Bílastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 16:05 Forsvarsmenn ISAVIA hvetja fólk til að huga að samgönguleiðum á flugvöllinn í sumar, og bóki stæði tímanlega ef við á. ISAVIA Bókanir fyrir bílastæðin við Keflavíkurflugvöll hafa ekki verið fleiri síðan sumarið 2016, þegar íslenska karlalandsliðið var að keppa á EM í knattspyrnu í Frakklandi. Líkur eru á því að bílastæðin gætu orðið uppbókuð í sumar, en ISAVIA hvetur fólk til að huga að samgönguleiðinni á flugvöllinn, þegar flugmiðinn er bókaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ISAVIA. Þau sem hyggjast leggja leið sína í gegnum flugvöllinn í júní, júlí og ágúst, eru hvött til að bóka bílastæði við flugstöðina fyrir fram til að tryggja bílnum stæði. Þá er sagt að til að tryggja bílnum stæði og fá hagstæðasta verðið sé best að bóka stæðið sem fyrst. Betri kjör fáist því fyrr sem bókað er. Nýtt bókunarkerfi Í tilkynningu segir að nýtt bílastæðakerfi hafi verið tekið í notkun síðasta sumar, en bókunarferlið sé það sama og áður á vefsíðu KEF. „Nýja bílastæðakerfið virkar þannig að ekið er inn og út af bílastæðunum, hliðin opnast sjálfkrafa og myndavél tekur mynd af bílnúmerinu. Ekki er lengur þörf á að taka miða, skanna QR-kóða eða nota greiðslukort til að opna hliðin á bílastæðunum. Aðrar greiðsluleiðir í boði fyrir gesti eru með bílastæðaforritum, Autopay og Parka, auk þess sem sjálfsafgreiðslukassar eru áfram til staðar inni í flugstöð. Ef engin þessara greiðsluleiða er notuð kemur reikningur samkvæmt gjaldskrá í heimabanka bílaeigenda, að viðbættu 1.490 króna þjónustugjaldi. Hægt er að forðast þjónustugjaldið með því að greiða fyrir stæðið með bílastæðaappi allt að 48 klukkustundum eftir að bílastæðið er yfirgefið,“ segir í tilkynningunni. Fólk hugi að samgönguleiðum Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir að verið sé að senda tilkynninguna út vegna þess að sú staða gæti komið upp í sumar að bílastæðin gætu fyllst. Hann hvetur fólk til að að huga að samgönguleiðinni á flugvöllinn um leið og farmiði er bókaður, hvort sem það er að bóka bílastæði eða nota aðrar samgönguleiðir á flugvöllinn. Fyrir tveimur árum fjallaði Vísir um mikla óánægju margra með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli. Viðmælendur sögðu dýra og lélega rútuferð nánast eina möguleikann fyrir fólk sem er ekki á einkabíl. Strætóaðstaðan sé óboðleg. Ástralskur ferðalangur vakti svo heimsathygli á Tiktok, þegar hún gekk í tvo tíma frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli í stað þess að borga rándýran leigubíl. Guðjón segir að úrbætur hafi verið gerðar hvað upplýsingagjöf um samgönguleiðir frá flugvellinum varðar. „Við erum með upplýsingar á skiltum í flugstöðinni, við höfum bætt í hvað það varðar. Þannig að þegar þú sækir töskuna og ert á leið út úr töskusalnum, er stórt skilti sem veitir upplýsingar um allar samgönguleiðir sem hægt er að nýta sér úr flugvellinum,“ segir Guðjón. Strætóskýlið sé svo um 200 metrum frá dyrunum þar sem maður gengur út. „Við höfum verið undanfarin ár að bæta gönguleiðina að skýlinu, og hún er yfirbyggð að hluta,“ segir Guðjón. Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Bílastæði Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ISAVIA. Þau sem hyggjast leggja leið sína í gegnum flugvöllinn í júní, júlí og ágúst, eru hvött til að bóka bílastæði við flugstöðina fyrir fram til að tryggja bílnum stæði. Þá er sagt að til að tryggja bílnum stæði og fá hagstæðasta verðið sé best að bóka stæðið sem fyrst. Betri kjör fáist því fyrr sem bókað er. Nýtt bókunarkerfi Í tilkynningu segir að nýtt bílastæðakerfi hafi verið tekið í notkun síðasta sumar, en bókunarferlið sé það sama og áður á vefsíðu KEF. „Nýja bílastæðakerfið virkar þannig að ekið er inn og út af bílastæðunum, hliðin opnast sjálfkrafa og myndavél tekur mynd af bílnúmerinu. Ekki er lengur þörf á að taka miða, skanna QR-kóða eða nota greiðslukort til að opna hliðin á bílastæðunum. Aðrar greiðsluleiðir í boði fyrir gesti eru með bílastæðaforritum, Autopay og Parka, auk þess sem sjálfsafgreiðslukassar eru áfram til staðar inni í flugstöð. Ef engin þessara greiðsluleiða er notuð kemur reikningur samkvæmt gjaldskrá í heimabanka bílaeigenda, að viðbættu 1.490 króna þjónustugjaldi. Hægt er að forðast þjónustugjaldið með því að greiða fyrir stæðið með bílastæðaappi allt að 48 klukkustundum eftir að bílastæðið er yfirgefið,“ segir í tilkynningunni. Fólk hugi að samgönguleiðum Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir að verið sé að senda tilkynninguna út vegna þess að sú staða gæti komið upp í sumar að bílastæðin gætu fyllst. Hann hvetur fólk til að að huga að samgönguleiðinni á flugvöllinn um leið og farmiði er bókaður, hvort sem það er að bóka bílastæði eða nota aðrar samgönguleiðir á flugvöllinn. Fyrir tveimur árum fjallaði Vísir um mikla óánægju margra með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli. Viðmælendur sögðu dýra og lélega rútuferð nánast eina möguleikann fyrir fólk sem er ekki á einkabíl. Strætóaðstaðan sé óboðleg. Ástralskur ferðalangur vakti svo heimsathygli á Tiktok, þegar hún gekk í tvo tíma frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli í stað þess að borga rándýran leigubíl. Guðjón segir að úrbætur hafi verið gerðar hvað upplýsingagjöf um samgönguleiðir frá flugvellinum varðar. „Við erum með upplýsingar á skiltum í flugstöðinni, við höfum bætt í hvað það varðar. Þannig að þegar þú sækir töskuna og ert á leið út úr töskusalnum, er stórt skilti sem veitir upplýsingar um allar samgönguleiðir sem hægt er að nýta sér úr flugvellinum,“ segir Guðjón. Strætóskýlið sé svo um 200 metrum frá dyrunum þar sem maður gengur út. „Við höfum verið undanfarin ár að bæta gönguleiðina að skýlinu, og hún er yfirbyggð að hluta,“ segir Guðjón.
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Bílastæði Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent