„Þetta er nú ekki jafnslæmt og í Noregi!“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2024 11:39 Denys og Harry Hughes hjón frá Liverpool báru Íslandi ákaflega vel söguna. Ferðamenn sem áttu leið um miðborgina í dag mæla allir heilshugar með Íslandi og eiga erfitt með að skilja þverrandi áhuga á landinu sem ferðamannastað. Inntir eftir því hvað mætti betur fara nefndu ferðamennirnir þó allir það sama; verðlagið. Ísland er að detta úr tísku. Þetta kom fram í fréttum hér á Stöð 2 í gær. Þverrandi leitaráhugi Breta á Íslandi sagður staðfesta graflvarlega stöðu í ferðamennskunni hér á landi. En hvað veldur? Viðmælandi kvöldfrétta sagði stjórnvöld þurfa að herða sig í markaðssetningu en aðrir hafa bent á að íslenskt verðlag gæti haft eitthvað með málið að gera, nýjasta eftirtektarverða dæmið má finna hér. Nú, eða samgöngumálin; ástralskur ferðamaður sem fann sig knúinn til að ganga út á Keflavíkurflugvöll rataði nýverið í heimsfréttirnar. Þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag voru þó jákvæðnin uppmáluð, allir hæstánægðir með náttúrufegurðina og viðmótsþýða heimamenn. Glenys Dyer Hughes og Harry Hughes, hjón frá Liverpool sem oft hafa komið til Íslands, báru jafnframt íslenskri salernismenningu sérstaklega vel söguna. „Þegar maður er nýkominn af skipinu og þarf nauðsynlega að komast á salernið er manni sjaldnast hleypt inn,“ sagði Glenys, sem einmitt var nýstigin niður úr skemmtiferðaskipi og naut útsýnisins yfir Tjörnina ásamt eiginmanninum. „Hér er manni hleypt inn,“ skaut Harry inn í. Glenys greip boltann á ný. „Og það er gott. Við vorum að koma út af snyrtingu og hún var mjög góð!“ Eins og aðrir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við nefndu þau hjónin að Ísland væri ansi dýrt land, í það minnsta dýrara en heimalandið Bretland. „Þetta er nú ekki eins slæmt og í Noregi. Þar er ekki hægt að versla sökum dýrtíðar!“ sagði Glenys. Viðtöl við Glenys, Harry og ferðamennina Vito, Eugene, Shannon og Juliette úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu til ferðamanna Daði Guðjónsson, forsöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu, segir alvarlega stöðu blasa við í ferðamannaiðnaðinum. Áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi sem og bókanir dvína og samdráttur á þeim markaði gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 18. júní 2024 21:01 Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00 Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. 18. júní 2024 14:35 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Ísland er að detta úr tísku. Þetta kom fram í fréttum hér á Stöð 2 í gær. Þverrandi leitaráhugi Breta á Íslandi sagður staðfesta graflvarlega stöðu í ferðamennskunni hér á landi. En hvað veldur? Viðmælandi kvöldfrétta sagði stjórnvöld þurfa að herða sig í markaðssetningu en aðrir hafa bent á að íslenskt verðlag gæti haft eitthvað með málið að gera, nýjasta eftirtektarverða dæmið má finna hér. Nú, eða samgöngumálin; ástralskur ferðamaður sem fann sig knúinn til að ganga út á Keflavíkurflugvöll rataði nýverið í heimsfréttirnar. Þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag voru þó jákvæðnin uppmáluð, allir hæstánægðir með náttúrufegurðina og viðmótsþýða heimamenn. Glenys Dyer Hughes og Harry Hughes, hjón frá Liverpool sem oft hafa komið til Íslands, báru jafnframt íslenskri salernismenningu sérstaklega vel söguna. „Þegar maður er nýkominn af skipinu og þarf nauðsynlega að komast á salernið er manni sjaldnast hleypt inn,“ sagði Glenys, sem einmitt var nýstigin niður úr skemmtiferðaskipi og naut útsýnisins yfir Tjörnina ásamt eiginmanninum. „Hér er manni hleypt inn,“ skaut Harry inn í. Glenys greip boltann á ný. „Og það er gott. Við vorum að koma út af snyrtingu og hún var mjög góð!“ Eins og aðrir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við nefndu þau hjónin að Ísland væri ansi dýrt land, í það minnsta dýrara en heimalandið Bretland. „Þetta er nú ekki eins slæmt og í Noregi. Þar er ekki hægt að versla sökum dýrtíðar!“ sagði Glenys. Viðtöl við Glenys, Harry og ferðamennina Vito, Eugene, Shannon og Juliette úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu til ferðamanna Daði Guðjónsson, forsöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu, segir alvarlega stöðu blasa við í ferðamannaiðnaðinum. Áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi sem og bókanir dvína og samdráttur á þeim markaði gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 18. júní 2024 21:01 Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00 Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. 18. júní 2024 14:35 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu til ferðamanna Daði Guðjónsson, forsöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu, segir alvarlega stöðu blasa við í ferðamannaiðnaðinum. Áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi sem og bókanir dvína og samdráttur á þeim markaði gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 18. júní 2024 21:01
Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00
Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. 18. júní 2024 14:35