UEFA gerir allt til þess að rússneski fáninn sjáist ekki í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2024 11:11 Rússneski fáninn á ekki að sjást á leik Úkraínu og Rúmeníu í dag. Getty/EMPICS Sport Úkraínska landsliðið spilar í dag sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í fótbolta en liðið mætir þá Rúmeníu í fyrsta leik dagsins sem er jafnframt fyrsti leikurinn í E-riðli. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ætlar að gera allt sem er í þeirra valdi til þess að rússneski fáninn sjáist ekki á leiknum í dag. Rússneski fáninn hefur nefnilega sést í nokkrum af fyrstu leikjunum á Evrópumótinu. Það verður ekki í boði á leiknum á Allianz Arena í München. Öryggisverðir á leikvanginum hafa fengið skýr fyrirmæli um að fjarlægja alla rússnesku fánanna sem þeir verða varir við á vellinum. Euro 2024: UEFA wants to keep Russian flags out of stadium for Ukraine's opening gamehttps://t.co/I9IXC0DMng— CNBC-TV18 (@CNBCTV18Live) June 17, 2024 Rússneskum fótboltafélögum hefur verið bannað að taka þátt í mótum á vegum UEFA síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Það er þó ekkert bann í gildi fyrir rússneska ríkisborgara um að kaupa miða á leikina á EM. Þýsk yfirvöld gáfu það út fyrir Evrópumótið að þau muni aðeins leyfa fána frá þeim þjóðum sem eru að taka þátt í þessu Evrópumóti. Það var leið þeirra til að koma í veg fyrir að fánar Ísraels og Palestínu yrðu á völlunum. Það þýðir auðvitað líka að íslenski fáninn er bannaður. Hefði íslenska liðið komist í gegnum umspilsleikina á móti Úkraínu þá hefðu strákarnir okkar verið að spila þennan leik við Rúmena í dag. EM 2024 í Þýskalandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ætlar að gera allt sem er í þeirra valdi til þess að rússneski fáninn sjáist ekki á leiknum í dag. Rússneski fáninn hefur nefnilega sést í nokkrum af fyrstu leikjunum á Evrópumótinu. Það verður ekki í boði á leiknum á Allianz Arena í München. Öryggisverðir á leikvanginum hafa fengið skýr fyrirmæli um að fjarlægja alla rússnesku fánanna sem þeir verða varir við á vellinum. Euro 2024: UEFA wants to keep Russian flags out of stadium for Ukraine's opening gamehttps://t.co/I9IXC0DMng— CNBC-TV18 (@CNBCTV18Live) June 17, 2024 Rússneskum fótboltafélögum hefur verið bannað að taka þátt í mótum á vegum UEFA síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Það er þó ekkert bann í gildi fyrir rússneska ríkisborgara um að kaupa miða á leikina á EM. Þýsk yfirvöld gáfu það út fyrir Evrópumótið að þau muni aðeins leyfa fána frá þeim þjóðum sem eru að taka þátt í þessu Evrópumóti. Það var leið þeirra til að koma í veg fyrir að fánar Ísraels og Palestínu yrðu á völlunum. Það þýðir auðvitað líka að íslenski fáninn er bannaður. Hefði íslenska liðið komist í gegnum umspilsleikina á móti Úkraínu þá hefðu strákarnir okkar verið að spila þennan leik við Rúmena í dag.
EM 2024 í Þýskalandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira