Noregs um aðild virðist ætla að verða stóra kosningamál Norðmanna 2025. Í ESB-ríkjasambandinu eru nú 27 evrópsk þjóðríki. Tyrklandi reyndi fyrst að komast inn 1987, og hefur því verið að reyna - með flestum eða öllum ráðum - síðast var það kúgunartilraun í sambandi við inngöngu Svíþjóðar í NATO - auðvitað allt annað mál, sýnir örvæntingu Erdogans - að komast inn í sambandið, til að geta notið þeirra fríðinda og tryggt sér þá velferð, þá hagsmuni og það öryggi, sem sambandið og gjaldmiðill þess býður upp á. Allar tilraunir landsins hafa þó strandað á því, að landið, stjórnendur þess, nú síðustu áratugina Recep Erdogan, hafa hunzað flestar grunnreglur ESB um lýðræði, mannréttindi, réttaröryggi og baráttuna gegn spillingu. Í stefnumörkun og regluverki ESB eru semsé harðar kröfur settar fram, og verða þau þjóðríki, sem vilja verða aðildarríki, að innleiða í sín lög ákvæði, sem ganga skýrt í þessa átt, og svo, eftir aðild, fylgja þeim stíft og með sannfærandi hætti eftir. Vert er hér að rifja upp grunnregluverk og grunngildi ESB: (1) lýðræðislegar leikreglur og réttaröryggi (2) hörð viðspyrna við klíkuskap og spillingu (3) jafnræði milli þjóðfélagshópa (4) sérstök vernd minnihlutahópa (5) neytendavernd og matvælaöryggi (6) heilsuvernd (7) velferð og öryggi manna - heima fyrir, á ferðalögum og á vinnustað - (8) dýra-, náttúru- og umhverfisvernd; við eigum bara eina jörð (9) réttindi almennings gagnvart alþjóðlegum stórfyrirtækjum, svo sem flugfélögum, bönkum og símafélögum (10) eftirlit með því, að alþjóðlegu risafyrirtækin borgi sanngjarna skatta. Í raun gildir það sama um öll hin ríkin 9, sem hafa verið að reyna að komast inn í ESB, og um Tyrkland. Umsóknir hafa strandað á því, að þau uppfylla ekki kröfurnar 10, en ESB hvikar ekki frá neinni þeirra, einkum og alls ekki 1, 2 og 3. Ríkin 9, sem eru í biðröðinni, og eru nú í samráði við ESB að reyna að bæta sitt lýðræði, siðferði, jafnrétti og mannréttindi borgaranna, eru: Albanía, Bosnía-Hersegóvina, Georgía, Kosovó, Moldavía, Norður Makedónía, Serbía, Svartfjallaland og Úkraína. Hvað Úkraínu varðar, þá hefur ESB samþykkt sérstaka meðferð fyrir hana, nokkurs konar flýtimeðferð, til að styrkja Úkraínumenn, bæði siðferðislega og efnahagslega, í baráttunni gegn Rússlandi Pútíns. Er þetta staðfesting Evrópu á því, að hún líti á Úkraínu sem „eina af okkur“; hluta af Evrópu. Sú viðurkenning virðist Úkraínumönnum mikilvæg og dýrmæt, en það er greinilega eitt grundgilda Úkraínumanna, að teljast til evrópskra þjóða, mannfræðilega og menningarlega. Í raun er það umhugsunarefni, að, á sama tíma og nánast öll þau Evrópuríki, sem ekki eru í ESB, eru með ráð og dáð að reyna að komast í sambandið og fá Evruna sem gjaldmiðil, til að tryggja efnahag sinn og stöðuleika hans, lága vexti og aukna velferð, skuli Ísland - valdaelítan hér - ekki einu sinni vilja skoða eða ræða málið. Ekki er annað að sjá, en að ýmsir valdamenn, Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi og aðrir forsvarsmenn sérhagsmunagæzlunnar og þá um leið klíkuskaparins og spillingarinnar í landinu, nánast stirni upp, ef málið ber á góma, hvað þá, að þeir séu til í, að láta á það reyna, fyrst, hvort þjóðin vilji fara í nýja óskuldbindandi umsókn, eða framhaldsviðræður á grundvelli þeirrar umsóknar, sem var lögð inn 2009/2010, og, svo í framhaldinu, ef niðurstaða þjóðaratkvæðis verður á þann veg, nýjar samningaumleitanir, sem auðvitað væru líka opnar og án fyrirfram skuldbindinga. Ótti ESB-andstæðinga við ESB-regulverkið eru eflaust margþættur, en efst stendur væntanlega það, að við inngöngu í ESB og upptöku Evru myndi sú sérhagsmunagæzla og það spillingar- og klíkuveldi, sem núverandi stjórnarfar og íslenzka krónan leyfir, falla. Yrði erfitt fyrir valdaklíkuna, valdapótintáta Sjálfstæðismanna og Framsóknar, sem hafa mikið skipt með sér kökunni - tryggt sér og sínum sérstöðu, hagsmuni og forgang, þar sem almenningur hefur oftast mætt afgangi – að missa spottana, til að kippa í, úr höndum sér. Eins og stefnumál flokka hér hafa þróast, er aðeins einn flokkur, sem vill berjast fyrir fullri ESB-aðild og upptöku Evru. Viðreisn. Ef menn vilja sjá fyrir endann á þeirri sérhagsmunagæzlu og því klíku- og spillingarveldi, sem núverandi stjórnarfar og íslenzka krónan leyfa, verða þeir að hafa það sterklega í huga. Kosningar 2025. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun