Staðfesta áminningu vegna flutnings 37 þorska milli skipa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júní 2024 10:46 Veiðieftirlit Fiskistofu stóð skipstjóra að því að færa 37 þorska milli skipa. Vísir/Vilhelm Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Fiskistofu um að veita útgerðaraðila skriflega áminningu fyrir að hafa fært 37 þorska milli skipa í júní 2022. Málsatvikum er lýst í skýrslu veiðieftirlitsmanna Fiskistofu frá því í júlí 2022 en þar segir að veiðieftirlitsmenn hafi orðið vitni að því þegar skipstjóri á ónefndu skipi á strandveiðum tíndi þorsk upp úr lestinni hjá sér og í kar uppi á dekki. Fylgst var með skipinu með dróna og eftir stutta siglingu sást það leggjast að öðru skipi þar sem umræddur þorskur var færður yfir, 37 stykki samtals. Útgerðaraðilinn fékk tækifæri til að veita andsvör og sagði að það hefði ekki verið ásetningur skipstjórans að brjóta reglur. Hann hefði hins vegar séð í lok dags að aflinn hafi verið orðinn ríflegur dagskammtur á strandveiðum og því ákveðið að gefa umframaflann til annars báts. Allur afli hefði verið veginn á hafnarvog. Skipstjórinn hefði ekki talið að það væri tiltökumál að færa nokkra fiska milli skipa og var meðal annars vísað til jafnræðisreglunnar og þess að uppsjávarskipum væri heimilt að miðla afla sín á milli. Fiskistofa sagði hins vegar í niðurstöðu sinni að markmiðið með heimildum til miðlunar afla úr nótum á miðunum, milli uppsjávarskipa, væri að koma í veg fyrir að síld eða loðnu væri sleppt dauðri úr nótunum og tryggja að öllum afla væri landað. Ekki væri um að ræða að sama hætta fylgdi veiðum með handfærarúllum, þar sem skipstjóri gæti séð til þess að allur afli væri hirtur og honum landað. Þá væri auðvelt að tryggja að aflinn færi ekki langt umfram lögbundinn hámarksafla. Fiskistofa sagði brotin hafa verið til þess fallin að hafa í för með sér ávinning fyrir hlutaðeigandi en hann hefði þó verið óverulegur. Matvælaráðuneytið staðfesti, eins og fyrr segir, ákvörðun Fiskistofu og baðst sömuleiðis afsökunar á töfum á uppkvaðningu úrskurðarins, sem mætti rekja til mikilla anna í ráðuneytinu. Úrskurðurinn í heild. Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Málsatvikum er lýst í skýrslu veiðieftirlitsmanna Fiskistofu frá því í júlí 2022 en þar segir að veiðieftirlitsmenn hafi orðið vitni að því þegar skipstjóri á ónefndu skipi á strandveiðum tíndi þorsk upp úr lestinni hjá sér og í kar uppi á dekki. Fylgst var með skipinu með dróna og eftir stutta siglingu sást það leggjast að öðru skipi þar sem umræddur þorskur var færður yfir, 37 stykki samtals. Útgerðaraðilinn fékk tækifæri til að veita andsvör og sagði að það hefði ekki verið ásetningur skipstjórans að brjóta reglur. Hann hefði hins vegar séð í lok dags að aflinn hafi verið orðinn ríflegur dagskammtur á strandveiðum og því ákveðið að gefa umframaflann til annars báts. Allur afli hefði verið veginn á hafnarvog. Skipstjórinn hefði ekki talið að það væri tiltökumál að færa nokkra fiska milli skipa og var meðal annars vísað til jafnræðisreglunnar og þess að uppsjávarskipum væri heimilt að miðla afla sín á milli. Fiskistofa sagði hins vegar í niðurstöðu sinni að markmiðið með heimildum til miðlunar afla úr nótum á miðunum, milli uppsjávarskipa, væri að koma í veg fyrir að síld eða loðnu væri sleppt dauðri úr nótunum og tryggja að öllum afla væri landað. Ekki væri um að ræða að sama hætta fylgdi veiðum með handfærarúllum, þar sem skipstjóri gæti séð til þess að allur afli væri hirtur og honum landað. Þá væri auðvelt að tryggja að aflinn færi ekki langt umfram lögbundinn hámarksafla. Fiskistofa sagði brotin hafa verið til þess fallin að hafa í för með sér ávinning fyrir hlutaðeigandi en hann hefði þó verið óverulegur. Matvælaráðuneytið staðfesti, eins og fyrr segir, ákvörðun Fiskistofu og baðst sömuleiðis afsökunar á töfum á uppkvaðningu úrskurðarins, sem mætti rekja til mikilla anna í ráðuneytinu. Úrskurðurinn í heild.
Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira