DeChambeau leiðir með þremur fyrir lokadaginn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2024 07:01 Bryson DeChambeau er í forystu. AP Photo/Matt York Bryson DeChambeau er með þriggja högga forystu fyrir lokadag Opna bandaríska meistaramótsins í golfi sem fram fer á Pinehurst-vellinum í Norður Karólínu. Rory McIlroy, Patrick Cantley og Matthieu Pavon eru jafnir í öðru sæti. Eins og áður hefur komið fram er Pinehurst-völlurinn gríðarlega líkamlega erfiður viðureignar. Þrátt fyrir að DeChambeau hafi þurft að nýta sér liðsinni sjúkraþjálfara á þriðja hring þá hafði ekki áhrif á hversu afslappaður hann var. Á milli hola sást hann spjalla við áhorfendur, árita hluti sem og hann fagnaði gríðarlega þegar hann kláraði holu með fugli. Hann leiddi með fjórum höggum eftir 14. holu en fékk tvöfaldan skolla á 16. holu. Job’s not finished 😤Bryson went straight to the range after his round. pic.twitter.com/LU1gq1h2is— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Þegar uppi var staðið og hringnum lauk var hann á sjö höggum undir pari, þremur höggum á undan þremenningunum í öðru sæti. Lokadagur mótsins er í beinni útsendingu Vodafone Sport. Útsending hefst klukkan 13.00. Golf Opna bandaríska Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Eins og áður hefur komið fram er Pinehurst-völlurinn gríðarlega líkamlega erfiður viðureignar. Þrátt fyrir að DeChambeau hafi þurft að nýta sér liðsinni sjúkraþjálfara á þriðja hring þá hafði ekki áhrif á hversu afslappaður hann var. Á milli hola sást hann spjalla við áhorfendur, árita hluti sem og hann fagnaði gríðarlega þegar hann kláraði holu með fugli. Hann leiddi með fjórum höggum eftir 14. holu en fékk tvöfaldan skolla á 16. holu. Job’s not finished 😤Bryson went straight to the range after his round. pic.twitter.com/LU1gq1h2is— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Þegar uppi var staðið og hringnum lauk var hann á sjö höggum undir pari, þremur höggum á undan þremenningunum í öðru sæti. Lokadagur mótsins er í beinni útsendingu Vodafone Sport. Útsending hefst klukkan 13.00.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira