Lífið

Fundu hvort annað hjá Val

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Það fer vel á með nýjasta ofurpari landsins.
Það fer vel á með nýjasta ofurpari landsins.

Kristófer Acox leikmaður Vals í körfubolta og Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir leikmaður Vals í fótbolta eru nýjasta ofurpar landsins. Parið hefur svipt hulunni af sambandinu á samfélagsmiðlum.

Samkvæmt heimildum Vísis hafa þau verið að stinga saman nefjum í dágóðan tíma. Til þeirra sást meðal annars á stefnumóti á Flatey á dögunum þar sem parið gerði vel við sig í mat og drykk.

Það er ekki ofsögum sagt að um ofurpar sé að ræða en bæði hafa þau gert gott mót fyrir Val í sitthvorri íþróttinni, körfuboltanum og fótboltanum. Kristófer Acox hefur verið einn besti leikmaður landsins í körfubolta um árabil, ólst upp í Vesturbænum og var lengi vel leikmaður KR.

Hann hefur nú fundið ástina í Val, félaginu sem hann hefur gert að Íslandsmeistara í körfubolta í tvígang. Ljóst að hann mætir jafnoka sínum í Guðrúnu Elísabetu sem hefur verið meðal bestu leikmanna Vals í fótboltanum síðan hún kom til félagsins frá Aftureldingu árið 2022. Hún hefur skorað þrjú mörk í sex leikjum þetta tímabilið í Bestu deildinni.

Innan og utan vallar, skrifar Kristófer Acox á Instagram.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.