Åberg með eins höggs forskot Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2024 10:10 Ludvig Åberg lék á 69 höggum í gær og leiðir mótið á fimm höggum undir pari vísir/Getty Hinn sænski Ludvig Åberg leiðir US Open mótið þegar tveimur umferðum er lokið. Hann lék hring gærdagsins á 69 höggum líkt og heimamaðurinn Bryson DeChambeau en er alls á 135 höggum, höggi minna en næstu þrír kylfingar. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 24 ára Åberg tekur þátt í mótinu en hann veit vel að mótið er ekki auðvelt: „US Open mótið á að vera erfitt. Það á að vera snúið og það á að láta þig reyna á allar hliðar leiksins og mér líður eins og það sé að gerast. En hlutirnir hafa fallið með mér í byrjun og ég vona að ég nái að halda áfram á sömu braut.“ Mótið er líkt og svo oft áður stútfullt af stjörnum sem hafa augastað á að landa sigri og er staðan þétt á toppnum eftir fyrstu tvo hringi. Scottie Scheffler, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, rétt komst í gegnum niðurskurðinn og er í 57. sæti á 145 höggum alls. Augu margra eru á Tiger Woods eins og oft áður. Hann lauk keppni í gær, spilaði á 73 höggum sem dugði honum ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn. Ótrúlegasta högg gærdagsins átti Francesco Molinari, sem þurfti að fara holu í höggi til að komast í gegnum niðurskurðinn á sinni síðustu holu og gerði sér lítið fyrir og sökkti tæplega 180 metra höggi á par þrír holu beinustu leið ofan í. Francesco Molinari needed a hole-in-one on 18 to make the cut at the US Open. Bang. pic.twitter.com/Y2QCaFqeiI— Barstool Sports (@barstoolsports) June 14, 2024 Bein útsending frá mótinu heldur áfram í dag á Vodafone Sport og hefst útsending kl. 14:00 Golf Opna bandaríska Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 24 ára Åberg tekur þátt í mótinu en hann veit vel að mótið er ekki auðvelt: „US Open mótið á að vera erfitt. Það á að vera snúið og það á að láta þig reyna á allar hliðar leiksins og mér líður eins og það sé að gerast. En hlutirnir hafa fallið með mér í byrjun og ég vona að ég nái að halda áfram á sömu braut.“ Mótið er líkt og svo oft áður stútfullt af stjörnum sem hafa augastað á að landa sigri og er staðan þétt á toppnum eftir fyrstu tvo hringi. Scottie Scheffler, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, rétt komst í gegnum niðurskurðinn og er í 57. sæti á 145 höggum alls. Augu margra eru á Tiger Woods eins og oft áður. Hann lauk keppni í gær, spilaði á 73 höggum sem dugði honum ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn. Ótrúlegasta högg gærdagsins átti Francesco Molinari, sem þurfti að fara holu í höggi til að komast í gegnum niðurskurðinn á sinni síðustu holu og gerði sér lítið fyrir og sökkti tæplega 180 metra höggi á par þrír holu beinustu leið ofan í. Francesco Molinari needed a hole-in-one on 18 to make the cut at the US Open. Bang. pic.twitter.com/Y2QCaFqeiI— Barstool Sports (@barstoolsports) June 14, 2024 Bein útsending frá mótinu heldur áfram í dag á Vodafone Sport og hefst útsending kl. 14:00
Golf Opna bandaríska Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira