Mcllroy missti sigur úr greipum sér og DeChambeau vann opna bandaríska Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júní 2024 22:47 Spennan var gríðarleg eftir að Mcllroy klikkaði á einföldu pútti en DeChambeau stóðst pressuna og stóð uppi sem sigurvegari Gregory Shamus/Getty Images Bryson DeChambeau endaði sex höggum undir pari og vann opna bandaríska meistaramótið í golfi eftir afar dramatískan lokadag. DeChambeau átti frábæran gærdag og var með þriggja högga forystu þegar hringurinn hófst en spilaði ekki eins vel í dag. Forystan færðist formlega til Rory Mcllroy þegar DeChambeau þrípúttaði á 14. holu. Bryson's first three-putt of the championship comes at the WORST time. 😫Rory now leads by 1. pic.twitter.com/UdCJtsFino— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Pressan virtist ná til Mcllroy sem skollaði 15. og 16. holu en þetta var í fyrsta sinn á mótinu sem hann fór tvær holur í röð yfir pari. RORY ALSO THREE-PUTTS 😮McIlroy and DeChambeau are now tied at -6. pic.twitter.com/e9n8G9rRC5— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 DeChambeau átti frábært upphafshögg á 17. holu en tókst ekki að setja niður fimm metra pútt fyrir fugl og forystu. Spennan var því gríðarleg á 18. holunni. Rory Mcllroy var á undan og horfði á eftir slöku upphafshöggi DeChambeau fljúga utanbrautar en klikkaði sjálfur á sáraeinföldu pútti. Hreinlega grátlegur endir fyrir Norður-Írann. 😱 😱 😱 😱RORY MISSES ON 18.Bryson can win the U.S. Open with a par on 18. pic.twitter.com/lSk0ZzzZK2— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 DeChambeau tók þannig eins höggs forystu en var sjálfur í mjög erfiðri stöðu utan brautarinnar. Boltinn lá við trjárætur, kylfingurinn þurfti að beygja sig langt niður í sveifluna og boltinn endaði í sandgryfju fjörtíu metra frá. Þá átti DeChambeau algjört draumahögg og setti sjálfan sig upp til sigurs. THE BUNKER SHOT OF HIS CAREER!@b_dechambeau has this putt left to win the U.S. Open! pic.twitter.com/Vleb6k6PvO— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Spennan var gríðarleg þegar hann stillti upp og setti svo niður stutt pútt til sigurs. DeChambeau stóðst pressuna og fagnaði sigri á mótinu í annað sinn á ferlinum en tíu ára bið Mcllroy eftir risamótstitli lengist enn. ANOTHER ONE! 🏆@b_dechambeau has won the 124th U.S. Open Championship! pic.twitter.com/rzxg7eiDMc— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Golf Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira
DeChambeau átti frábæran gærdag og var með þriggja högga forystu þegar hringurinn hófst en spilaði ekki eins vel í dag. Forystan færðist formlega til Rory Mcllroy þegar DeChambeau þrípúttaði á 14. holu. Bryson's first three-putt of the championship comes at the WORST time. 😫Rory now leads by 1. pic.twitter.com/UdCJtsFino— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Pressan virtist ná til Mcllroy sem skollaði 15. og 16. holu en þetta var í fyrsta sinn á mótinu sem hann fór tvær holur í röð yfir pari. RORY ALSO THREE-PUTTS 😮McIlroy and DeChambeau are now tied at -6. pic.twitter.com/e9n8G9rRC5— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 DeChambeau átti frábært upphafshögg á 17. holu en tókst ekki að setja niður fimm metra pútt fyrir fugl og forystu. Spennan var því gríðarleg á 18. holunni. Rory Mcllroy var á undan og horfði á eftir slöku upphafshöggi DeChambeau fljúga utanbrautar en klikkaði sjálfur á sáraeinföldu pútti. Hreinlega grátlegur endir fyrir Norður-Írann. 😱 😱 😱 😱RORY MISSES ON 18.Bryson can win the U.S. Open with a par on 18. pic.twitter.com/lSk0ZzzZK2— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 DeChambeau tók þannig eins höggs forystu en var sjálfur í mjög erfiðri stöðu utan brautarinnar. Boltinn lá við trjárætur, kylfingurinn þurfti að beygja sig langt niður í sveifluna og boltinn endaði í sandgryfju fjörtíu metra frá. Þá átti DeChambeau algjört draumahögg og setti sjálfan sig upp til sigurs. THE BUNKER SHOT OF HIS CAREER!@b_dechambeau has this putt left to win the U.S. Open! pic.twitter.com/Vleb6k6PvO— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Spennan var gríðarleg þegar hann stillti upp og setti svo niður stutt pútt til sigurs. DeChambeau stóðst pressuna og fagnaði sigri á mótinu í annað sinn á ferlinum en tíu ára bið Mcllroy eftir risamótstitli lengist enn. ANOTHER ONE! 🏆@b_dechambeau has won the 124th U.S. Open Championship! pic.twitter.com/rzxg7eiDMc— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024
Golf Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira