Sport

„Mér finnst við vera að koma til baka sem lið“

Sverrir Mar Smárason skrifar
Hallgrímur Mar skoraði fyrir KA í dag.
Hallgrímur Mar skoraði fyrir KA í dag. Vísir/Hulda Margrét

KA situr á botni deildarinnar eftir 10. umferðir í bestu deild karla. Liðið tapaði í kvöld á útivelli gegn Breiðabliki eftir að hafa byrjað síðari hálfleikinn vel og jafnað metin. Hallgrímur Mar, sóknarmaður KA, var svekktur eftir leikinn.

„Bara ömurlegt. Mér fannst við spila vel í dag. Við erum farnir að sýna hjarta aftur og spila sem lið. Við leggjum mikla vinnu í þennan leik og að tapa honum fannst mér ósanngjarnt. 50/50 leikur fannst mér og ógeðslega svekkjandi. Síðan fannst mér við eiga að fá víti í lokin eða ég held það,“ sagði Hallgrímur Mar og átti við á loka mínútunni þegar Viðar Örn slapp í gegn.

„Ég sé hann bara negla hann niður. Hann var í skotinu. Hann brýtur á honum. Hvað gerðist í gær þegar gaurinn er ekki nálægt bara negldur niður. Mér fannst þetta eiga að vera víti.“

KA er sem stendur í neðsta sæti deildarinnar með fimm stig, einn sigur, eftir 10. umferðir. Hallgrímur sér batamerki á liðinu.

„Ég held það. Ég hef haft trú á þessu allan tímann. Við höfum ekki verið að spila nægilega mikið sem lið og ekki að leggja nægilega vinnu í þetta. Mér fannst við gera það í dag. Ívar og Hans geggjaðir, kasta sér fyrir alla bolta ásamt miðjumönnunum fyrir framan. Kári geggjaður í bakverðinum en það er bara ógeðslega svekkjandi að tapa þessu. Mér finnst við vera að koma til baka sem lið,“ sagði Hallgrímur.

„Ég veit við erum á botninum. Eins og ég segi þá ef við spilum eins og við spiluðum í dag þá hef ég engar áhyggjur af þessu. Auðvitað en staðan þannig að við erum neðstir. Ég hugsa ekkert um það ég hugsa bara um að vinna næsta leik og það mun skila okkur á endanum,“ sagði Hallgrímur að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×