Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2024 21:31 Mikið hreinsunarstarf hefur verið unnið í verslunum Kúltúr frá því á laugardag. Svona var umhorfs í Kúltur menn í dag. Vísir/Sigurjón Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. Her manns var að störfum inni á lager Kúltúrverslananna í Kringlunni þegar fréttastofa leit þar við í dag. Kúltur er í eigu Svövu Johansen eiganda NTC en hennar verslanir fóru einna verst úti úr eldsvoðanum á laugardag. „Við erum að taka allt út í dag og á morgun, allar vörur og meta tjónið á þeim. Síðan er farið í að rífa niður bilin [verslunarrýmin] hérna, innréttingar og annað, og svo hefst bara uppbygging,“ segir Svava. „Ef þetta hefði ekki verið í plastkössum, og í plastpokum þar innan í, þá væri þetta eflaust allt ónýtt. En það lítur út fyrir að við getum bjargað þessu öllu,“ bætir hún við og bendir á stóran stafla af kössum sem búið er að bera af lagernum út á bílaplan. „Þetta er stærsta tjón sem við höfum nokkurn tímann [orðið fyrir]... fjórar af sex verslunum okkar inni í Kringlunni. Þetta er alveg svakalega mikið tjón og líka fyrir starfsfólkið okkar, þetta er svona þeirra annað heimili.“ Þrír dagar eru nú síðan bruninn varð og mikið hreinsunarstarf hefur verið unnið. Það liggur nú samt enn mikil reykjarlykt yfir öllu, starfsmenn bera margir grímur fyrir vitum, og svo drýpur enn víða úr loftinu, eins og sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Í áfalli en halda ótrauð áfram „Það er rosalega skrýtið að upplifa þetta, þetta er ofboðslega erfiður dagur, bara ofboðslega. Mikið sem við erum búin að vera að panta inn er bara ónýtt. Við erum bara í áfalli en við verðum að halda áfram, það er bara þannig,“ segir Þórður Úlfar Ragnarsson, verslunarstjóri í Kúltur menn. Við fylgjum Svövu loks út á gang, þar sem aðrar verslanir hennar Sautján og GS skór blasa við okkur, auk fleiri búða sem urðu fyrir miklu tjóni: Macland á annarri hæð og Sostrene grene á fyrstu hæð. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Hér er búið að vera að setja pappa fyrir í allan dag og það er búið að loka nánast öllum bilunum sem lentu í þessu mikla tjóni, bæði á annarri hæð og fyrstu, ég hef bara sjaldan séð Íslendinga vinna jafnhratt og við erum mjög glöð að finna að lyktin er eiginlega að fara,“ segir Svava. Tjónið nær til um tíu verslunarrýma, langstærstur hluti verslunarmiðstöðvarinnar slapp með skrekkinn, og stefnt er að því að Kringlan verði aftur opnuð almenningi á fimmtudag, Slökkvilið Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Verslun Tengdar fréttir Kringlan lokuð til fimmtudags Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 17. júní 2024 18:07 „Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. 16. júní 2024 21:38 „Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. 16. júní 2024 14:28 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Her manns var að störfum inni á lager Kúltúrverslananna í Kringlunni þegar fréttastofa leit þar við í dag. Kúltur er í eigu Svövu Johansen eiganda NTC en hennar verslanir fóru einna verst úti úr eldsvoðanum á laugardag. „Við erum að taka allt út í dag og á morgun, allar vörur og meta tjónið á þeim. Síðan er farið í að rífa niður bilin [verslunarrýmin] hérna, innréttingar og annað, og svo hefst bara uppbygging,“ segir Svava. „Ef þetta hefði ekki verið í plastkössum, og í plastpokum þar innan í, þá væri þetta eflaust allt ónýtt. En það lítur út fyrir að við getum bjargað þessu öllu,“ bætir hún við og bendir á stóran stafla af kössum sem búið er að bera af lagernum út á bílaplan. „Þetta er stærsta tjón sem við höfum nokkurn tímann [orðið fyrir]... fjórar af sex verslunum okkar inni í Kringlunni. Þetta er alveg svakalega mikið tjón og líka fyrir starfsfólkið okkar, þetta er svona þeirra annað heimili.“ Þrír dagar eru nú síðan bruninn varð og mikið hreinsunarstarf hefur verið unnið. Það liggur nú samt enn mikil reykjarlykt yfir öllu, starfsmenn bera margir grímur fyrir vitum, og svo drýpur enn víða úr loftinu, eins og sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Í áfalli en halda ótrauð áfram „Það er rosalega skrýtið að upplifa þetta, þetta er ofboðslega erfiður dagur, bara ofboðslega. Mikið sem við erum búin að vera að panta inn er bara ónýtt. Við erum bara í áfalli en við verðum að halda áfram, það er bara þannig,“ segir Þórður Úlfar Ragnarsson, verslunarstjóri í Kúltur menn. Við fylgjum Svövu loks út á gang, þar sem aðrar verslanir hennar Sautján og GS skór blasa við okkur, auk fleiri búða sem urðu fyrir miklu tjóni: Macland á annarri hæð og Sostrene grene á fyrstu hæð. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Hér er búið að vera að setja pappa fyrir í allan dag og það er búið að loka nánast öllum bilunum sem lentu í þessu mikla tjóni, bæði á annarri hæð og fyrstu, ég hef bara sjaldan séð Íslendinga vinna jafnhratt og við erum mjög glöð að finna að lyktin er eiginlega að fara,“ segir Svava. Tjónið nær til um tíu verslunarrýma, langstærstur hluti verslunarmiðstöðvarinnar slapp með skrekkinn, og stefnt er að því að Kringlan verði aftur opnuð almenningi á fimmtudag,
Slökkvilið Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Verslun Tengdar fréttir Kringlan lokuð til fimmtudags Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 17. júní 2024 18:07 „Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. 16. júní 2024 21:38 „Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. 16. júní 2024 14:28 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Kringlan lokuð til fimmtudags Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 17. júní 2024 18:07
„Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. 16. júní 2024 21:38
„Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. 16. júní 2024 14:28