Náði ekki að loka búðinni áður en henni var sagt að koma sér út Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 15. júní 2024 17:41 Karólína Hrönn Johnstone var að vinna í Kringlunni þegar eldurinn kviknaði í dag. Vísir/Viktor Karólína Hrönn Johnstone, starfmaður verslunarinnar Epal í Kringlunni, var við vinnu í verslunarmiðstöðinni þegar eldur kviknaði í þaki hennar í dag. Hún hefur mestar áhyggjur af því að henni hafi ekki tekist að loka versluninni áður en hún fór út. „Kerfið fór í gang tvisvar sinnum. Í fyrra skiptuð vorum við bara að grínast með þetta. Þetta fór í gang en enginn hreyfði við sér. Það var í svona fimm mínútur og svo byrjaði það aftur. Við hugsuðum hvað myndi gerast ef við myndum fá pásu í vinnunni,“ segir Karólína í samtali við fréttastofu um aðdraganda rýmingarinnar. „Síðan kom öryggisvörður og sagði okkur að fara út. Þannig við fórum út og við biðum, og síðan sögðu þeir okkur að Kringlan myndi alveg vera lokuð það sem eftir lifir af deginum.“ Gæti þurft að skríða inn um gluggann Karólínu tókst að taka með sér allt dótið sitt, en samstarfskona hennar var ekki eins heppin. „Ég náði að taka allt dótið mitt með mér en ekki gellan sem er að vinna með mér. Hún skyldi húslyklana sína eftir í Epal. Það verður smá vesen fyrir hana. Ég veit ekki hvernig hún kemst heim, bara í gegnum gluggann eða eitthvað.“ Frá vettvangi slökkvistarfanna við Kringluna.Vísir/Viktor Hún segir að rýmingin hafi gengið vel um leið og öryggisverðir hafi farið að láta fólk vita að það ætti að fara út. „Um leið og þeir sögðu eldur þá fékk ég smá í magann. Ég hugsaði: Já einmitt.“ Karólína segist þó hafa áhyggjur af Epal-versluninni. „Ég náði ekki að loka henni. Ég náði bara að loka hálfa leið áður en hann öskraði á mig: „Farðu út!“ Ég hef eiginlega bara áhyggjur af búðinni, en það er allt í lagi með mig. Þetta er bara crazy hlutur sem gerðist.“ Slökkvilið Reykjavík Kringlan Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Eldur logar í þaki Kringlunnar Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum á fjórða tímanum í dag. Þetta staðfestir Jón Kristinn Valsson, varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. 15. júní 2024 15:54 Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
„Kerfið fór í gang tvisvar sinnum. Í fyrra skiptuð vorum við bara að grínast með þetta. Þetta fór í gang en enginn hreyfði við sér. Það var í svona fimm mínútur og svo byrjaði það aftur. Við hugsuðum hvað myndi gerast ef við myndum fá pásu í vinnunni,“ segir Karólína í samtali við fréttastofu um aðdraganda rýmingarinnar. „Síðan kom öryggisvörður og sagði okkur að fara út. Þannig við fórum út og við biðum, og síðan sögðu þeir okkur að Kringlan myndi alveg vera lokuð það sem eftir lifir af deginum.“ Gæti þurft að skríða inn um gluggann Karólínu tókst að taka með sér allt dótið sitt, en samstarfskona hennar var ekki eins heppin. „Ég náði að taka allt dótið mitt með mér en ekki gellan sem er að vinna með mér. Hún skyldi húslyklana sína eftir í Epal. Það verður smá vesen fyrir hana. Ég veit ekki hvernig hún kemst heim, bara í gegnum gluggann eða eitthvað.“ Frá vettvangi slökkvistarfanna við Kringluna.Vísir/Viktor Hún segir að rýmingin hafi gengið vel um leið og öryggisverðir hafi farið að láta fólk vita að það ætti að fara út. „Um leið og þeir sögðu eldur þá fékk ég smá í magann. Ég hugsaði: Já einmitt.“ Karólína segist þó hafa áhyggjur af Epal-versluninni. „Ég náði ekki að loka henni. Ég náði bara að loka hálfa leið áður en hann öskraði á mig: „Farðu út!“ Ég hef eiginlega bara áhyggjur af búðinni, en það er allt í lagi með mig. Þetta er bara crazy hlutur sem gerðist.“
Slökkvilið Reykjavík Kringlan Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Eldur logar í þaki Kringlunnar Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum á fjórða tímanum í dag. Þetta staðfestir Jón Kristinn Valsson, varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. 15. júní 2024 15:54 Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Eldur logar í þaki Kringlunnar Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum á fjórða tímanum í dag. Þetta staðfestir Jón Kristinn Valsson, varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. 15. júní 2024 15:54
Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00