Man City sagt ekki ætla að styrkja sig með nýjum leikmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2024 16:30 Erling Haaland fagnar sigri Manchester City í ensku úrvalseildinni. Hann hefur unnið hana og orðið líka markakóngur á tveimur fyrstu tímabilum sínum í deildinni. Getty/Charlotte Tattersall Manchester City er tilbúið að fara inn í nýtt keppnistímabil með sama leikmannahóp og tryggði félaginu á dögunum fjórða enska meistaratitilinn í röð. ESPN hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum en að eina breytingin yrði á þessu ef leikmaður vill fara frá félaginu. Það eru þó taldar einhverjar líkur á breytingum. Óvissa er um framtíð Kevin De Bruyne, Bernardo Silva og Ederson hjá City sem allir hafa verið orðaðir við brottför en þeir hafa þó ekki sagt félaginu að þeir vilji fara. Source: City OK without signings for title defenceManchester City are prepared to head into next season with the same squad which won a record fourth consecutive Premier League title and may not make a major summer signing unless a player asks to leave… https://t.co/d4ohB6MUWx— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) June 17, 2024 City mun líka reyna að selja þá Joao Cancelo og Kalvin Phillips í sumar en báðir leikmennirnir voru úti á láni á síðustu leiktíð. Það kemur til greina að lána þá aftur samkvæmt frétt ESPN en helst vill félagið selja leikmennina sem voru á láni hjá Barcelona og West Ham United í vetur. Enskir miðlar hafa fjallað um áhuga City á Bruno Guimarães hjá Newcastle en hann kemur aðeins til greina ef að De Bruyne, Silva eða jafnvel Matheus Nunes biðja um að fara. City segir Brasilíumanninn þó ekki vera hundrað milljón punda virði eins og uppkaupaákvæðið í samningi hans hljóðar til um. Það gæti þó orðið erfitt að semja við Newcastle um eitthvað minna en það en félagið vill ekki selja leikmanninn. Það er hægt að kaupa upp samninginn en aðeins út júnímánuð. Eftir það fellur ákvæðið úr gildi. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira
ESPN hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum en að eina breytingin yrði á þessu ef leikmaður vill fara frá félaginu. Það eru þó taldar einhverjar líkur á breytingum. Óvissa er um framtíð Kevin De Bruyne, Bernardo Silva og Ederson hjá City sem allir hafa verið orðaðir við brottför en þeir hafa þó ekki sagt félaginu að þeir vilji fara. Source: City OK without signings for title defenceManchester City are prepared to head into next season with the same squad which won a record fourth consecutive Premier League title and may not make a major summer signing unless a player asks to leave… https://t.co/d4ohB6MUWx— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) June 17, 2024 City mun líka reyna að selja þá Joao Cancelo og Kalvin Phillips í sumar en báðir leikmennirnir voru úti á láni á síðustu leiktíð. Það kemur til greina að lána þá aftur samkvæmt frétt ESPN en helst vill félagið selja leikmennina sem voru á láni hjá Barcelona og West Ham United í vetur. Enskir miðlar hafa fjallað um áhuga City á Bruno Guimarães hjá Newcastle en hann kemur aðeins til greina ef að De Bruyne, Silva eða jafnvel Matheus Nunes biðja um að fara. City segir Brasilíumanninn þó ekki vera hundrað milljón punda virði eins og uppkaupaákvæðið í samningi hans hljóðar til um. Það gæti þó orðið erfitt að semja við Newcastle um eitthvað minna en það en félagið vill ekki selja leikmanninn. Það er hægt að kaupa upp samninginn en aðeins út júnímánuð. Eftir það fellur ákvæðið úr gildi.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira