Efast um viðbrögð frá ráðherrum í ljósi „sjálfsmorðsmissjóns“ VG Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2024 13:41 Katrín Oddsdóttir lögmaður. Vísir/Arnar Lögmaður landeiganda í Ísafjarðardjúpi, sem barist hefur gegn sjókvíaeldi á svæðinu, skorar á ríkisstjórn að grípa til aðgerða vegna leyfisveitingar Matvælastofnunar til Arnarlax. Það sé til marks um slæma stjórnsýslu að stofnunin veiti fyrirtækinu rekstrarleyfi til fiskeldis í Djúpinu þrátt fyrir mótmæli Samgöngustofu, Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar „Þarna er stofnun, sem á að sjá um að veita svona rekstrarleyfi, að kalla eftir umsögnum frá öryggisstofnunum á borð við Landhelgisgæsluna og Samgöngustofu. Fær til baka afdráttarlausar og fullkomlega neikvæðar umsagnir: Það má ekki veita leyfi, til dæmis í Óshlíð vegna þess að það stefnir öryggi siglinga í Ísafjarðardjúpi í verulega hættu. Hvað gerir MAST? Jú, veitir leyfið,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður landeiganda á Sandeyri á Snæfellsströnd í ÍSafjarðardjúpi. Tilkynnt var um það á föstudag að MaST hafi veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi - Drangsvík, Eyjahlíð og Óshlíð. Í umsögn Samgöngustofu um rekstrarleyfið segir að áhættumat Landhelgisgæslu Íslands, Samgöngustofu og Vegagerðarinnar hafi metið svo að ekki væri ásættanlegt að leyfa fiskeldi við Eyjahlíð og Óshlíði með tilliti til siglingaöryggis. „Þetta er svo gott dæmi um það hvað við erum með hræðilega stjórnsýslu í þessum málaflokki og hvernig það er þjónkað endalaust við þessi moldríku fyrirtæki á kostnað hagsmuna, sem þessar stofnanir eiga að gæta. Þær eiga að gæta almannaöryggis, þær eiga að gæta náttúruverndar og svo framvegis. Þessum hagsmunum er alltaf fórnað til að koma til móts við fyrirtækin.“ Baki ríkinu bótaskyldu Hún veltir fyrir sér hvers vegna MAST gefi út leyfin þrátt fyrir að aldrei verði heimilt að setja mannvirki á þessa staði. „Hvað munu fyrirtækin gera þá? Jú, krefjast einhvers konar bóta eða fá einhver önnur leyfi í staðin. Þetta er galin stjórnsýsla og mjög ámælisverð.“ Hún hafi sent Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra bréf vegna málsins. „En miðað við það sjálfsmorðsmissjón sem Vinstri græn eru í á þessum tímapunkti efast ég stórlega að það komi eitthvað út úr því. Það er löngum búið að vekja athygli þeirra beggja á því hvers konar stjórnsýsla er viðhöfð í þessum málaflokki án þess að nokkuð sé gert,“ segir Katrín. „Ef það kemur snjóflóð á Ísafirði eða einhvers staðar fyrir vestan og varðskipin okkar komast ekki til að bjarga af því að það er búið að fylla sjóinn af einhverjum eldisstöðvum þá er það hreinlega á ábyrgð innviðaráðherra og matvælaráðherra.“ Hún skorar á ráðherrana auk dómsmálaráðherra að setjast niður og grípa í taumana. „Ég skora á matvælaráðherra, innviðaráðherra og dómsmálaráðherra að hætta að rífast um eitthvað bull, setjast niður og stoppa þá endæmis vitleysu sem er í gangi varðandi leyfisveitingar í sjókvíaeldi á Íslandi. Og gera það bara núna, í tilefni 17. júní.“ Fiskeldi Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Samgöngur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leyfið gefið út í trássi við öryggi sjófarenda Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. 14. júní 2024 15:24 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
„Þarna er stofnun, sem á að sjá um að veita svona rekstrarleyfi, að kalla eftir umsögnum frá öryggisstofnunum á borð við Landhelgisgæsluna og Samgöngustofu. Fær til baka afdráttarlausar og fullkomlega neikvæðar umsagnir: Það má ekki veita leyfi, til dæmis í Óshlíð vegna þess að það stefnir öryggi siglinga í Ísafjarðardjúpi í verulega hættu. Hvað gerir MAST? Jú, veitir leyfið,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður landeiganda á Sandeyri á Snæfellsströnd í ÍSafjarðardjúpi. Tilkynnt var um það á föstudag að MaST hafi veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi - Drangsvík, Eyjahlíð og Óshlíð. Í umsögn Samgöngustofu um rekstrarleyfið segir að áhættumat Landhelgisgæslu Íslands, Samgöngustofu og Vegagerðarinnar hafi metið svo að ekki væri ásættanlegt að leyfa fiskeldi við Eyjahlíð og Óshlíði með tilliti til siglingaöryggis. „Þetta er svo gott dæmi um það hvað við erum með hræðilega stjórnsýslu í þessum málaflokki og hvernig það er þjónkað endalaust við þessi moldríku fyrirtæki á kostnað hagsmuna, sem þessar stofnanir eiga að gæta. Þær eiga að gæta almannaöryggis, þær eiga að gæta náttúruverndar og svo framvegis. Þessum hagsmunum er alltaf fórnað til að koma til móts við fyrirtækin.“ Baki ríkinu bótaskyldu Hún veltir fyrir sér hvers vegna MAST gefi út leyfin þrátt fyrir að aldrei verði heimilt að setja mannvirki á þessa staði. „Hvað munu fyrirtækin gera þá? Jú, krefjast einhvers konar bóta eða fá einhver önnur leyfi í staðin. Þetta er galin stjórnsýsla og mjög ámælisverð.“ Hún hafi sent Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra bréf vegna málsins. „En miðað við það sjálfsmorðsmissjón sem Vinstri græn eru í á þessum tímapunkti efast ég stórlega að það komi eitthvað út úr því. Það er löngum búið að vekja athygli þeirra beggja á því hvers konar stjórnsýsla er viðhöfð í þessum málaflokki án þess að nokkuð sé gert,“ segir Katrín. „Ef það kemur snjóflóð á Ísafirði eða einhvers staðar fyrir vestan og varðskipin okkar komast ekki til að bjarga af því að það er búið að fylla sjóinn af einhverjum eldisstöðvum þá er það hreinlega á ábyrgð innviðaráðherra og matvælaráðherra.“ Hún skorar á ráðherrana auk dómsmálaráðherra að setjast niður og grípa í taumana. „Ég skora á matvælaráðherra, innviðaráðherra og dómsmálaráðherra að hætta að rífast um eitthvað bull, setjast niður og stoppa þá endæmis vitleysu sem er í gangi varðandi leyfisveitingar í sjókvíaeldi á Íslandi. Og gera það bara núna, í tilefni 17. júní.“
Fiskeldi Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Samgöngur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leyfið gefið út í trássi við öryggi sjófarenda Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. 14. júní 2024 15:24 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Leyfið gefið út í trássi við öryggi sjófarenda Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. 14. júní 2024 15:24