Uppgjörið: Fylkir - Vestri 3-2 | Markmaðurinn reyndist hetjan í mikilvægum sigri Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. júní 2024 19:55 Fylkismenn þurfa á stigum að halda. Vísir/Anton Brink Fylkir bar sigur úr býtum gegn Vestra í fyrsta leik 10. umferðar Bestu deildar karla. 3-2 lokatölur eftir æsispennandi leik þar sem markmaður Fylkis reyndist hetjan á lokamínútunum. Leikurinn var afskaplega hraður og spennandi, skemmtilegur áhorfs frá fyrstu mínútu. Eftir töluverðar þreifingar báðum megin vallarins var það svo Vestri sem tók forystuna á 27. mínútu. Vladimir Tufegdzic átti mestan þátt í því, lagði á sig að elta stungusendingu sem hann virtist ekki eiga séns í en náði til boltans og vann hornspyrnu. Toby King tók spyrnuna á nærsvæðið, Tufegdzic kom í hlaupinu og fleytti boltanum á fjærstöngina. Fyrirliðinn Elmar Atli Garðarsson lúrði þar og potaði yfir línuna. Fylkismenn brugðust vel við því að lenda undir og lögðu strax af stað í leit að jöfnunarmarki, sem kom aðeins sjö mínútum síðar. Þórður Gunnar gaf þá frábæra stungusendingu á Emil Ásmundsson sem keyrði upp að endalínu og lagði boltann út á Matthias Præst. Hann kom á hlaupi og þrumaði í þaknetið í fyrstu snertingu. Allt jafnt á ný og þrátt fyrir þónokkuð fjör og fín færi á síðustu mínútum fyrri hálfleiks tókst hvorugu liði að taka forystuna áður en gengið var til búningsherbergja. Spennan hélst hátt uppi í seinni hálfleik sem hófst af mikilli hörku, nokkur brot sem hefði verið hægt að spjalda fyrir strax í upphafi. Fylkismenn gerðu breytingu á liði sínu snemma í hálfleiknum og settu Þórodd Víkingsson inn á völlinn. Sá kom inn af krafti. Eftir mikla yfirburði Fylkis mínúturnar á undan skoraði Þóroddur á 73. mínútu. Góður skalli eftir fyrirgjöf frá Arnóri Breka. Annar varamaður, Ómar Björn Stefánsson, setti svo þriðja mark Fylkis aðeins sex mínútum síðar. Nikulás Val átti þar góða stungusendingu á Ómar sem náði til boltans á undan varnarmanninum sem elti og vippaði létt yfir markmann Vestra. Vestramenn minnkuðu muninn á 88. mínútu. Jeppe Gertsen með frábæra afgreiðslu eftir stoðsendingu Benedikts V. Warén. Þetta hleypti lífi í leikinn á ný. Síðustu mínúturnar lágu gestirnir gjörsamlega á Fylkismönnum. Ólafur Kristófer í markinu þurfti að taka á stóra sínum í nokkur skipti og reyndist hetja Fylkis sem hélt út og fór með öll þrjú stigin. Atvik leiksins Markvörslurnar hjá Ólafi undir lokin björguðu sigrinum fyrir Fylki. Átti tvöfalda vörslu þegar Jeppe Gertsen klúðraði algjöru dauðafæri og svo aðra frábæra markvörslu eftir lúmskt skot Benedikts Warén. Var verðskuldað valinn maður leiksins. Stjörnur og skúrkar Silas Dylan Songani var í banastuði í kvöld. Ótrúlegur hraði og sprengikraftur sem hann býr yfir. Vladimir Tufegdzic frábær í fyrri hálfleik. Átti risahlut í jöfnunarmarki Vestra. Pétur Bjarnason síógnandi í efstu línu líka, sterkur skrokkur sem er erfitt að eiga við. Fylkismegin voru margir mjög góðir. Sigurbergur Áki skilaði flottri frammistöðu. Varamennirnir Ómar, Þóroddur og Benedikt áttu allir frábæra innkomu. Benedikt óheppinn að skora ekki eins og hinir tveir. Ólafur Kristófer auðvitað stjarnan undir lokin og stal senunni. Stemning og umgjörð Allt til fyrirmyndar hér í Árbænum. Stórt hrós á þá, algjörlega frábær umgjörð. Allt til alls og vel hugsað um alla vallargesti. Kirsuber á kökuna að hafa ískalt og ekta kók með hamborgaranum. Dómarar [4] Félagarnir fá ekki háa einkunn í kvöld. Vestramenn vildu vítaspyrnu þegar Pétur Bjarnason féll við í upphafi seinni hálfleiks. Hárrétt að dæma ekkert á það, vel gert, en. Emil Ásmundsson hefði líklega átt að vera búinn að fá gult spjald þegar hann fékk gult spjald á 48. mínútu. Sparkaði í Ibrahima Balde skömmu áður. Ómar Björn var mögulega rangstæður í þriðja marki Fylkis. Það bar einna hæst en svo voru bara of margar smávægilegar ákvarðanir sem manni þótti mjög furðulegar. Línan óskýr og tökin alls ekki nógu góð. Viðtöl „Reyndi bara að henda mér fyrir eins fljótt og ég gat og heppnin var með mér“ Ólafur Kristófer í leik Fylkis gegn KR.Vísir/Anton Brink „Frábærlega, ótrúlega mikilvægur sigur og skemmtilegt að fá svona vörslur undir lokin,“ sagði Ólafur Kristófer Helgason, markmaður Fylkis og maður kvöldsins, strax að leik loknum. Það var tvöföld varsla úr dauðafæri Jeppe Gertsen og önnur góð varsla úr skoti Benedikt V. Warén sem Ólafur átti og bjargaði sigrinum fyrir Fylki. „Já, ég sá alveg boltann, reyndi bara að henda mér fyrir eins fljótt og ég gat og heppnin var með mér.“ Hann stóð óvænt uppi sem hetjan í leik sem Fylkir virtist vera með undir stjórn. „Það er mjög gott. Fáum samt á okkur tvö slök mörk, auðveld og við þurfum að bæta það í næsta leik.“ Þetta var annar sigur Fylkismanna í sumar, þeir eru nú komnir með sjö stig og sitja ekki lengur í neðsta sæti deildarinnar. „Gríðarlega mikilvæg þrjú stig, móti liði sem er á svipuðum stað og við í deildinni. Algjör must win leikur fyrir okkur á heimavelli,“ sagði Ólafur Kristófer að lokum. Þóroddur Víkingsson: „Bara að koma mér inn í box og skora, vera í boxinu og setja hann“ „Við settum þetta sem skyldusigur og þrjú stig, það var virkilega sætt,“ sagði markaskorarinn Þóroddur Víkingsson strax að leik loknum. Hann segir Fylki hafa gert sér erfitt fyrir undir lokin, algjörlega að óþörfu. „Þetta var óþarfi, við vorum með leikinn í okkar höndum. Gáfum þeim tækifæri á að skora og þeir settu það. Þá varð þetta spennandi, sem var óþarfi.“ Þóroddur kom inn á völlinn fyrir Orra Hrafn Kjartansson á 57. mínútu. Fyrsti varamaður Fylkis og ekki auðveldur leikur að koma inn í. „Mjög gaman, alltaf gaman að spila, sérstaklega í svona hörkuleik sem skiptir miklu máli.“ Þeir Orri eru alls ekki líkir leikmenn og greinilega áherslubreyting hjá þjálfaranum. Skilaboðin sem Þóroddur fékk voru einföld. „Bara að koma mér inn í box og skora, vera í boxinu og setja hann. Vonandi [verða mörkin] fleiri í sumar.“ Besta deild karla Fylkir Vestri Fótbolti Íslenski boltinn
Fylkir bar sigur úr býtum gegn Vestra í fyrsta leik 10. umferðar Bestu deildar karla. 3-2 lokatölur eftir æsispennandi leik þar sem markmaður Fylkis reyndist hetjan á lokamínútunum. Leikurinn var afskaplega hraður og spennandi, skemmtilegur áhorfs frá fyrstu mínútu. Eftir töluverðar þreifingar báðum megin vallarins var það svo Vestri sem tók forystuna á 27. mínútu. Vladimir Tufegdzic átti mestan þátt í því, lagði á sig að elta stungusendingu sem hann virtist ekki eiga séns í en náði til boltans og vann hornspyrnu. Toby King tók spyrnuna á nærsvæðið, Tufegdzic kom í hlaupinu og fleytti boltanum á fjærstöngina. Fyrirliðinn Elmar Atli Garðarsson lúrði þar og potaði yfir línuna. Fylkismenn brugðust vel við því að lenda undir og lögðu strax af stað í leit að jöfnunarmarki, sem kom aðeins sjö mínútum síðar. Þórður Gunnar gaf þá frábæra stungusendingu á Emil Ásmundsson sem keyrði upp að endalínu og lagði boltann út á Matthias Præst. Hann kom á hlaupi og þrumaði í þaknetið í fyrstu snertingu. Allt jafnt á ný og þrátt fyrir þónokkuð fjör og fín færi á síðustu mínútum fyrri hálfleiks tókst hvorugu liði að taka forystuna áður en gengið var til búningsherbergja. Spennan hélst hátt uppi í seinni hálfleik sem hófst af mikilli hörku, nokkur brot sem hefði verið hægt að spjalda fyrir strax í upphafi. Fylkismenn gerðu breytingu á liði sínu snemma í hálfleiknum og settu Þórodd Víkingsson inn á völlinn. Sá kom inn af krafti. Eftir mikla yfirburði Fylkis mínúturnar á undan skoraði Þóroddur á 73. mínútu. Góður skalli eftir fyrirgjöf frá Arnóri Breka. Annar varamaður, Ómar Björn Stefánsson, setti svo þriðja mark Fylkis aðeins sex mínútum síðar. Nikulás Val átti þar góða stungusendingu á Ómar sem náði til boltans á undan varnarmanninum sem elti og vippaði létt yfir markmann Vestra. Vestramenn minnkuðu muninn á 88. mínútu. Jeppe Gertsen með frábæra afgreiðslu eftir stoðsendingu Benedikts V. Warén. Þetta hleypti lífi í leikinn á ný. Síðustu mínúturnar lágu gestirnir gjörsamlega á Fylkismönnum. Ólafur Kristófer í markinu þurfti að taka á stóra sínum í nokkur skipti og reyndist hetja Fylkis sem hélt út og fór með öll þrjú stigin. Atvik leiksins Markvörslurnar hjá Ólafi undir lokin björguðu sigrinum fyrir Fylki. Átti tvöfalda vörslu þegar Jeppe Gertsen klúðraði algjöru dauðafæri og svo aðra frábæra markvörslu eftir lúmskt skot Benedikts Warén. Var verðskuldað valinn maður leiksins. Stjörnur og skúrkar Silas Dylan Songani var í banastuði í kvöld. Ótrúlegur hraði og sprengikraftur sem hann býr yfir. Vladimir Tufegdzic frábær í fyrri hálfleik. Átti risahlut í jöfnunarmarki Vestra. Pétur Bjarnason síógnandi í efstu línu líka, sterkur skrokkur sem er erfitt að eiga við. Fylkismegin voru margir mjög góðir. Sigurbergur Áki skilaði flottri frammistöðu. Varamennirnir Ómar, Þóroddur og Benedikt áttu allir frábæra innkomu. Benedikt óheppinn að skora ekki eins og hinir tveir. Ólafur Kristófer auðvitað stjarnan undir lokin og stal senunni. Stemning og umgjörð Allt til fyrirmyndar hér í Árbænum. Stórt hrós á þá, algjörlega frábær umgjörð. Allt til alls og vel hugsað um alla vallargesti. Kirsuber á kökuna að hafa ískalt og ekta kók með hamborgaranum. Dómarar [4] Félagarnir fá ekki háa einkunn í kvöld. Vestramenn vildu vítaspyrnu þegar Pétur Bjarnason féll við í upphafi seinni hálfleiks. Hárrétt að dæma ekkert á það, vel gert, en. Emil Ásmundsson hefði líklega átt að vera búinn að fá gult spjald þegar hann fékk gult spjald á 48. mínútu. Sparkaði í Ibrahima Balde skömmu áður. Ómar Björn var mögulega rangstæður í þriðja marki Fylkis. Það bar einna hæst en svo voru bara of margar smávægilegar ákvarðanir sem manni þótti mjög furðulegar. Línan óskýr og tökin alls ekki nógu góð. Viðtöl „Reyndi bara að henda mér fyrir eins fljótt og ég gat og heppnin var með mér“ Ólafur Kristófer í leik Fylkis gegn KR.Vísir/Anton Brink „Frábærlega, ótrúlega mikilvægur sigur og skemmtilegt að fá svona vörslur undir lokin,“ sagði Ólafur Kristófer Helgason, markmaður Fylkis og maður kvöldsins, strax að leik loknum. Það var tvöföld varsla úr dauðafæri Jeppe Gertsen og önnur góð varsla úr skoti Benedikt V. Warén sem Ólafur átti og bjargaði sigrinum fyrir Fylki. „Já, ég sá alveg boltann, reyndi bara að henda mér fyrir eins fljótt og ég gat og heppnin var með mér.“ Hann stóð óvænt uppi sem hetjan í leik sem Fylkir virtist vera með undir stjórn. „Það er mjög gott. Fáum samt á okkur tvö slök mörk, auðveld og við þurfum að bæta það í næsta leik.“ Þetta var annar sigur Fylkismanna í sumar, þeir eru nú komnir með sjö stig og sitja ekki lengur í neðsta sæti deildarinnar. „Gríðarlega mikilvæg þrjú stig, móti liði sem er á svipuðum stað og við í deildinni. Algjör must win leikur fyrir okkur á heimavelli,“ sagði Ólafur Kristófer að lokum. Þóroddur Víkingsson: „Bara að koma mér inn í box og skora, vera í boxinu og setja hann“ „Við settum þetta sem skyldusigur og þrjú stig, það var virkilega sætt,“ sagði markaskorarinn Þóroddur Víkingsson strax að leik loknum. Hann segir Fylki hafa gert sér erfitt fyrir undir lokin, algjörlega að óþörfu. „Þetta var óþarfi, við vorum með leikinn í okkar höndum. Gáfum þeim tækifæri á að skora og þeir settu það. Þá varð þetta spennandi, sem var óþarfi.“ Þóroddur kom inn á völlinn fyrir Orra Hrafn Kjartansson á 57. mínútu. Fyrsti varamaður Fylkis og ekki auðveldur leikur að koma inn í. „Mjög gaman, alltaf gaman að spila, sérstaklega í svona hörkuleik sem skiptir miklu máli.“ Þeir Orri eru alls ekki líkir leikmenn og greinilega áherslubreyting hjá þjálfaranum. Skilaboðin sem Þóroddur fékk voru einföld. „Bara að koma mér inn í box og skora, vera í boxinu og setja hann. Vonandi [verða mörkin] fleiri í sumar.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti