Segir England ekki eiga möguleika með Trent á miðjunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2024 11:16 Trent í vináttuleiknum gegn Íslandi á Wembley. Ísland vann 1-0. Alex Nicodim/Getty Images Miðvallarleikmaðurinn fyrrverandi Roy Keane segir England ekki eiga möguleika á að vinna Evrópumót karla í knattspyrnu fari svo að hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold byrji á miðjunni þegar mest á reynir. Þessi fyrrum landsliðsmaður Írlands og Manchester United er ekki þekktur að liggja á skoðunum sínum. Hann mun fjalla um EM í sumar og lét í sér heyra í aðdraganda leiks England og Serbíu sem fram fer síðar í dag, sunnudag. „England er með nokkra frábæra einstaklinga, fjóra eða fimm leikmenn sem myndu labba inn í hvaða lið sem er á þessu móti. En þeir verða að finna hið fullkomna jafnvægi,“ sagði Keane í viðtali á ITV Sport. „Þú ert með leikmenn sem geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi en vandamálið er að verjast gegn betri liðum mótsins. Þeir verða fínir í riðlinum og Trent verður fínn á miðjunni þá. En gegn virkilega háklassa mótherja þá verður hann í vandræðum.“ „Ég tel að hann verði tættur í sundur ef hann spilar á miðjunni gegn liði sem við teljum vera með þeim betri á mótinu,“ sagði Keane jafnframt. Roy Keane claims that Trent Alexander-Arnold will be 'ripped to shreds' if he plays in midfield for England in the latter stages of Euro 2024 https://t.co/DRoR6rLjia— Mail Sport (@MailSport) June 15, 2024 Mikið hefur verið rætt og ritað um miðju Englands í aðdraganda mótsins en talið er næsta víst að Declan Rice og Jude Bellingam verði aðalmennirnir á þriggja manna miðju liðsins. Stóra spurningin er hver stendur vaktina með þeim. Leikur Englands og Serbíu hefst klukkan 19.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Þessi fyrrum landsliðsmaður Írlands og Manchester United er ekki þekktur að liggja á skoðunum sínum. Hann mun fjalla um EM í sumar og lét í sér heyra í aðdraganda leiks England og Serbíu sem fram fer síðar í dag, sunnudag. „England er með nokkra frábæra einstaklinga, fjóra eða fimm leikmenn sem myndu labba inn í hvaða lið sem er á þessu móti. En þeir verða að finna hið fullkomna jafnvægi,“ sagði Keane í viðtali á ITV Sport. „Þú ert með leikmenn sem geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi en vandamálið er að verjast gegn betri liðum mótsins. Þeir verða fínir í riðlinum og Trent verður fínn á miðjunni þá. En gegn virkilega háklassa mótherja þá verður hann í vandræðum.“ „Ég tel að hann verði tættur í sundur ef hann spilar á miðjunni gegn liði sem við teljum vera með þeim betri á mótinu,“ sagði Keane jafnframt. Roy Keane claims that Trent Alexander-Arnold will be 'ripped to shreds' if he plays in midfield for England in the latter stages of Euro 2024 https://t.co/DRoR6rLjia— Mail Sport (@MailSport) June 15, 2024 Mikið hefur verið rætt og ritað um miðju Englands í aðdraganda mótsins en talið er næsta víst að Declan Rice og Jude Bellingam verði aðalmennirnir á þriggja manna miðju liðsins. Stóra spurningin er hver stendur vaktina með þeim. Leikur Englands og Serbíu hefst klukkan 19.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira