Fyllist stolti við að líta til fyrri fjallkvenna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. júní 2024 18:34 Ebba Katrín er fjallkonan í Reykjavík árið 2024. stjórnarráðið Ebba Katrín Finnsdóttir, fjallkona ársins 2024 í Reykjavík, kveðst full af stolti og þakklæti eftir daginn. Ávarp hennar var samið af Bergi Ebba Benediktssyni, rithöfundi og uppistandara. Ebba segir ávarpið ádeilu á hraða samfélagsins og vanrækslu náttúrunnar. „Þetta er bara einstök upplifun. Ótrúleg og ógleymanleg. Mjög hátíðlegt og talar inn í svo stórt samhengi að ég fylltist bara stolti og þakklæti fyrir að vera treyst fyrir þessu hlutverki.“ Ebba Katrín hefur undanfarið ár farið á kostum í Þjóðleikhúsinu í sýningunni Orð gegn orði þar sem hún fer með einleik. Sýningin var sú næstvinsælasta á síðasta leikári. Ásamt þeirri sýningu lék hún í Frosti og Ellen B. Ebba var nýbúin að sýna þegar hún fékk símtal þar sem hennar krafta var óskað á þjóðhátíðardaginn í hlutverki fjallkonunnar. „Ég hélt fyrst að ég ætti að vera með eitthvað atriði áður en ég áttaði mig á því að það væri að biðja mig um að vera fjallkonan. Þá náttúrulega sagði ég bara strax já. Ég horfi bara á allar konurnar sem hafa gert þetta á undan mér og fyllist heiðri og stolti. Þetta eru auðvitað allt mínar fyrirmyndir og bara frábært að fá að vera í hópi þessara kvenna.“ Ávarp Ebbu var samið af Bergi Ebba Benediktssyni, og er nokkurs konar samtal við þjóðina sem er máluð upp í alls kyns myndum, hversdagslegum og hátíðlegum. Upptöku af ávarpi Ebbu má nálgast hér. Begur Ebbi og Ebba Katrín.stjórnarráðið „Mér fannst það bara frábært,“ segir Ebba um ljóðið eftir Berg Ebba. „Þetta er mjög skemmtilegur texti, mér fannst hann renna vel. Myndrænn og djúpur á sama tíma, ég er ótrúlega ánægð með textann og höfundinn. Bergur er alveg yndislegur.“ Hún segir hægt að túlka ljóðið á ýmsan hátt. „Mér finnst þetta deila á allskonar. Hraðann í samfélaginu og mögulega vanræktu tengslin við náttúruna. Margt kom til mín. Við erum að fljóta aðeins langt frá náttúrunni sem er samt móðir okkar allra. Það er erfitt að velja eitthvað eitt.“ Hún viðurkennir að hafa verið örlítið stressuð fyrir flutninginn. „En svo varð eitthvað logn, rétt áður en ég labbaði inn á Austurvöll. Ég held að það hafi bara verið einhverjir englar eða vættir með mér. Ég vildi bara njóta augnabliksins og það tókst.“ Ebba Katrín flytur ávarpið.stjórnarráðið 17. júní Menning Tengdar fréttir Fjallkonan í ár er Ebba Katrín Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er fjallkonan í ár. Hún flutti ávarp á hátíðarathöfn á Austurvelli í dag. 17. júní 2024 11:42 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Fleiri fréttir Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Sjá meira
„Þetta er bara einstök upplifun. Ótrúleg og ógleymanleg. Mjög hátíðlegt og talar inn í svo stórt samhengi að ég fylltist bara stolti og þakklæti fyrir að vera treyst fyrir þessu hlutverki.“ Ebba Katrín hefur undanfarið ár farið á kostum í Þjóðleikhúsinu í sýningunni Orð gegn orði þar sem hún fer með einleik. Sýningin var sú næstvinsælasta á síðasta leikári. Ásamt þeirri sýningu lék hún í Frosti og Ellen B. Ebba var nýbúin að sýna þegar hún fékk símtal þar sem hennar krafta var óskað á þjóðhátíðardaginn í hlutverki fjallkonunnar. „Ég hélt fyrst að ég ætti að vera með eitthvað atriði áður en ég áttaði mig á því að það væri að biðja mig um að vera fjallkonan. Þá náttúrulega sagði ég bara strax já. Ég horfi bara á allar konurnar sem hafa gert þetta á undan mér og fyllist heiðri og stolti. Þetta eru auðvitað allt mínar fyrirmyndir og bara frábært að fá að vera í hópi þessara kvenna.“ Ávarp Ebbu var samið af Bergi Ebba Benediktssyni, og er nokkurs konar samtal við þjóðina sem er máluð upp í alls kyns myndum, hversdagslegum og hátíðlegum. Upptöku af ávarpi Ebbu má nálgast hér. Begur Ebbi og Ebba Katrín.stjórnarráðið „Mér fannst það bara frábært,“ segir Ebba um ljóðið eftir Berg Ebba. „Þetta er mjög skemmtilegur texti, mér fannst hann renna vel. Myndrænn og djúpur á sama tíma, ég er ótrúlega ánægð með textann og höfundinn. Bergur er alveg yndislegur.“ Hún segir hægt að túlka ljóðið á ýmsan hátt. „Mér finnst þetta deila á allskonar. Hraðann í samfélaginu og mögulega vanræktu tengslin við náttúruna. Margt kom til mín. Við erum að fljóta aðeins langt frá náttúrunni sem er samt móðir okkar allra. Það er erfitt að velja eitthvað eitt.“ Hún viðurkennir að hafa verið örlítið stressuð fyrir flutninginn. „En svo varð eitthvað logn, rétt áður en ég labbaði inn á Austurvöll. Ég held að það hafi bara verið einhverjir englar eða vættir með mér. Ég vildi bara njóta augnabliksins og það tókst.“ Ebba Katrín flytur ávarpið.stjórnarráðið
17. júní Menning Tengdar fréttir Fjallkonan í ár er Ebba Katrín Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er fjallkonan í ár. Hún flutti ávarp á hátíðarathöfn á Austurvelli í dag. 17. júní 2024 11:42 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Fleiri fréttir Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Sjá meira
Fjallkonan í ár er Ebba Katrín Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er fjallkonan í ár. Hún flutti ávarp á hátíðarathöfn á Austurvelli í dag. 17. júní 2024 11:42